Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Núverandi útbreiðsla ávaxtaflugutegundarinnar Bactrocera dorsalis.
Núverandi útbreiðsla ávaxtaflugutegundarinnar Bactrocera dorsalis.
Fréttir 19. febrúar 2019

Ágengum og skaðlegum tegundum flugna fjölgar í Evrópu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ávaxtaflugur sem upprunnar eru í Asíu og sagðar vera ágengustu tegundir ávaxtaflugna í heiminum greindust í fyrsta sinn lifandi í Evrópu á síðasta ári. Lifandi flugur voru greindar á ræktarlandi á tveimur stöðum á Ítalíu.

Þrátt fyrir að ekki hafi greinst nema átta lifandi eintök af tegundinni, sem gengur undir heitinu Bactrocera dorsalis á latínu, er talið áhyggjuefni og hætta sögð á að flugurnar geti fjölgað sér hratt. Viðkoma flugnanna er hröð og allt að tíu kynslóðir á ári við góð skilyrði og getunnar til að lifa við fjölbreytt umhverfisskilyrði.

Alvarlegur skaðvaldur

Dauðar flugur af tegundinni finnast iðulega í ávaxtasendingum frá Asíu. Flugurnar eru upprunnar og algengar í Asíu og í Afríku þar sem þær hafa dreift hratt úr sér. Þær hafa einnig fundist í ávaxtarækt í suðurríkjum Bandaríkjanna.

Á hverju ári veldur lirfa tegundarinnar miklum skaða í ávaxta- og matjurtarækt og í sumum tilvellum eyðileggur hún 100% uppskerunnar sé ekki gripið til skordýraeiturs og efnavarna til að halda henni í skefjum. Flugurnar leggjast meðal annars á banana, mangó og avakadó auk þess sem lirfur þeirra hafa fundist í innfluttum tómötum, eplum og perum til Evrópu.

Ekki er vitað með vissu hvernig flugurnar sem greindust lifandi á Ítalíu bárust út á akrana en talið er að lirfur þeirra hafi borist til landsins með ávöxtum og eins og lirfum er tamt umbreyst í fullvaxnar flugur og flogið á akurinn þar sem þær veiddust í flugnagildru.

Stjórnlaus skógareyðing
Fréttir 17. janúar 2022

Stjórnlaus skógareyðing

Þrátt fyrir allt tal stjórnvalda í Brasilíu um verndun skóga sýna loftmyndir að ...

Viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu finnst í sex einstaklingum
Fréttir 17. janúar 2022

Viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu finnst í sex einstaklingum

Sex einstaklingar fundust fyrir skemmstu með tiltekna verndandi arfgerð (ARR) ge...

Vegagerðin greiðir 70% kostnaðar
Fréttir 17. janúar 2022

Vegagerðin greiðir 70% kostnaðar

Skrifað hefur verið undir samkomulag milli Svalbarðsstrandarhrepps og Vegagerðar...

Frægasta jólafuran kom úr Laugalandsskógi
Fréttir 17. janúar 2022

Frægasta jólafuran kom úr Laugalandsskógi

Feðgarnir Bradley og Barney Walsh voru meðal þeirra fjöl­mörgu sem heimsóttu Lau...

Gæti orðið mikilvægt framlag í orkuskiptum samgangna á Íslandi
Fréttir 14. janúar 2022

Gæti orðið mikilvægt framlag í orkuskiptum samgangna á Íslandi

Greint var frá því í Bændablaðinu fyrir jól að áform væru um að reisa áburðarver...

Verkmenntun í garðyrkju á tímamótum
Fréttir 14. janúar 2022

Verkmenntun í garðyrkju á tímamótum

Framtíðarstaða garðyrkjunáms á Reykjum er enn óljós og hægt gengur með yfirfærsl...

Fimm íslensk náttúruverndarsvæði tilnefnd til evrópskra verndarsvæða
Fréttir 14. janúar 2022

Fimm íslensk náttúruverndarsvæði tilnefnd til evrópskra verndarsvæða

Ísland hefur tilnefnt fimm íslensk náttúruverndarsvæði sem hluta af neti verndar...

Fyrsti vetnisknúni trukkurinn til að keppa í Dakar-rallinu verður Gaussin
Fréttir 13. janúar 2022

Fyrsti vetnisknúni trukkurinn til að keppa í Dakar-rallinu verður Gaussin

Franski vinnuvéla­fram­leið­andinn Gaussin afhjúpaði í nóvember síðastliðnum H2 ...