Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Af hverju missir lerki ekki alltaf barrið á veturna?
Gamalt og gott 25. október 2013

Af hverju missir lerki ekki alltaf barrið á veturna?

Lerki missir yfirleitt barrið á veturna og er meðal örfárra tegunda barrtrjáa sem það gerir. Einstök lerkitré missa þó ekki nálarnar eðlilega á haustin og tolla brúnar og visnaðar nálar á þeim yfir veturinn og jafn vel fram á næsta vor.
Meðal trjáa hafa þróast tvær mismunandi leiðir til að forðast skaða yfir veturinn. Flestar tegundir lauftrjáa, og til dæmis lerki meðal barrtrjáa, mynda tiltölulega þunn og „ódýr“ laufblöð sem lifa aðeins eitt sumar og er síðan hent um haustið, oft eftir myndarlega skrautsýningu haustlita. Flestar tegundir barrtrjáa, og til dæmis alparósir meðal laufrunna, mynda hins vegar tiltölulega þykk og „dýr“ laufblöð, oft með þykkri vaxhúð, sem gerir þeim kleyft að lifa af einn eða fleiri vetur á trénu. Þessar mismunandi leiðir hafa þróast í tímans rás undir mismunandi kringumstæðum og virðist hvorug betri en hin.

Hjá öllum eðlilegum trjám er frumulag neðst í blaðstilkum laufblaða/nála sem er viðkvæmt fyrir plöntuhormóninu absissínsýru. Hjá sumargrænum trjám myndast absissínsýra í öllum laufblöðum á hverju hausti, frumulag þetta leysist upp og blöðin falla af trjánum. Hjá sígrænum trjám myndast absissínsýra í blöðum sem eru orðin nokkurra ára gömul og þau falla af trjánum, það er einn árgangur blaða/nála á ári, en yngri blöð/nálar falla ekki.
Lerkitré sem ekki missa nálarnar á haustin eru sennilega með erfðagalla sem felst annað hvort í því að nálarnar mynda ekki næga absissínsýru eða að frumurnar í umræddu frumulagi eru ekki nægilega viðkvæmar fyrir absissínsýru.

Byggt á svari Þrastar Eysteinssonar, sviðsstjóra þjóðskóganna hjá Skógrækt ríkisins, á Vísindavef Háskóla Íslands, en hann tók einnig meðfylgjandi mynd.

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi
Fréttir 31. maí 2023

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi

Matvælaráðherra úthlutaði nýlega styrkjum til þróunarverkefna búgreina, um 93 mi...