Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Afkvæmarannsóknir í sauðfjárrækt 2016
Mynd / TB
Á faglegum nótum 5. september 2016

Afkvæmarannsóknir í sauðfjárrækt 2016

Höfundur: Eyjólfur Ingvi Bjarnason, ráðunautur í sauðfjárrækt hjá RML
Fagráð í sauðfjárrækt ákvað í vetur að gera þær breytingar á reglum um styrkhæfar afkvæmarannsóknir frá því sem var í gildi sl. haust, að lágmarksfjöldi veturgamalla hrúta í samanburði skyldu vera 4 í stað 5 og að styrkurinn á hvern veturgamlan hrút skyldi hækka úr 2.000 kr. í 3.500 kr.  
 
Jafnframt að ef sú heildarupphæð sem áætluð er af fagfé til þessa verkefnis gengur ekki út mun styrkurinn hækka þannig að hann deilist jafnt út á alla veturgömlu hrútana. Reglur fyrir styrkhæfum afkvæmarannsóknum þetta haustið eru eftirfarandi:
  • Í samanburði þurfa að vera 5 hrútar og að lágmarki séu 4 af þeim veturgamlir (fæddir 2015). 
  • Undan hverjum hrúti þarf að ómmæla og stiga 8 lömb af sama kyni og hrúturinn þarf að eiga 15 afkvæmi með kjötmatsupplýsingar. 
  • Hrútarnir skulu hafa verið notaðir á sem jafnasta ærhópa þar sem aldur er blandaður. Ekki er tekinn gildur afkvæmadómur hrúta sem notaðir er á veturgamlar ær, nema allir hrútarnir í samanburðinum séu notaðir á veturgamlar ær (gemlinga). 
  • Ganga þarf frá afkvæma­rannsókninni í Fjárvís.is (vista uppgjörið).  Þeir sem ekki eru í netskilum leiti aðstoðar hjá ráðunautum RML. 
  • Tilkynna þarf að uppgjöri sé lokið með því að senda tölvupóst á ee@bondi.is
 
Tekið skal fram að ekki eru takmörk fyrir því hve margir hrútar geta verið með í  rannsókninni umfram lágmarkskröfur og greiddur er styrkur á alla veturgamla hrúta sem eru með í samanburðinum.
 
Skilyrðin sem sett hafa verið varðandi veturgömlu hrútana hafa þann tilgang að hvetja til aukinnar notkunar á lambhrútum og markvissrar prófunar á þeim með það fyrir sjónum að hraða erfðaframförum í stofninum. Líkt og bændur þekkja eru vel útfærðar afkvæmaprófanir ákaflega skilvirk leið til þess að meta gildi hrútanna sem ræktunargripa m.t.t. skrokkgæða. 
Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...