Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Alls verður einum milljarði króna varið í átak til leitar og nýtingar jarðhita á
árunum 2025–2028.
Alls verður einum milljarði króna varið í átak til leitar og nýtingar jarðhita á árunum 2025–2028.
Mynd / ghp
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Höfundur: Þröstur Helgason

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem nýta jarðhita til húshitunar og þeirra 10% heimila landsins sem enn þurfa að nota aðrar leiðir til húshitunar.

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, kynnti í liðinni viku stærsta jarðhitaátak sem farið hefur verið í hér á landi á þessari öld. Verkefnið á að gagnast þeim sem nota aðrar leiðir en jarðhita til að hita heimili sín:

„Það er rándýrt, óhagkvæmt og ósanngjarnt og við þurfum að ná þessu hlutfalli hratt niður á næstu árum,“ sagði Jóhann Páll af tilefninu. „Með árangri í leit og nýtingu jarðhita munum við lækka húshitunarkostnað heimila þar sem hann er mestur, en ekki síður létta kostnaði af fyrirtækjunum, af sveitarfélögum og grunnþjónustu, skólum og hjúkrunarheimilum, á köldum og krefjandi svæðum. Þetta er grundvallaratriði fyrir verðmætasköpun og byggðaþróun í landinu.“

Milljarður í leitar- og nýtingarátak

Alls verður einum milljarði króna varið í átak til leitar og nýtingar jarðhita á árunum 2025–2028.

Áhersla verður lögð á stuðning við nýtingu jarðhita til almennrar húshitunar á svæðum þar sem nú er notuð raforka og/eða olía til húshitunar. Verður við styrkveitingar m.a. horft til þess að nokkur þekking sé þegar til staðar á jarðhita viðkomandi svæðis og að vísbendingar séu um að finna megi heitt vatn sem hægt sé að nýta beint inn á hitaveitu, eða volgt vatn í nægilegu magni svo nýta megi á miðlæga varmadælu á svæðum.

2,5 milljarðar í niðurgreiðslur

Rafhitun á Íslandi nemur á bilinu 600–650 GWst og af því eru um 320 GWst niðurgreiddar. Um 300 GWst eru óniðurgreiddar, mest hjá fyrirtækjum og stofnunum. Á þessu ári verður rúmlega 2,5 milljörðum króna varið í niðurgreiðslur húshitunar á rafhituðum svæðum.

Styrkir verða veittir til sveitarfélaga, orkufyrirtækja eða aðila sem vinna í þeirra umboði og getur styrkupphæð fyrir hvert verkefni numið allt að tveimur þriðju af heildarkostnaði þess gegn mótframlagi umsækjanda. Verkefnin geta snúið að því að hefja nýtingu þar sem það á við eða að frekari rannsóknum með vísan í fyrri niðurstöður.

Loftslags- og orkusjóður hefur umsjón með framkvæmd átaksins sem auglýst verður á næstu dögum.

Skylt efni: jarðhiti

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...