Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Friðþjófur Árnason, starfsmaður Hafró, við rafveiðar. /Mynd aðsend.
Friðþjófur Árnason, starfsmaður Hafró, við rafveiðar. /Mynd aðsend.
Mynd / Apsend
Fréttir 16. september 2020

Áhættumat erfðablöndunar útskýrt

Höfundur: Ragnar Jóhansson

Valdimar Ingi Gunnarsson birti grein um Áhættumat erfðablönd­unar í Bændablaðinu þann 27. ágúst og af því tilefni teljum við hjá Hafrannsóknastofnun nauðsynlegt að skýra út í almennum orðum hvernig áhættumat erfða­blöndunar er notað sem stjórn­tæki til að koma í veg fyrir hugsanleg spjöll á villtum nytjastofnum af völdum eldis á frjóum Atlantshafslaxi í sjó.

Áhættumat erfðablöndunar er tvíþætt, annars vegar líkan sem reiknar áætlaðan meðaltalsfjölda storkulaxa sem ganga í hverja laxveiðiá og hins vegar vöktun í veiðiám og öðrum ám til að spá fyrir um fjölda eldislaxa í göngum ár frá ári.

Miðað er við að fjöldi eldislaxa fari ekki yfir 4% af fjölda göngulaxa og var það viðmið tekið í samráði við færa erlenda sérfræðinga á sviði erfðablöndunar. Erfðablöndun yrði við slíkt innstreymi mun lægri vegna minni tímgunargetu eldislaxa.

Út frá fyrrnefndum vöktunar­gögnum ásamt nýjustu gögnum úr ritrýndum rannsóknum er síðan líkanið leiðrétt með reglubundnum hætti, eigi sjaldnar en á þriggja ára fresti.

Ragnar Jóhannsson,  sviðsstjóri fiskeldis hjá Hafrannsóknastofnun.
Áhættumat sem stjórntæki

Á grundvelli þess gerir Haf­rannsókna­stofnun síðan tillögu til ráðherra um það magn frjórra laxa sem heimila skal að ala í sjó hverju sinni á tilteknu hafsvæði, og getur sú tillaga falist í minnkun, óbreyttu magni eða aukningu eldis eftir því sem niðurstöður gefa tilefni til.

Því má segja að stýring fiskeldis á Íslandi, í þá veru að lágmarka spjöll á villtum nytjastofnum, sé svokölluð forvarnarlausn (e. front-end solution) en ekki viðbragðslausn (e. end-of-the-pipe solution). Ráðleggingar byggja því á hvernig fiskeldisfyrirtæki hafa staðið sig við að lágmarka strok frjórra eldislaxa úr eldinu og er því jákvæður hvati til fyrirtækja að nýta ávallt bestu aðferðir við eldi í sjó sem tryggja að strok haldist í lágmarki.

Vöktunaraðferðir

Þær aðferðir sem notaðar eru til að meta fjölda eldislaxa er þríþætt:

Vöktun með Árvaka. Í ám næst eldissvæðum og í vísiám í hverjum landshluta er komið fyrir Árvaka sem er búnaður sem tekur myndband af hverjum fiski sem syndir upp (eða niður) ána. Út frá mynd má greina hvort um er að ræða eldisfisk eða náttúrulegan fisk í rauntíma. Stefnt er að því að 12 vatnsföll verði vöktuð með þessum hætti. Hægt er að fylgjast með gögnum á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar.

Arfgerðagreining á grunuðum eldislöxum sem veiðast í ám. Allir grunaðir eldislaxar eru tilkynntir til veiðifélags, Fiskistofu og Hafrannsóknastofunar. Þessir fiskar eru arfgerðagreindir og bornir saman við gagnagrunn yfir alla hænga sem notaðir hafa verið í íslensku eldi. Faðernis­greiningin gefur kost á því að rekja þessa strokulaxa til eldisfyrirtækja og kvíastæðu. Í heild hafa nú 18 eldisfiskar verið greindir, þar af 15 með þekktan uppruna, einn lax líklega úr íslensku eldi og tveir úr eldi erlendis. Þar sem veiði­álag er um 50% í íslenskum ám er því áætlaður samanlagður heildarfjöldi eldislaxa í íslenskum ám 2018 og 2019 sé um 30. Enn er beðið eftir tilkynningum um eldislaxa á yfirstandandi ári en þær hafa verið fáar fram að þessu.

Rafveiðar á seiðum úr um 20 ám. Leitað er eftir eldisseiðum eða blendingum. Fram að þessu hafa ekki fundist seiði með eldisuppruna í íslenskum laxveiðiám.

Með þessum aðferðum telur Haf­rannsóknastofnun að gott mat fáist á fjölda strokulaxa sem ganga í laxveiðiár og telur ekki að frekari aðgerða, svo sem köfun í ám, sé þörf.

Ritrýni áhættumats

Áhættumatið hefur verið sent til samráðsnefndar vísindamanna á sviði fiskifræði og stofnerfðafræði eins og tilgreint er í 24. gr. laga nr. 101/2019.

Að mati nefndarinnar var það talið heppilegt að Hafrannsóknastofnun skuli hafa hugað gaumgæfilega að þessu viðgangsefni með þessum hætti. Vísindanefndin telur líkanið um erfðablöndun nýstárlegt og nytsamlegt til þess að leggja mat á áætlaðan fjölda laxa sem kunni að sleppa út í náttúruna og finna sér leið upp í ár.

Þó að breyturnar í líkaninu séu háðar óvissu, eru þær stikaðar með gildum úr fræðiritum og/eða viðeigandi heimildum. Nefndin benti á mögulegar umbætur á líkan­inu, m.a. fínstillingu nokkurra breyta. Tillit verður tekið til þess í næstu endurskoðun áhættumatsins.

Þess ber að geta að áhættu­matslíkanið hefur verið tekið upp af Fisheries and Ocean Canada (Hafrannsóknastofnun Kanada) við skoðun á áhrifum eldis við strendur Nýfundnalands og er í vinnslu fyrir Nova Scotia. Um notkun áhættumats við strendur Nýfundnalands var skrifuð ritrýnd vísindagrein í tímaritið Aquaculture Environmental Interactions í febrúar á þessu ári.

Bradbury, Ian R.; Duffy, Steve; Lehnert, Sarah J.; et al Model-based evaluation of the genetic impacts of farm-escaped Atlantic salmon on wild populations. Aquacult Environ Interact Vol. 12: 45–59, 2020

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...