Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Afkvæmarannsóknir í sauðfjárrækt 2016
Mynd / TB
Á faglegum nótum 5. september 2016

Afkvæmarannsóknir í sauðfjárrækt 2016

Höfundur: Eyjólfur Ingvi Bjarnason, ráðunautur í sauðfjárrækt hjá RML
Fagráð í sauðfjárrækt ákvað í vetur að gera þær breytingar á reglum um styrkhæfar afkvæmarannsóknir frá því sem var í gildi sl. haust, að lágmarksfjöldi veturgamalla hrúta í samanburði skyldu vera 4 í stað 5 og að styrkurinn á hvern veturgamlan hrút skyldi hækka úr 2.000 kr. í 3.500 kr.  
 
Jafnframt að ef sú heildarupphæð sem áætluð er af fagfé til þessa verkefnis gengur ekki út mun styrkurinn hækka þannig að hann deilist jafnt út á alla veturgömlu hrútana. Reglur fyrir styrkhæfum afkvæmarannsóknum þetta haustið eru eftirfarandi:
  • Í samanburði þurfa að vera 5 hrútar og að lágmarki séu 4 af þeim veturgamlir (fæddir 2015). 
  • Undan hverjum hrúti þarf að ómmæla og stiga 8 lömb af sama kyni og hrúturinn þarf að eiga 15 afkvæmi með kjötmatsupplýsingar. 
  • Hrútarnir skulu hafa verið notaðir á sem jafnasta ærhópa þar sem aldur er blandaður. Ekki er tekinn gildur afkvæmadómur hrúta sem notaðir er á veturgamlar ær, nema allir hrútarnir í samanburðinum séu notaðir á veturgamlar ær (gemlinga). 
  • Ganga þarf frá afkvæma­rannsókninni í Fjárvís.is (vista uppgjörið).  Þeir sem ekki eru í netskilum leiti aðstoðar hjá ráðunautum RML. 
  • Tilkynna þarf að uppgjöri sé lokið með því að senda tölvupóst á ee@bondi.is
 
Tekið skal fram að ekki eru takmörk fyrir því hve margir hrútar geta verið með í  rannsókninni umfram lágmarkskröfur og greiddur er styrkur á alla veturgamla hrúta sem eru með í samanburðinum.
 
Skilyrðin sem sett hafa verið varðandi veturgömlu hrútana hafa þann tilgang að hvetja til aukinnar notkunar á lambhrútum og markvissrar prófunar á þeim með það fyrir sjónum að hraða erfðaframförum í stofninum. Líkt og bændur þekkja eru vel útfærðar afkvæmaprófanir ákaflega skilvirk leið til þess að meta gildi hrútanna sem ræktunargripa m.t.t. skrokkgæða. 
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...