Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ætla að verða  umhverfis­verkfræðingur
Fólkið sem erfir landið 22. maí 2019

Ætla að verða umhverfis­verkfræðingur

Auður Sesselja Jóhannesdóttir býr á Stóra-Ármóti í Flóa ásamt foreldrum sínum og systkinum.
 
Hún er róleg stelpa sem finnst gott að vera heima með fjölskyldu og vinum. Auður er í Flóaskóla, sem er um 100 barna sveitaskóli í Flóahreppi, og í bekknum hennar eru 14 krakkar.
 
Nafn: Auður Sesselja Jóhannes­dóttir.
 
Aldur: 13 ára.
 
Stjörnumerki: Vatnsberi.
 
Búseta: Stóra-Ármót 2.
 
Skóli: Flóaskóli.
 
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir.
 
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundur.
 
Uppáhaldsmatur: Kjúklingur.
 
Uppáhaldshljómsveit: Queen.
 
Uppáhaldskvikmynd: Avengers.
 
Fyrsta minning þín? Þegar ég var 3 ára í fellihýsi með fjölskyldunni minni á Þingvöllum í æðislegu veðri.
 
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég hef prófað að æfa fimleika og fótbolta en æfi núna dans. Ég lærði einn vetur á píanó en hætti svo og spila ekki á hljóðfæri.
 
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Umhverfisverkfræðingur, því ég hef mikinn áhuga á umhverfinu okkar og hvernig við hlúum að jörðinni okkar.
 
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Þegar ég var 6 ára fór ég í stóran rússíbana í Legolandi í Danmörku. Það er ótrúlega skemmtileg minning.
 
Hvað ætlarðu að gera skemmtilegt í sumar? Njóta sumarsins og fara í ferðalag með fjölskyldunni um landið, meðal annars um Vestfirði.
 
Næst » Auður skorar á Odd Olav, bekkjarbróður sinn, að svara næst.
MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir
Fréttir 10. janúar 2025

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir

Góð þátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember, litlu minni en árið 2023, sem...

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi
Fréttir 10. janúar 2025

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi

Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldsákvarðanir á umráðamenn dýra undanfarna tvo...

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára
Fréttir 9. janúar 2025

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára

Á vef Samgöngustofu má sjá að 127 nýjar dísilknúnar dráttarvélar voru nýskráðar ...

Kostir og gallar við erlent kúakyn
Fréttir 9. janúar 2025

Kostir og gallar við erlent kúakyn

Á mánudaginn var haldinn fjarfundur um kosti og galla þess að flytja inn erlent ...