Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Núverandi útbreiðsla ávaxtaflugutegundarinnar Bactrocera dorsalis.
Núverandi útbreiðsla ávaxtaflugutegundarinnar Bactrocera dorsalis.
Fréttir 19. febrúar 2019

Ágengum og skaðlegum tegundum flugna fjölgar í Evrópu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ávaxtaflugur sem upprunnar eru í Asíu og sagðar vera ágengustu tegundir ávaxtaflugna í heiminum greindust í fyrsta sinn lifandi í Evrópu á síðasta ári. Lifandi flugur voru greindar á ræktarlandi á tveimur stöðum á Ítalíu.

Þrátt fyrir að ekki hafi greinst nema átta lifandi eintök af tegundinni, sem gengur undir heitinu Bactrocera dorsalis á latínu, er talið áhyggjuefni og hætta sögð á að flugurnar geti fjölgað sér hratt. Viðkoma flugnanna er hröð og allt að tíu kynslóðir á ári við góð skilyrði og getunnar til að lifa við fjölbreytt umhverfisskilyrði.

Alvarlegur skaðvaldur

Dauðar flugur af tegundinni finnast iðulega í ávaxtasendingum frá Asíu. Flugurnar eru upprunnar og algengar í Asíu og í Afríku þar sem þær hafa dreift hratt úr sér. Þær hafa einnig fundist í ávaxtarækt í suðurríkjum Bandaríkjanna.

Á hverju ári veldur lirfa tegundarinnar miklum skaða í ávaxta- og matjurtarækt og í sumum tilvellum eyðileggur hún 100% uppskerunnar sé ekki gripið til skordýraeiturs og efnavarna til að halda henni í skefjum. Flugurnar leggjast meðal annars á banana, mangó og avakadó auk þess sem lirfur þeirra hafa fundist í innfluttum tómötum, eplum og perum til Evrópu.

Ekki er vitað með vissu hvernig flugurnar sem greindust lifandi á Ítalíu bárust út á akrana en talið er að lirfur þeirra hafi borist til landsins með ávöxtum og eins og lirfum er tamt umbreyst í fullvaxnar flugur og flogið á akurinn þar sem þær veiddust í flugnagildru.

Mest aukning í svínakjöti
Fréttir 11. október 2024

Mest aukning í svínakjöti

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um þrjú...

Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu
Fréttir 11. október 2024

Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu

Bændasamtök Íslands hafa lagt umsögn sína um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum inn ...

Vambir liðnar undir lok
Fréttir 11. október 2024

Vambir liðnar undir lok

Ekki fást lengur vambir með slátri frá SS. Neytendur sakna þeirra.

Beint: Dagur landbúnaðar á Suðurlandi
Fréttir 11. október 2024

Beint: Dagur landbúnaðar á Suðurlandi

Bændasamtök Íslands og Samtök fyrirtækja í landbúnaði standa fyrir málþingi á Hó...

Stýrihópur greiðir úr misfellum
Fréttir 11. október 2024

Stýrihópur greiðir úr misfellum

Fyrir liggur að matvælaeftirlit hér á landi er óskilvirkt og nýr stýrihópur hefu...

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf
Fréttir 10. október 2024

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf

Mikill gangur hefur verið í arfgerðargreiningum í sauðfé frá áramótum.

Upplýsa þarf um smithættu af vanelduðum hamborgurum
Fréttir 10. október 2024

Upplýsa þarf um smithættu af vanelduðum hamborgurum

Tvær nýlegar hópsýkingar hafa orðið í Noregi sem raktar voru til hamborgarakjöts...

Afkomutjón blasir við
Fréttir 10. október 2024

Afkomutjón blasir við

Forsendur ylræktar bresta augljóslega ef ekki er tryggt aðgengi að grunnþáttum f...

Lágmarkskröfurnar
11. október 2024

Lágmarkskröfurnar

Stýrihópur greiðir úr misfellum
11. október 2024

Stýrihópur greiðir úr misfellum

Vambir liðnar undir lok
11. október 2024

Vambir liðnar undir lok

Sauðfé passleg stærð
11. október 2024

Sauðfé passleg stærð

Mest aukning í svínakjöti
11. október 2024

Mest aukning í svínakjöti