Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins.
Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins.
Fréttir 30. nóvember 2015

Af jörðu ertu kominn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýtt svæðisskipulag – Höfuð­borgar­svæðið 2040 var samþykkt í sumar. Það er stefna allra sjö sveitarfélaganna innan höfuðborgarsvæðisins sem nær frá Kjósarhreppi í norðri til Hafnarfjarðar í suðri. 

Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins, flutti erindi um skipulagið á örfyrirlestraröð Árs jarðvegs fyrir skömmu.

Hrafnkell segir að þótt fókusinn sé að miklu leyti á borgarsvæðið þá sé einnig skýr stefna um að vernda verðmætt ræktarland utan þéttbýlis og nýta græn svæði innan borgarsvæðisins á fjölbreyttari máta en nú er gert.

Aukinn vöxtur stærsta áskorunin

„Á höfuðborgarsvæðinu er eina borgarsvæði landsins og þar búa ríflega 200 þúsund manns á samhangandi byggð frá Hafnarfirði í suðri til Mosfellsbæjar í norðri og er ein stærsta áskorun sem höfuðborgarsvæðið stendur fyrir aukinn vöxtur. 

Samkvæmt mannfjöldaspám svæðisskipulagsins má gera ráð fyrir að á næstu 25 árum muni íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölga um 70.000. Það eru jafn margir íbúar og búa samanlagt í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi, eða á öllu suðursvæðinu. 

Vöxtur eins og þessi kallar  á breytingar og höfuðborgarsvæðið mun líta allt öðruvísi út árið 2040 en við þekkjum í dag. Þetta ættu í sjálfu sér ekki að vera nein tíðindi en engu að síður góð áminning.“

Sagan ekki endurtekin

Hrafnkell segir að höfuðborgarsvæðið hafi áður gengið í gegnum ámóta vaxtarskeið. „Frá 1985 til 2012 fjölgaði íbúum þar um ríflega 70 þúsund. Þegar rýnt er í þann vöxt er ljóst að sagan verður ekki endurtekin svo auðveldlega og að það er alls ekki æskilegt.

Árið 1985 þakti borgarbyggðin 2.450 hektara og þéttleikinn var 54 íbúar á hektara. Til að byggja fyrir þau 70 þúsund sem bættust við til ársins 2012 voru teknir 3.340 hektarar undir byggð. Í dag fara um 5.800 hektarar undir borgarlandið og þéttleikinn kominn niður í 36 íbúa á hektara. 

Til samanburðar má benda á að ef við hefðum haldið sama þéttleika og var árið 1985 þá færu um 3.800 hektarar undir sama íbúafjölda. Það má því segja að við höfum tekið um 2.000 hektara undir byggðina sem auðveldlega hefði verið hægt að sleppa, 2.000 hektarar sem hefðu getað verið náttúrulegir og haft óbreyttan jarðveg og vistkerfi.

Þetta dreifða byggðamynstur hefur þau áhrif á ferðavenjur að bíllinn er helsti valkosturinn. Aukin bílaeign kallar svo á að ennþá meira svæði sé tekið undir bílastæði og önnur samgöngumannvirki. Þetta er vítahringur sem átak þarf til að losa sig úr.“

Sáttmáli um byggðaþróun

„Í nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins er sáttmáli sveitarfélaganna um að þróun næsta aldafjórðunginn leiði af sér þéttari byggð og eflingu vistvænna ferðamáta,“ segir Hrafnkell.

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð
Fréttir 11. desember 2023

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar (MA...

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli
Fréttir 11. desember 2023

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli

Norrænt ráð 25 ungmenna frá öllum Norðurlöndum sat nýlega fund með norrænum ráðh...

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...