Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Áhrif beitarfriðunar á kolefnisbúskap úthaga
Fréttir 19. ágúst 2025

Áhrif beitarfriðunar á kolefnisbúskap úthaga

Höfundur: Þröstur Helgason

Undanfarin ár hafa rannsóknir staðið yfir á áhrifum beitarfriðunar á kolefnisupptöku og magn kolefnis í jarðvegi. Rannsóknaverkefnið ExGraze, sem hlaut styrk úr Rannsóknarsjóði 2021 (Rannís 217920-051), er nú á lokametrunum og verða niðurstöður kynntar á næstunni.

Í ExGraze-verkefninu voru áhrif beitarfriðunar á kolefnisupptöku gróðurs og kolefnismagn í jarðvegi mæld. Sýni voru tekin beggja vegna girðinga sem settar höfðu verið upp í beitilandi á 35 stöðum á landinu. Girðingarnar voru 20 til 80 ára gamlar svo unnt var að mæla langtímaáhrif beitarfriðunar. Á öllum stöðum var unnið með náttúrulegan óáborinn úthaga, graslendi og mólendi á láglendi (neðan 200 m.y.s.). Mikill munur fannst á öllum mældum þáttum rannsóknarinnar þar sem beitt graslendi tók langmest upp af kolefni og hafði mestan kolefnisforða í jarðvegi.

Niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar á eftirtöldum stöðum:

  • Í Félagsheimilinu Árnesi, Gnúpverjahreppi, mánudaginn 25. ágúst kl. 20.00.
  • Í Félagsheimilinu Brún, Bæjarsveit ,þriðjudaginn 26. ágúst kl. 20.00.
  • Í Kakalaskála, Akrahreppi, Skagafirði, miðvikudaginn 27. ágúst kl. 20:00.
  • Í Forystusetrinu Svalbarði, Þistilfirði, fimmtudaginn 28. ágúst kl. 20.00.
  • Í samkomuhúsinu Heiðarbæ, Reykjahverfi, föstudaginn 29. ágúst kl. 20.00.

Á fundunum verður farið yfir framkvæmd rannsóknarinnar og niðurstöður hennar. Að lokinni framsögu er gert ráð fyrir umræðum yfir kaffibolla.

Skylt efni: beitarfriðun

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...