Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Áhrif beitarfriðunar á kolefnisbúskap úthaga
Fréttir 19. ágúst 2025

Áhrif beitarfriðunar á kolefnisbúskap úthaga

Höfundur: Þröstur Helgason

Undanfarin ár hafa rannsóknir staðið yfir á áhrifum beitarfriðunar á kolefnisupptöku og magn kolefnis í jarðvegi. Rannsóknaverkefnið ExGraze, sem hlaut styrk úr Rannsóknarsjóði 2021 (Rannís 217920-051), er nú á lokametrunum og verða niðurstöður kynntar á næstunni.

Í ExGraze-verkefninu voru áhrif beitarfriðunar á kolefnisupptöku gróðurs og kolefnismagn í jarðvegi mæld. Sýni voru tekin beggja vegna girðinga sem settar höfðu verið upp í beitilandi á 35 stöðum á landinu. Girðingarnar voru 20 til 80 ára gamlar svo unnt var að mæla langtímaáhrif beitarfriðunar. Á öllum stöðum var unnið með náttúrulegan óáborinn úthaga, graslendi og mólendi á láglendi (neðan 200 m.y.s.). Mikill munur fannst á öllum mældum þáttum rannsóknarinnar þar sem beitt graslendi tók langmest upp af kolefni og hafði mestan kolefnisforða í jarðvegi.

Niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar á eftirtöldum stöðum:

  • Í Félagsheimilinu Árnesi, Gnúpverjahreppi, mánudaginn 25. ágúst kl. 20.00.
  • Í Félagsheimilinu Brún, Bæjarsveit ,þriðjudaginn 26. ágúst kl. 20.00.
  • Í Kakalaskála, Akrahreppi, Skagafirði, miðvikudaginn 27. ágúst kl. 20:00.
  • Í Forystusetrinu Svalbarði, Þistilfirði, fimmtudaginn 28. ágúst kl. 20.00.
  • Í samkomuhúsinu Heiðarbæ, Reykjahverfi, föstudaginn 29. ágúst kl. 20.00.

Á fundunum verður farið yfir framkvæmd rannsóknarinnar og niðurstöður hennar. Að lokinni framsögu er gert ráð fyrir umræðum yfir kaffibolla.

Skylt efni: beitarfriðun

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...