Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Af hverju missir lerki ekki alltaf barrið á veturna?
Gamalt og gott 25. október 2013

Af hverju missir lerki ekki alltaf barrið á veturna?

Lerki missir yfirleitt barrið á veturna og er meðal örfárra tegunda barrtrjáa sem það gerir. Einstök lerkitré missa þó ekki nálarnar eðlilega á haustin og tolla brúnar og visnaðar nálar á þeim yfir veturinn og jafn vel fram á næsta vor.
Meðal trjáa hafa þróast tvær mismunandi leiðir til að forðast skaða yfir veturinn. Flestar tegundir lauftrjáa, og til dæmis lerki meðal barrtrjáa, mynda tiltölulega þunn og „ódýr“ laufblöð sem lifa aðeins eitt sumar og er síðan hent um haustið, oft eftir myndarlega skrautsýningu haustlita. Flestar tegundir barrtrjáa, og til dæmis alparósir meðal laufrunna, mynda hins vegar tiltölulega þykk og „dýr“ laufblöð, oft með þykkri vaxhúð, sem gerir þeim kleyft að lifa af einn eða fleiri vetur á trénu. Þessar mismunandi leiðir hafa þróast í tímans rás undir mismunandi kringumstæðum og virðist hvorug betri en hin.

Hjá öllum eðlilegum trjám er frumulag neðst í blaðstilkum laufblaða/nála sem er viðkvæmt fyrir plöntuhormóninu absissínsýru. Hjá sumargrænum trjám myndast absissínsýra í öllum laufblöðum á hverju hausti, frumulag þetta leysist upp og blöðin falla af trjánum. Hjá sígrænum trjám myndast absissínsýra í blöðum sem eru orðin nokkurra ára gömul og þau falla af trjánum, það er einn árgangur blaða/nála á ári, en yngri blöð/nálar falla ekki.
Lerkitré sem ekki missa nálarnar á haustin eru sennilega með erfðagalla sem felst annað hvort í því að nálarnar mynda ekki næga absissínsýru eða að frumurnar í umræddu frumulagi eru ekki nægilega viðkvæmar fyrir absissínsýru.

Byggt á svari Þrastar Eysteinssonar, sviðsstjóra þjóðskóganna hjá Skógrækt ríkisins, á Vísindavef Háskóla Íslands, en hann tók einnig meðfylgjandi mynd.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...