Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Folaldið Jóla-Drífa með móður sinni, Litbrá frá Sölvholti.
Folaldið Jóla-Drífa með móður sinni, Litbrá frá Sölvholti.
Mynd / Páll Imsland
Líf og starf 16. janúar 2017

Ævintýrið um Jóla-Drífu

Höfundur: Páll Imsland
Hryssan Litbrá frá Sölvholti, sem fædd er vorið 2012, kastaði sínu fyrsta folaldi núna nokkrum dögum fyrir jól og fékk sú litla nafnið Jóla-Drífa. 
 
Hún fannst í snjónum á að giska dags- eða tveggja daga gömul á sólstöðum og er fædd svo nærri vetrarsólstöðum að hún hefur líklega aldrei litið mót hnígandi sól. 
 
Jóla-Drífa er spræk og hefur ekki tekið drífuna sem gerði á hana nýfædda nærri sér.
 
Litbrá var í stóði sumarið 2015 en hefur ekki fyljast eins og hinar hryssurnar eða misst fyl snemma. Hins vegar hefur hún verið móttækileg um miðjan janúar 2016 og þá fest fang. Um það leyti var verið að taka hauststóðin heim til að snyrta þau, örmerkja og gefa ormalyf, raga niður í hópa fyrir vetrarbeit, taka sláturhross og seld folöld úr hópunum og fjarlægja stóðhestana, sem gagnast höfðu hryssunum um sumarið og annað þess háttar. 
 
Óvist um faðernið
 
Folarnir tveir höfðu unað með hryssunum um haustið í sátt og samlyndi í tveim hjörðum sem gátu þó haft samgang. Í haustbeitarhópinn komust líka stutta stund fjórir veturgamlir folar ógeltir, eins og getur gerst, og enginn veit því að sinni hver faðir Jóla-Drífu er, en það finnst út úr því áður yfir lýkur, annaðhvort út frá litaerfðum eða með DNA-greiningu.
 
Jóla-Drífa er spræk og hefur ekki tekið drífuna sem gerði á hana nýfædda nærri sér. Hún er nú á húsi við besta atlæti og unir hag sínum vel, leikur sér og þroskast vel. Móðir hennar er brúnlitförótt en sjálf er Jóla-Drífa ennþá aðeins rauð að sjá, hvað sem síðar kemur í ljós.
Upphækkuð matjurtabeð hafa slegið í gegn á Akureyri
Fréttir 23. júní 2025

Upphækkuð matjurtabeð hafa slegið í gegn á Akureyri

Í gömlu ræktunarstöðinni við Krókeyri á Akureyri eru matjurtagarðar bæjarins þar...

Aukinn útflutningur á reiðhestum
Fréttir 23. júní 2025

Aukinn útflutningur á reiðhestum

Útflutningur á hrossum sveiflast nokkuð milli ára en samkvæmt gögnum Hagstofunna...

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...