Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Dóra Stefánsdóttir og Máni Baldur Mánason frá Sölvanesi. Dóra er ömmusystir Mána.
Dóra Stefánsdóttir og Máni Baldur Mánason frá Sölvanesi. Dóra er ömmusystir Mána.
Mynd / HKr.
Fréttir 30. október 2018

Ærkjötið frá Sölvanesbændum vakti mikla athygli

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Dóra Stefánsdóttir stóð vaktina á bás Matís í Laugardalshöllinni fyrir Eydísi Magnúsdóttur frænku sína og Rúnar Mána Gunnarsson, sauðfjárbændur í Sölvanesi í Skagafirði. 
 
„Við erum hér að bjóða upp á ærkjöt og lambakjöt. Það hefur gengið mjög vel að kynna vörur úr ærkjöti. Mest hefur þar selst af hryggvöðva. Margir sem koma til okkar segja að ærkjöt fáist ekki í búðum, en það langi til að prufa þetta.“ 
 
Ærkjötið er bragðmikið og gott
 
„Ærkjötið er mjög bragðmikið og gott. Þau Eydís og Rúnar Máni hafa verið að prófa sig áfram með þetta í gegnum Matarsmiðjuna á Skagaströnd. Þar eru öll nauðsynleg tæki og tól fyrir svona vinnslu með öllum tilskildum leyfum og vottunum sem þau geta fengið aðgengi að. Ærkjötið hefur komið rosalega vel út. 
 
Þau hafa líka verið að prófa að búa til ærkjötsfars sem komið hefur vel út og margir eru til í að prófa. Þegar ég var krakki borðaði maður oft kjötfars en einhvern veginn hefur það horfið af matseðlinum,“ segir Dóra. 
 
„Hvað varðar t.d. hangikjöt þá er mikið betra ef kjötið er af fullorðnu fé. Svo ég tali ekki um sauðakjöt – það er það albesta. 
 
Það eru margir sem segjast aldrei hafa séð ærkjöt á boðstólum fyrr. Samt hugsa ég að í tilbúnum réttum í verslunum geti oft verið um að ræða ærkjöt þó að á umbúðunum standi bara kindakjöt. Þar sem kjötið er mun bragðmeira, þá ímynda ég mér að það þurfi líka minna af því í tilbúna rétti. “  
 
Hægt að ná góðum virðisauka með vöruþróun úr ærkjöti
 
Dóra segist telja að í ærkjötinu sé einmitt hægt að búa til mun meiri virðisauka en hægt er í lambakjötinu með þróunarvinnu eins og þau hafi verið að stunda í Sölvanesi. Vissulega sé þó hægt að gera ýmislegt með lambakjötið líka, eins og að bjóða það í minni bitum en gert hefur verið. Það henti t.d. illa fyrir einstakling eða hjón sem orðin eru ein að þurfa að kaupa heilu hryggina eða lærin. Það brengli líka allt verðskyn hjá fólki. Fólki finnist lambakjöt dýrt þegar það horfir á stórt læri, en þegar kílóverðið er borið saman við t.d. kjúklingakjöt eða pitsu, þá sé það í raun mjög ódýrt. 
 
„Svona litlir bitar eins og við erum með hér henta t.d. okkur hjónum mjög vel. Ef maður er að kaupa heilt læri þarf maður eiginlega að halda stóra veislu,“ sagði Dóra Stefánsdóttir.  
Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...