Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Afkomuvöktun og ráðgjöf í búrekstri útvíkkuð
Fréttir 30. maí 2025

Afkomuvöktun og ráðgjöf í búrekstri útvíkkuð

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Atvinnuvegaráðuneytið og RML gera breiðari samning um afkomuvöktun og ráðgjöf í búrekstri fyrir árin 2025–2026.

Atvinnuvegaráðuneytið hefur gert samning við Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins um afkomuvöktun og ráðgjöf í búrekstri fyrir árin 2025-2026. Markmið samningsins er skv. frétt ráðuneytisins að þróa rekstrargreiningar og viðhalda þeim, og bæta hagtölusöfnun. Jafnframt á að efla rekstrar- og loftslagsráðgjöf til bænda og tryggja afkomuvöktun sem nýtist stjórnvöldum og atvinnugreininni til ákvarðanatöku og stefnumótunar.

Verkefnið mun byggt á fyrri samstarfsverkefnum ráðuneytisins og RML, sem beindust að söfnun og greiningu rekstrargagna frá sauðfjárbúum, auk eflingar rekstrarráðgjafar og þróunar leiða til bættrar afkomu. Samkvæmt samningnum verður verkefnið útvíkkað og nær þannig til fleiri búgreina. Það samræmist stefnu stjórnvalda eins og hún birtist í aðgerðaáætlunum landbúnaðarstefnu og loftslagsmála. Þekking og reynsla sem aflað hefur verið í gegnum verkefnið nýtist jafnframt í tengdum verkefnum, þar á meðal Loftslagsvænum landbúnaði.

Með samningnum er lögð áhersla á að veita bændum heildstæða ráðgjöf sem sameinar búrekstrar- og loftslagsþætti. Slík samþætt nálgun stuðlar að betri nýtingu aðfanga og getur þannig leitt til bættrar afkomu í búrekstri.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...