Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Folaldið Jóla-Drífa með móður sinni, Litbrá frá Sölvholti.
Folaldið Jóla-Drífa með móður sinni, Litbrá frá Sölvholti.
Mynd / Páll Imsland
Líf og starf 16. janúar 2017

Ævintýrið um Jóla-Drífu

Höfundur: Páll Imsland
Hryssan Litbrá frá Sölvholti, sem fædd er vorið 2012, kastaði sínu fyrsta folaldi núna nokkrum dögum fyrir jól og fékk sú litla nafnið Jóla-Drífa. 
 
Hún fannst í snjónum á að giska dags- eða tveggja daga gömul á sólstöðum og er fædd svo nærri vetrarsólstöðum að hún hefur líklega aldrei litið mót hnígandi sól. 
 
Jóla-Drífa er spræk og hefur ekki tekið drífuna sem gerði á hana nýfædda nærri sér.
 
Litbrá var í stóði sumarið 2015 en hefur ekki fyljast eins og hinar hryssurnar eða misst fyl snemma. Hins vegar hefur hún verið móttækileg um miðjan janúar 2016 og þá fest fang. Um það leyti var verið að taka hauststóðin heim til að snyrta þau, örmerkja og gefa ormalyf, raga niður í hópa fyrir vetrarbeit, taka sláturhross og seld folöld úr hópunum og fjarlægja stóðhestana, sem gagnast höfðu hryssunum um sumarið og annað þess háttar. 
 
Óvist um faðernið
 
Folarnir tveir höfðu unað með hryssunum um haustið í sátt og samlyndi í tveim hjörðum sem gátu þó haft samgang. Í haustbeitarhópinn komust líka stutta stund fjórir veturgamlir folar ógeltir, eins og getur gerst, og enginn veit því að sinni hver faðir Jóla-Drífu er, en það finnst út úr því áður yfir lýkur, annaðhvort út frá litaerfðum eða með DNA-greiningu.
 
Jóla-Drífa er spræk og hefur ekki tekið drífuna sem gerði á hana nýfædda nærri sér. Hún er nú á húsi við besta atlæti og unir hag sínum vel, leikur sér og þroskast vel. Móðir hennar er brúnlitförótt en sjálf er Jóla-Drífa ennþá aðeins rauð að sjá, hvað sem síðar kemur í ljós.
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...