Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ætlar að verða hestatemjari og bóndi
Fólkið sem erfir landið 5. september 2018

Ætlar að verða hestatemjari og bóndi

Eva Rut Tryggvadóttir, 12 ára, hafði samband við ritstjórn Bændablaðsins og vildi gerast áskrifandi. Það er ekki á hverjum degi sem svo ánægjuleg áskriftarbeiðni berst þannig að ákveðið var að gefa Evu Rut áskriftina í það minnsta næsta hálfa árið.  
 
Eva Rut hefur alltaf haft mikinn áhuga á dýrum. Hún á langömmu og -afa í Grindavík sem eru með kindur og hefur hún því tekið virkan þátt í sauðburði og réttum frá því hún man eftir sér. Hún á eina kind hjá þeim sem heitir Gullbrá en hana dreymir um að eignast hest og hund.
 
Nafn: Eva Rut Tryggvadóttir.
 
Aldur: 12 ára.
 
Stjörnumerki: Hrútur.
 
Búseta: Björtusalir 6 í Kópavogi.
 
Skóli: Salaskóli.
 
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir, smiðjur, náttúrufræði og frímínútur.
 
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hestur.
 
Uppáhaldsmatur: Píta.
 
Uppáhaldshljómsveit: Skóla­hljómsveit Kópavogs.
 
Uppáhaldskvikmynd: Spirit (hestamynd).
 
Fyrsta minning þín? Þegar sósan sem átti að fara á pitsuna sprautaðist í hárið á mér.
 
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi djassballett, er í skátum og svo spila ég á klarinett. En svo langar mig að æfa hestaíþróttir.
 
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Hestatemjari og bóndi.
 
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Að vera á berbaki og fara á stökk.
 
Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Ég fór í hestasumarbúðir í Hestheimum, fór til Vestmannaeyja, til útlanda, á skátamót og í bústað.
 
Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...