Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Áhugahópur stofnaður um búsetuúrræði til sveita fyrir eldri borgara
Mynd / smh
Fréttir 1. mars 2018

Áhugahópur stofnaður um búsetuúrræði til sveita fyrir eldri borgara

Höfundur: smh
Undirbúningsfundur samtaka um ný búsetuúrræði til sveita fyrir eldri borgara var haldinn þriðjudaginn 20. febrúar á Café Catalina í Hamraborg í Kópavogi.
 
Á fundinum voru kynntar hugmyndir um stofnun sambýliseininga aldraðra í búsetukjörnum utan þéttbýlis. Bændablaðið fjallaði um þessar hugmyndir í fyrsta tölublaði þessa árs og ræddi við Árna Gunnarsson, fyrrverandi bónda í Skagafirði og núverandi eldri borgara, sem telja má sem upphafsmann þeirra.
 
Reynsla annarra þjóða
 
Að sögn Árna var á fundinum stutt kynning á reynslu annarra þjóða á búsetukjörnum með blönduðum aldurshópum utan þéttbýlis. „Það var kannaður áhugi á ofanrituðum valkostum og málin rædd á breiðum grundvelli. Þær ályktanir komu fram að þar sem búsetuform gætu verið af ýmsum toga gætu framkvæmdahópar orðið tveir eða fleiri,“ segir Árni.  
 
„Fundarfólk varð sammála um að nauðsynlegt væri að stofna heimasíðu til að fólk gæti rætt mál og boðið áhugasömum til þátttöku. Það var einhugur í fólki að halda áfram þessum undirbúningi og kosin fimm manna stjórn til að vinna að því verki. Formaður er Sigrún Huld Þorgrímsdóttir og með henni í stjórn Hanna Brynja Axelsdóttir, Dóróthea Lórenzdóttir, Esther Ármannsdóttir og Magni Hjálmarsson.“
 
Sólheimar fyrirmynd
 
Árni segir  að Sólheimar í Grímsnesi væru að vissu leyti fyrirmynd. Ríkið gæti lagt til jarðir í þessi verkefni og það gætu verið eftir atvikum litlar eða stórar jarðir með húsnæði fyrir sjö til tíu einstaklinga. Það sé margt fólk einmana sem gæti vel hugsað sér að búa á stað þar sem hægt væri að hugsa um hesta, hunda, hænsni – og það gæti líka stundað garðyrkju.
 
Eldra fólk hafi í mörgum tilvikum tengsl út í sveitirnar og hafi áhuga á að endurnýja kynnin við sveitalífið; fólk með ágæta hreyfigetu og kollinn í lagi.
 
Ábendingar hafa borist um álitlega staði
 
Árni upplýsti á fundinum að margir einstaklingar hefðu haft samband við hann eftir umfjöllun Bændablaðsins og lýst áhuga sínum á málinu og jafnframt ánægju með að undirbúningur væri hafinn. Þar væri um að ræða fólk úr ýmsum aldurshópum og meðal annars fólk sem væri á lokaferli starfsaldurs og vildi geta átt sem flesta valkosti eftir starfslok.
 
Þá hefðu honum borist ábendingar um nokkra álitlega staði fyrir hópinn til að skoða og jafnvel óformleg tilboð ef áhugi væri fyrir samningaviðræðum. Nýkjörin undrbúningsstjórn ákvað að hittast í lok mánaðarins. 
 
Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...

Garðyrkjubændur í áfalli
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá au...

Varnarlínur breytast
Fréttir 21. september 2023

Varnarlínur breytast

Með nýjum tólum er líklegt að áherslan á varnarlínur og niðurskurð minnki í bará...

Alls staðar fækkun sláturlamba
Fréttir 21. september 2023

Alls staðar fækkun sláturlamba

Sláturtíð er komin á fullt og kemur fé vænt af fjalli. Eins og er starfa öll slá...

Nýr landnemi úr svepparíkinu
Fréttir 20. september 2023

Nýr landnemi úr svepparíkinu

Sveppur af ættkvíslinni Rhizopogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki ve...