Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Afkvæmarannsóknir í sauðfjárrækt 2016
Mynd / TB
Fræðsluhornið 5. september 2016

Afkvæmarannsóknir í sauðfjárrækt 2016

Höfundur: Eyjólfur Ingvi Bjarnason, ráðunautur í sauðfjárrækt hjá RML
Fagráð í sauðfjárrækt ákvað í vetur að gera þær breytingar á reglum um styrkhæfar afkvæmarannsóknir frá því sem var í gildi sl. haust, að lágmarksfjöldi veturgamalla hrúta í samanburði skyldu vera 4 í stað 5 og að styrkurinn á hvern veturgamlan hrút skyldi hækka úr 2.000 kr. í 3.500 kr.  
 
Jafnframt að ef sú heildarupphæð sem áætluð er af fagfé til þessa verkefnis gengur ekki út mun styrkurinn hækka þannig að hann deilist jafnt út á alla veturgömlu hrútana. Reglur fyrir styrkhæfum afkvæmarannsóknum þetta haustið eru eftirfarandi:
  • Í samanburði þurfa að vera 5 hrútar og að lágmarki séu 4 af þeim veturgamlir (fæddir 2015). 
  • Undan hverjum hrúti þarf að ómmæla og stiga 8 lömb af sama kyni og hrúturinn þarf að eiga 15 afkvæmi með kjötmatsupplýsingar. 
  • Hrútarnir skulu hafa verið notaðir á sem jafnasta ærhópa þar sem aldur er blandaður. Ekki er tekinn gildur afkvæmadómur hrúta sem notaðir er á veturgamlar ær, nema allir hrútarnir í samanburðinum séu notaðir á veturgamlar ær (gemlinga). 
  • Ganga þarf frá afkvæma­rannsókninni í Fjárvís.is (vista uppgjörið).  Þeir sem ekki eru í netskilum leiti aðstoðar hjá ráðunautum RML. 
  • Tilkynna þarf að uppgjöri sé lokið með því að senda tölvupóst á ee@bondi.is
 
Tekið skal fram að ekki eru takmörk fyrir því hve margir hrútar geta verið með í  rannsókninni umfram lágmarkskröfur og greiddur er styrkur á alla veturgamla hrúta sem eru með í samanburðinum.
 
Skilyrðin sem sett hafa verið varðandi veturgömlu hrútana hafa þann tilgang að hvetja til aukinnar notkunar á lambhrútum og markvissrar prófunar á þeim með það fyrir sjónum að hraða erfðaframförum í stofninum. Líkt og bændur þekkja eru vel útfærðar afkvæmaprófanir ákaflega skilvirk leið til þess að meta gildi hrútanna sem ræktunargripa m.t.t. skrokkgæða. 
Embluverðlaununum frestað fram í júní
Fréttir 26. janúar 2022

Embluverðlaununum frestað fram í júní

Vegna kórónuveirufaraldursins hefur verkefnastjórn norrænu matvælaverðlaunanna E...

Lagt til að 700 milljóna króna stuðningur fari í niðurgreiðslu á hverju keyptu tonni
Fréttir 26. janúar 2022

Lagt til að 700 milljóna króna stuðningur fari í niðurgreiðslu á hverju keyptu tonni

Í fjárlögum ársins 2022 er gert ráð fyrir 700 milljóna króna stuðningi við bændu...

Tritrichomonas greindist í ketti
Fréttir 26. janúar 2022

Tritrichomonas greindist í ketti

Sníkjudýrið Tritrichomonas foetus greindist nýverið í fyrsta sinn á Íslandi, í s...

Fjallalax fær rekstrarleyfi vegna fiskeldis
Fréttir 26. janúar 2022

Fjallalax fær rekstrarleyfi vegna fiskeldis

Matvælastofnun hefur veitt Fjallalax ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis að Hallkel...

DEUTZE-FAHR lagt á 12 glerflöskur
Fréttir 26. janúar 2022

DEUTZE-FAHR lagt á 12 glerflöskur

Í mars 2021 var sett heims­met með stórri fagurgrænni DEUTZE-FAHR TTV Warrior tö...

Endurbygging hefst í mars á hluta Snæfellsvegar
Fréttir 26. janúar 2022

Endurbygging hefst í mars á hluta Snæfellsvegar

Skrifað hefur verið undir samning um framkvæmd við Snæfellsveg, nr. 54, á milli ...

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna
Fréttir 25. janúar 2022

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna

Fjögur félagasamtök verða styrkt til verkefna sem lúta að hreinsun strandlengju ...

Riða greindist í skimunarsýni
Fréttir 25. janúar 2022

Riða greindist í skimunarsýni

Matvælastofnun barst fyrir skömmu tilkynning frá Tilraunastöð HÍ að Keldum um að...