Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Núverandi útbreiðsla ávaxtaflugutegundarinnar Bactrocera dorsalis.
Núverandi útbreiðsla ávaxtaflugutegundarinnar Bactrocera dorsalis.
Fréttir 19. febrúar 2019

Ágengum og skaðlegum tegundum flugna fjölgar í Evrópu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ávaxtaflugur sem upprunnar eru í Asíu og sagðar vera ágengustu tegundir ávaxtaflugna í heiminum greindust í fyrsta sinn lifandi í Evrópu á síðasta ári. Lifandi flugur voru greindar á ræktarlandi á tveimur stöðum á Ítalíu.

Þrátt fyrir að ekki hafi greinst nema átta lifandi eintök af tegundinni, sem gengur undir heitinu Bactrocera dorsalis á latínu, er talið áhyggjuefni og hætta sögð á að flugurnar geti fjölgað sér hratt. Viðkoma flugnanna er hröð og allt að tíu kynslóðir á ári við góð skilyrði og getunnar til að lifa við fjölbreytt umhverfisskilyrði.

Alvarlegur skaðvaldur

Dauðar flugur af tegundinni finnast iðulega í ávaxtasendingum frá Asíu. Flugurnar eru upprunnar og algengar í Asíu og í Afríku þar sem þær hafa dreift hratt úr sér. Þær hafa einnig fundist í ávaxtarækt í suðurríkjum Bandaríkjanna.

Á hverju ári veldur lirfa tegundarinnar miklum skaða í ávaxta- og matjurtarækt og í sumum tilvellum eyðileggur hún 100% uppskerunnar sé ekki gripið til skordýraeiturs og efnavarna til að halda henni í skefjum. Flugurnar leggjast meðal annars á banana, mangó og avakadó auk þess sem lirfur þeirra hafa fundist í innfluttum tómötum, eplum og perum til Evrópu.

Ekki er vitað með vissu hvernig flugurnar sem greindust lifandi á Ítalíu bárust út á akrana en talið er að lirfur þeirra hafi borist til landsins með ávöxtum og eins og lirfum er tamt umbreyst í fullvaxnar flugur og flogið á akurinn þar sem þær veiddust í flugnagildru.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...