Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Afsláttur á hrámjólk felldur niður en boðið upp á þróunarstyrki í staðinn
Mynd / BBL
Fréttir 30. desember 2016

Afsláttur á hrámjólk felldur niður en boðið upp á þróunarstyrki í staðinn

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Auðhumla, sem er samvinnufélag í eigu um 600 kúabænda og móðurfélag MS, hefur kynnt nýtt fyrirkomulag við sölu á hrámjólk sem tekur gildi um áramót. Það felur í sér að 11% afsláttur á hrámjólk til smærri og nýrri framleiðenda verður aflagður en þess í stað verður minni aðilum í mjólkurvinnslu boðið að sækja um þróunarstyrki til Auðhumlu svf.

Í fréttatilkynningu segir að með breytingunni sé það von Auðhumlu að fleiri sjái sér hag í að þróa vörur úr hágæðamjólk frá íslenskum kúabændum og þannig stuðla að öflugri vöruþróun sem og breiðara vöruúrvali neytendum til heilla.

Um 10 milljónir króna í þróunarstyrki

Bændablaðið sendi fyrirspurn til Auðhumlu þar sem spurt var um hversu miklir fjármunir verði lagðir í þróunarstyrki til minni framleiðenda. Í svari segir að umsóknir um styrkina muni ráða því en gert sé ráð fyrir að upphæðin verði sambærileg og lagðist til við beinan útlagðan kostnað Auðhumlu við fyrra fyrirkomulag. Sú upphæð var í kringum 10 milljónir á ársgrundvelli. Ekki er búið að móta úthlutunarreglur en í tilkynningu Auðhumlu segir að þær verði kynntar á nýju ári.

Fyrstu 300 þúsund lítrarnir fengust á bændaverði

Þann 7. september 2016 tók Auðhumla svf. við allri sölu á hrámjólk til kaupenda sem hafa afurðastöðvaleyfi. Sú sala var áður á hendi Mjólkursamsölunnar. Síðla árs 2015 hóf MS að bjóða smærri framleiðendum og nýjum aðilum fyrstu 300 þúsund lítra af hrámjólk á sama verði og samsalan greiddi bændum. Þetta fyrirkomulag verður aflagt en í tilkynningu segir að Auðhumla hætti að greiða beinan útlagðan kostnað við fyrstu 300.000 lítrana af hrámjólk til minni framleiðenda, s.s. flutning (dreifingu), rannsóknarkostnað, mjólkureftirlit, birgðakostnað o.fl. sem sannanlega leggst á innvigtaða mjólk og metin hefur verið af verðlagsnefnd.

Heildarsalan um 3 milljónir lítra á ári

Síðustu fjóra mánuði hefur Auðhumla selt um 1 milljón lítra til óskyldra aðila og hafa viðskiptin aukist jafnt og þétt. Ekki er óvarlegt að ætla að heildarþörf minni framleiðenda sé í kringum 3 milljónir lítra en heildarframleiðsla mjólkur á Íslandi er um 150 milljónir lítra á ári. Átta fyrirtæki hafa afurðastöðvaleyfi og helmingurinn eru minni afurðastöðvar. Ekkert takmark er á því hversu mikla hrámjólk minni afurðastöðvar geta keypt.

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...