Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Mörk á Laxárdal, saumuð mynd eftir Sigríði. Gamalt höfuðból í eyðidal,
þar sem Sigríður fæddist og foreldrar hennar bjuggu.
Mörk á Laxárdal, saumuð mynd eftir Sigríði. Gamalt höfuðból í eyðidal, þar sem Sigríður fæddist og foreldrar hennar bjuggu.
Lesendarýni 23. janúar 2015

Af degi blánar nýjum

Höfundur: IHJ & GÞJ Selfossi.
Vetur og vos, hálka og hlákur, byljir og barningur hafa þrengt að vegfarendum síðan í nóvember. Haustið var milt og stundum blítt, en svo fóru lægðirnar að sækja í sig veðrið. 
 
En aftur að sólunni sveigir nú heimskautið kalda og rokur undir Hafnarfjalli, á Þverárfjalli, í Víkurskarði og hvað sem þessir veðurnæmu staðir heita, þær fara að ganga í sig og ökumenn á frónskum vegum  þekkja að þrauka þarf þorrann, góu og einmánuð til hörpu og sumarkomu.
 
Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum kvað:
 
Dregur úr Ránar dimmum þyt,
af degi blánar nýjum.
Sveipar gljána silfurlit
svalur máni í skýjum.
 
Síðastliðið vor var kynnt í þessu blaði bænda handverks­sýning í Ártúnum, sem stóð í 17 daga og laðaði að sér 350 gesti, nokkra utan af Skaga, aðra vestan af Akranesi, sunnan af Skeiðum, austan úr Kelduhverfi og fjölmörgum bæjum öðrum. Má ætla Bændablaðið gott til kynningar en veðurguðir létu ekki heldur sitt eftir liggja og  blessuð sólin gleymdi ekki að skína í Blöndudalinn þessa daga. Húsmóðirin og handverkskonan  SÓl tók á móti gestum með kaffi og pönnukökum en börn hennar gengu með gestum um stofur hússins,  sýningarsalinn og rifjuð voru upp gömul kynni, ættvísi, sagnir og önnur fræði sem hæfðu stund og stað. Tilefni sýningar­innar var níræðis­afmæli Sigríðar á árinu og vitneskja ættingjanna um myndir hennar og handavinnu sem reyndust mun fleiri og meiri að vöxtum en nokkurn óraði fyrir. 
 
Við í Ártúna­fjölskyldunni þökkum þessum gestum góða komu og viljum senda þeim óskir um gott ár og gjöfult til drjúgra verka, hlýrra hugrenninga og góðrar heilsu. 
 

3 myndir:

Nýir liðsmenn Bændablaðsins
Fréttir 21. júní 2024

Nýir liðsmenn Bændablaðsins

Lesendur hafa kannski tekið eftir nýjum efnisþáttum í blaðinu í vor. Hugarleikfi...

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun
Fréttir 21. júní 2024

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun

Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aðgengi að 3,2 milljarða króna fjármög...

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...