Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Afkvæmarannsóknir  í sauðfjárrækt 2016
Mynd / smh
Fræðsluhornið 27. janúar 2017

Afkvæmarannsóknir í sauðfjárrækt 2016

Höfundur: Eyþór Einarsson, ábyrgðamaður í sauðfjárrækt hjá RML
Gerðar voru upp afkvæmarannsóknir á 82 búum  sem uppfylla skilyrði fagráðs í sauðfjárrækt sem styrkhæfar afkvæmarannsóknir. Alls eru 844 hrútar prófaðir og þar af 518 veturgamlir.  Markmiðið með þessari vinnu er, eins og flestir bændur þekkja, að stuðla almennt að nákvæmara úrvali fyrir skrokkgæðum, að stuðla að því að veturgamlir hrútar séu metnir út frá afkvæmadómi og að auka notkun á lambhrútum.  
 
Þá eru ómmælingarnar besta leiðin í dag til að bæta raunveruleg skrokkgæði með mælingu á einum dýrmætasta vöðva skrokksins og styrkurinn fyrst og fremst til að koma á móts við vinnu sem það felur í sér.  Þátttakan í ár er næstum helmingi meiri en í fyrra og skýrist það að hluta af breyttum skilyrðum um lágmarksfjölda veturgamalla hrúta, en þau voru lækkuð úr 5 hrútum í 4 og síðan aukinni eftirfylgni ráðunauta gagnvart því að rannsóknirnar séu unnar.  Mest þátttaka í afkvæmarannsóknum var í Strandasýslu, Dalasýslu og Skagafirði þar sem 9 til 10 bú ná að uppfylla skilyrðin.   
 
Yfirburðahrútar eru mjög verðmætir
 
Í meðfylgjandi töflu eru listaðir upp þeir hrútar sem ná 120 stigum eða hærra í heildareinkunn. Heildareinkunnin er meðaltal einkunna fyrir þá þrjá þætti, en þær byggja á fallþunga, líflambamati og kjötmatsniðurstöðum. Einkunnir byggja á frávikum hrútanna frá meðaltali afkvæmarannsóknar á viðkomandi búi og því er hæpið að bera heildareinkunn þeirra saman milli búa.  Hrútar sem sýna mikla yfirburði eru að sjálfsögðu mjög verðmætir fyrir viðkomandi bú og oft eru þetta hrútar sem jafnframt gætu átt erindi sem sæðingastöðvahrútar. Gjarnan er þá reynt að prófa hrútana frekar í sérstökum afkvæmarannsóknum fyrir úrvalshrúta á viðkomandi svæði. Mjög jafnar niðurstöður geta þýtt að enginn hrútur sé afgerandi góður eða enginn afgerandi slæmur. Því má t.d. ætla að ólíklegra sé að hrútar sýni mikið útslag í rannsókn þar sem úrvalshrútum hefur verið safnað saman.
 
Saumur á flesta hrúta í afkvæmarannsóknum
 
Sá hrútur sem á langflesta (38) hrúta í afkvæmarannsóknum er Saumur 12-915 frá Ytri-Skógum.  Þá er allstór hópur undan Hvata 13-926, Sprota 12-936, Bósa 08-901, Bekra 12-911, Kölska 10-920 og Tjaldi 11-922. Sé hinsvegar skoðaðir feður hrúta sem ná 110 eða hærra í heildareinkunn eru þeir Saumur 12-915 og Hvati 13-926 atkvæðamestir.  
 
Sá hrútur sem mest útslag gerði í haust heitir Dúddi 14-699 til heimils að Hlíð í Hörðudal. Hrútur þessi var fenginn frá Ósi við Akranes, en er í móðurætt frá Oddstöðum í Lundarreykjardal og í föðurætt rekur hann sig til Kvists 07-866 frá Klifmýri. Dúddi sýnir geysilega yfirburð á búinu hvað varðar holdfyllingu og þroska lamba sem skilar honum þessari háu einkunn.  Í þessum samanburði eru 12 hrútar og ríflegur fjöldi lamba að baki hverjum þeirra, sem styrkir þennan dóm. Á Ketilseyri í Dýrafirði voru 9 hrútar í samanburði. Þar er einnig tveggja vetra hrútur sem stendur á toppnum, Frosti 14-052. Hann var líka afgerandi hæstur á Ketilseyri haustið 2015 og sannar því aftur yfirburði sýna sem felast í geysilega góðri holdfyllingu, þykkum bakvöðva og hóflegri fitu. Frosti er sonur Guðna 09-902 frá Mýrum 2 og í móðurætt má rekja ættir í Tengil 05-830 frá Brekku og Bifur 06-994 frá Hesti.  Þriðji efsti hrúturinn á listanum er frá Hróðnýjarstöðum í Laxárdal, Ylur 14-522. Ylur er út af Svala 10-862 frá Melum í föðurætt og Spak 03-976 frá Broddanesi í móðurætt. Á síðasta ári skipaði Ylur annað sætið í afkvæmarannsókn búsins en þá stóð faðir hans Illur 12-532 efstur.  
 
Nánari umfjöllun um niðurstöður afkvæmarannsókna verður aðgengileg inni á www.rml.is þar sem undirritaður, ásamt Árna B. Bragasyni, gera niðurstöðum frá hverju búi skil.
 
 
Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...

Landselastofninn við sögulegt lágmark
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaða...

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst
Fréttir 2. desember 2021

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst

Fyrsta helgin í sölu íslenskra jólatrjáa er nú fram undan í íslenskum jólaskógum...

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða m...

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum
Fréttir 2. desember 2021

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum

Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfð...

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu
Fréttir 2. desember 2021

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu

„Mér finnst ég standa inni í málaflokki sem er bæði tengdur sterkt inn í fortíð ...