Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ærlækur
Bærinn okkar 14. desember 2017

Ærlækur

Sveinn Aðalsteinsson og Sif Jóhannesdóttir eru leiguliðar á bænum Ærlæk til tveggja ára frá nóvember 2016. 
 
Býli:  Ærlækur.
 
Staðsett í sveit: Öxarfirði í Norður-Þingeyjarsýslu. 
 
Ábúendur: Við hjónin Sveinn Aðalsteinsson og Sif Jóhannesdóttir erum leiguliðar á bænum til tveggja ára frá nóvember 2016
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Fjölskyldan og búseta hennar er fremur venju flókin. 
Fjölskyldan býr á tveimur stöðum, Sveinn og Þorsteinn sonur hans búa á Ærlæk í vetur ásamt föður Sifjar, Jóhannesi Óla. Sif og sonur okkar, Jóhannes Óli yngri, búa að jafnaði á Húsavík, en koma í sveitina hvenær sem færi gefst. 
 
Bræður hafa haft vistaskipti en síðasta vetur bjó Þorsteinn á Húsavík en Jóhannes Óli á Ærlæk. Þar að auki eigum við þrjú uppkomin börn sem öll búa á Akureyri og stunda þar nám. Gæludýrin eru tvö; kötturinn Kolur á Húsavík og eins árs gömul gömul Border Collie-tík sem býr á Ærlæk og heitir Píla.
 
Stærð jarðar?  Um 700 ha.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 530 vetrarfóðraðar ær, 15 endur og 7 hross.
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Hefðbundinn dagur í desember þegar allt er komið á hús og fengitíð ekki byrjuð er frekar einfaldur og þægilegur. Morgungjöf kl. 8, bæta á eldinn í reykhúsinu og svo stússast við frágang eftir rúning og undirbúning fyrir fengitíð. Seinnipartsgjöf eftir kl. 16.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Vorverk á sauðburði eru alla jafna skemmtilegust þegar vel gengur og veðrið er þokkalegt. Smölun og réttir eru líka frábær skemmtun í góðu veðri og góðum félagsskap. Leiðinlegast er að þurfa að berjast um í slyddu og djöfulskap, sama á hvaða árstíma. Það gerir öll bústörf leiðinleg.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Ærlækur er jörð sem hefur allt til að bera sem hægt væri að hugsa sér til að stunda búskap. Af því leiðir að þeim sem býr þar eru allir vegir færir.  
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Við þekkjum of lítið til félagsmála bænda til að hafa mótað sterkar skoðanir á þeim.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Einfalda svarið er vel. Það liggur fyrir að starfsumhverfi er að breytast og óvissa er um framhald og það hvernig raunveruleika landbúnaður mun búa við, sérstaklega í sauðfjárrækt. Þeim sem ná að laga sig að breyttum aðstæðum og starfsumhverfi með hökuna uppi og hugmyndaflug til að nýta möguleikana á eftir að vegna vel.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Ef útflutningur á að vera mögulegur, verður hann að vera á mörkuðum þar sem kúnninn er til í að borga fyrir vöru vegna uppruna og aðferða við framleiðslu. Sérvara í „litlu magni“ á háu verði. Magnútflutningur á lágvörumarkað er glórulaus hugmynd.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Nýmjólk, án hennar er hungursneyð yfirvofandi.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Heimagerð bjúgu Sveins bónda hafa gengið hvað best í mannskapinn.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Á okkar stutta búskapartíma hefur margt eftirminnilegt gerst og vafalítið á hver fjölskyldumeðlimur sitt eigið eftirminnilegasta atvik. Sveinn fær að eiga svarið við þessari spurningu: „Þegar við Sif unnum verkefni í fæðingarhjálp saman sem kröfðust lagni og afls. Sif lagði til lagni, ég afl. Eftirminnilegust eru slík tilvik þar sem lömb og mæður lifðu og döfnuðu.“
Endurskipulagning og hagræðing í slátrun og kjötvinnslu
Fréttir 9. desember 2022

Endurskipulagning og hagræðing í slátrun og kjötvinnslu

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggur til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á b...

Jólaskógarnir opnir á aðventunni
Fréttir 9. desember 2022

Jólaskógarnir opnir á aðventunni

Á aðventunni opna jólaskógar skógræktarfélaganna í landinu fyrir þeim sem vilja ...

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri
Fréttir 8. desember 2022

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri

Auðhumla hefur ráðið Jóhannes Hreiðar Símonarson framkvæmdastjóra Auðhumlu svf.

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum
Fréttir 8. desember 2022

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum

Matvælastofnun hefur lagt stjórn­valdssekt á Arnarlax ehf. upp á 120 milljón kró...

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn
Fréttir 7. desember 2022

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn

Talsverðar breytingar urðu á stjórn samtakanna Slow Food Reykjavík á aðalfundi þ...

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti
Fréttir 7. desember 2022

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið HorseDay rekur samnefnt smáforrit um flest allt se...

Framleiðsla á krefjandi tímum
Fréttir 6. desember 2022

Framleiðsla á krefjandi tímum

Fyrir skemmstu komu tveir fulltrúar frá landbúnaðartækjaframleiðandanum Kuhn í h...

Samvinna möguleg
Fréttir 6. desember 2022

Samvinna möguleg

Á Matvælaþingi matvælaráðuneytisins í Hörpu 22. nóvember flutti gestafyrirlesari...