Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Agúrkuveira greind á tveimur býlum á Suðurlandi
Fréttir 12. janúar 2018

Agúrkuveira greind á tveimur býlum á Suðurlandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skömmu fyrir áramót greindist áður óþekkt veirusýking á agúrkum hér á landi. Sýkingin hefur greinst á tveimur býlum á Suðurlandi. Vírusinn sem getur smitast mjög hratt út er sá þriðji sem greinst hefur í gróðurhúsagrænmeti á stuttum tíma. Vírusinn smitar ekki menn.

Helgi Jóhannesson, garðyrkju­ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, segir að vírusinn sem greindur var í agúrkum hér á landi 30. desember síðastliðinn kallist cucumber green mottle mosaic virus (CGMMV).

„Vírusinn er leiðinlegur í alla staði, dregur úr vexti og leiðir til uppskerutaps. Í versta falli gætu gúrkubændur þurft að henda út plöntunum, sótthreinsa og byrja upp á nýtt.

Tjón vegna vírussins er misjafnt eftir því á hvaða vaxtarstigi plönturnar smitast. Ungar plöntur fara verr út úr smiti en eldri. Einkennin eru oftast sýnileg á blöðunum en ekki á vörunni sjálfri.

Líklega borist með innfluttu grænmeti

Vírusinn er mjög lífseigur og getur lifað árum saman í jarðvegi, plöntuleifum og annars staðar í gróðurhúsum.

Að sögn Helga er ekki vitað hvernig sýkingin barst til landsins. „Líklegast er að það sé með innfluttu grænmeti, agúrkum eða skyldum tegundum eins og melónum eða kúrbít, eða fræi. Líkur á smiti með fræjum eru litlar en til staðar og ekki hægt að útiloka það alfarið og slíkt er þekkt erlendis.

Berst hratt út

Eins og er hefur vírusinn greinst á tveimur garðyrkjubýlum á Suðurlandi.

„Vírusinn getur smitast mjög hratt út með afurðum, mönnum eða umferð sé ekki ýtrustu varúðar gætt. Búið er að grípa til aðgerða á báðum stöðum til að hindra aukna útbreiðslu vírussins og til að draga úr smiti innan stöðvanna tveggja.“

Helgi segir að tvær ólíkar vírussýkingar hafi komið upp í tómötum á síðasta ári og þá hafi verið ákveðið að fara yfir lög og reglur um sýkingar í matjurtarækt en að þeirri vinnu sé ekki lokið þrátt fyrir að hún sé löngu orðin tímabær.

„CGMMV-vírusinn er ekki tilkynningaskyldur hér á landi né hjá EPPO, Samtökum um plöntur og plöntuheilbrigði í Evrópu og við Miðjarðarhafið, einhverra hluta vegna.“

Helgi segir að reyndar sé orðið löngu tímabært að uppfæra þann lista hér á landi og endurskoða allt regluverk kringum plöntusjúkdóma, en langt sé síðan að það var gert síðast.

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...

Heitt vatn óskast
Fréttir 19. júní 2024

Heitt vatn óskast

Bláskógaveita, sem er í eigu sveitarfélagsins Bláskógabyggð, hefur óskað eftir t...

Minni innflutningur og meiri framleiðsla
Fréttir 19. júní 2024

Minni innflutningur og meiri framleiðsla

Um 300 tonn af nautakjöti voru flutt inn á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2024.