Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Afsláttur á hrámjólk felldur niður en boðið upp á þróunarstyrki í staðinn
Mynd / BBL
Fréttir 30. desember 2016

Afsláttur á hrámjólk felldur niður en boðið upp á þróunarstyrki í staðinn

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Auðhumla, sem er samvinnufélag í eigu um 600 kúabænda og móðurfélag MS, hefur kynnt nýtt fyrirkomulag við sölu á hrámjólk sem tekur gildi um áramót. Það felur í sér að 11% afsláttur á hrámjólk til smærri og nýrri framleiðenda verður aflagður en þess í stað verður minni aðilum í mjólkurvinnslu boðið að sækja um þróunarstyrki til Auðhumlu svf.

Í fréttatilkynningu segir að með breytingunni sé það von Auðhumlu að fleiri sjái sér hag í að þróa vörur úr hágæðamjólk frá íslenskum kúabændum og þannig stuðla að öflugri vöruþróun sem og breiðara vöruúrvali neytendum til heilla.

Um 10 milljónir króna í þróunarstyrki

Bændablaðið sendi fyrirspurn til Auðhumlu þar sem spurt var um hversu miklir fjármunir verði lagðir í þróunarstyrki til minni framleiðenda. Í svari segir að umsóknir um styrkina muni ráða því en gert sé ráð fyrir að upphæðin verði sambærileg og lagðist til við beinan útlagðan kostnað Auðhumlu við fyrra fyrirkomulag. Sú upphæð var í kringum 10 milljónir á ársgrundvelli. Ekki er búið að móta úthlutunarreglur en í tilkynningu Auðhumlu segir að þær verði kynntar á nýju ári.

Fyrstu 300 þúsund lítrarnir fengust á bændaverði

Þann 7. september 2016 tók Auðhumla svf. við allri sölu á hrámjólk til kaupenda sem hafa afurðastöðvaleyfi. Sú sala var áður á hendi Mjólkursamsölunnar. Síðla árs 2015 hóf MS að bjóða smærri framleiðendum og nýjum aðilum fyrstu 300 þúsund lítra af hrámjólk á sama verði og samsalan greiddi bændum. Þetta fyrirkomulag verður aflagt en í tilkynningu segir að Auðhumla hætti að greiða beinan útlagðan kostnað við fyrstu 300.000 lítrana af hrámjólk til minni framleiðenda, s.s. flutning (dreifingu), rannsóknarkostnað, mjólkureftirlit, birgðakostnað o.fl. sem sannanlega leggst á innvigtaða mjólk og metin hefur verið af verðlagsnefnd.

Heildarsalan um 3 milljónir lítra á ári

Síðustu fjóra mánuði hefur Auðhumla selt um 1 milljón lítra til óskyldra aðila og hafa viðskiptin aukist jafnt og þétt. Ekki er óvarlegt að ætla að heildarþörf minni framleiðenda sé í kringum 3 milljónir lítra en heildarframleiðsla mjólkur á Íslandi er um 150 milljónir lítra á ári. Átta fyrirtæki hafa afurðastöðvaleyfi og helmingurinn eru minni afurðastöðvar. Ekkert takmark er á því hversu mikla hrámjólk minni afurðastöðvar geta keypt.

Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið
Fréttir 25. nóvember 2022

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið

Grænbók stjórnvalda um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa var birt í S...

Nytjaréttur viðurkenndur
Fréttir 24. nóvember 2022

Nytjaréttur viðurkenndur

Í nýrri skýrslu um stöðu og áskoranir þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða segi...

Átak í sálrænni líðan
Fréttir 24. nóvember 2022

Átak í sálrænni líðan

Í Skotlandi hefur verkefni verið hleypt af stokkunum sem á að gæta að geðrænni h...

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun
Fréttir 24. nóvember 2022

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun

Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsbreytinga, orkuskipta og nýsköp...

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar
Fréttir 23. nóvember 2022

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar

Hinir árlegu hrútafundir, þar sem hrútaskráin er kynnt og ræktunarmálin rædd, er...

Greiddu 465 milljónir kr.
Fréttir 23. nóvember 2022

Greiddu 465 milljónir kr.

Í lok október greiddi matvælaráðuneytið 465 milljónir króna til bænda sem álag á...

Mikil fjölgun íbúa
Fréttir 22. nóvember 2022

Mikil fjölgun íbúa

Íbúar Hvalfjarðarsveitar eru nú orðnir 750 og hefur þeim fjölgað um 63 íbúa frá ...