Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ágætt á Suðurlandi en afleitt í Eyjafirði
Fréttir 12. október 2015

Ágætt á Suðurlandi en afleitt í Eyjafirði

Höfundur: smh
Kornrækt á Íslandi hefur dregist lítillega saman að umfangi á síðustu árum. Kemur þar til bæði rysjótt tíðarfar og eins hafa gæsir og álftir gerst sífellt ágengari í kornökrunum. Vegna þess hversu kalt vorið var nú í ár, tafðist sáning víðast hvar um tvær vikur að lágmarki og átti það við um kornbændur á öllu landinu.
 
Sveinn Sigurmundsson, hjá Bún­að­arsambandi Suðurlands, segir að veðrið hafi batnað mikið eftir 20. júní. Skrið á korninu hafi samt verið um hálfum mánuði á eftir meðalári. Hann segir að samdráttur hafi orðið í kornræktinni, bæði vegna þess hversu seint voraði en einnig séu margir orðnir þreyttir á miklum ágangi af völdum gæsa og álfta. „Kornið fór ekki að skríða fyrr en upp úr 20. júlí sem er 10 til 14 dögum seinna en í meðalári. Síðan þá hefur korninu farið vel fram og horfur á góðri uppskeru víðast ef sprettutíð kornsins verður hagstæð. Sjúkdómar og illgresi virðast með minna móti. Korn er víða óskorið enda tíðarfar óhagstætt. Sums staðar a.m.k. þar sem búið er að þreskja er uppskera mun meiri en í fyrra.“
 
Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum segir að búið sé að ná megninu í hús og uppskeran sé góð. „Síðustu daga hefur ekki verið hægt að þreskja restina vegna vætutíðar. Útlit er fyrir að þetta ár verði í góðu meðalári hér, hvað kornuppskeru varðar. Kornspretta fór seinna af stað vegna kulda í vor en eftir að hlýnaði í júlí tók kornið verulega við sér.“
 
Hálmur eingöngu nýttur
 
Sigurgeir B. Hreinsson, framkvæmda­stjóri Búgarðs í Eyjafirði, segir að ekki sé enn ljóst hvernig niðurstaðan verði, en útlitið sé ekki gott. „Þeir sem fengu korn sem hægt er að þreskja eru að því þessa dagana. Góð tíð í september gerði það að verkum að farið var eins seint í þreskingu og talið var óhætt. Það er hins vegar ljóst að á flestum bæjum var eingöngu hálmur sem nýttist. Án ábyrgðar skjótum við Guðmundur Helgi á að korn hafi eyðilagst á 75 prósent kornakra í frostinu í ágústlok – og þar sem er þreskt, er kornið lélegt.“
 
Eiríkur Loftsson í Skagafirði segir að sáning hafi verið með seinna móti miðað við meðalár. „Spírun var hæg vegna kulda en akrarnir urðu þéttir. Eins og kunnugt er var hitastig í sumar lágt og spretta hæg og skreið byggið almennt ekki fyrr en eftir miðjan júlí eða í lok júlí. Kornið fór ekki að fylla sig sem neinu nam fyrr en í lok ágúst en óvenju margir góðir dagar í september hafa gefið korninu þokkalega fyllingu. Skagfirðingar sluppu við frostnóttina sem skemmdi korn í Eyjafirði og kannski víðar og því hefur það verið að bæta í sig fram undir þetta.
 
Kornið er lítið farið að þorna og nokkuð um græna hliðarsprota og geld öx. Uppskeran er alveg þokkaleg einkum ef litið er til árferðis en gæði kornsins hafa oft verið meiri. Þresking hófst 23.september,“ segir Eiríkur. 
Framleiðsla á krefjandi tímum
Fréttir 6. desember 2022

Framleiðsla á krefjandi tímum

Fyrir skemmstu komu tveir fulltrúar frá landbúnaðartækjaframleiðandanum Kuhn í h...

Samvinna möguleg
Fréttir 6. desember 2022

Samvinna möguleg

Á Matvælaþingi matvælaráðuneytisins í Hörpu 22. nóvember flutti gestafyrirlesari...

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi
Fréttir 6. desember 2022

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi

Útflutningur á íslenskum gúrkum til Grænlands og Færeyja virðist hafa fest sig í...

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi
Fréttir 5. desember 2022

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi

Þrír starfsmenn Matvælastofnunar vekja athygli á nýjum lögum um dýralyf, í grein...

Fögur framtíðarsýn
Fréttir 5. desember 2022

Fögur framtíðarsýn

Svandís Svavarsdóttir matvæla­ráðherra kynnti á Matvælaþinginu drög að matvælast...

Þreifingar hafnar um útflutning
Fréttir 5. desember 2022

Þreifingar hafnar um útflutning

Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hóf nýlega framleiðslu á hafrajógúrt og hafra...

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands