Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Gulræturnar frá Ósi eru komnar með lífræna vottun.
Gulræturnar frá Ósi eru komnar með lífræna vottun.
Mynd / Úr einkasafni
Fréttir 11. maí 2020

Aðlögunarstyrkir fyrir lífræna framleiðslu geta numið helmingi af kostnaði

Höfundur: smh

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur auglýst styrki lausa til umsóknar vegna aðlögunar að lífrænni framleiðslu. Þetta er í fjórða sinn sem styrkirnir eru veittir með núverandi sniði, en um styrkina var samið í búvörusamningunum sem tóku gildi 1. janúar 2017 og var fjármagn til þessa þáttar aukið til muna miðað við fyrri samning.

Samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu er heildarfjárhæð til úthlutunar um 35 milljónir króna á ári. „Ekki er unnt að segja til um hve margir geti fengið styrki hverju sinni, það fer eftir áætluðum aðlögunarkostnaði. Sjá fjölda styrkhafa í 1. töflu. Á þessum árum hafa 7 framleiðendur fengið styrki og hefur alls verið úthlutað tæpum 44 milljónum króna á þessum þremur árum.“

Meðalstyrkupphæð er um fjórar milljónir

„Stuðningur við hvern framleiðanda getur að hámarki numið 50 prósentum af árlegum aðlögunarkostnaði með tilliti til umfangs aðlögunar. Hver framleiðandi getur þó ekki fengið hærra framlag árlega en 20 prósent af heildar­framlögum stuðningsins samkvæmt fjárlögum. Sá framleiðandi sem hefur fengið hæsta úthlutun samanlagt hefur fengið 13.619.268 kr. á tveimur árum. Meðalupphæð styrkja er um fjórar milljónir króna,“ segir í svari ráðuneytisins.

Umsóknarfrestur er til 15. maí 2020. Sótt er um í Afurð (www.afurd.is ), greiðslukerfi landbúnaðarins. Gert er ráð fyrir að styrkir verði greiddir út í ágúst 2020. 

Lífræn framleiðsla - aðlögunarstuðningur

 

Ár

Á

fjárlögum

Veittur

stuðningur

Samþykktar umsóknir

2017

35.013.409

3.231.250

1

2018

35.305.720

21.266.404

4

2019

37.227.391

19.470.545

6

2020

37.611.460

 

 

 

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey
Fréttir 17. maí 2022

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey

Nú er unnið að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey en smíði hennar mun hefjas...

Fjórtán ára meðhjálpari í Saurbæjarkirkju
Fréttir 17. maí 2022

Fjórtán ára meðhjálpari í Saurbæjarkirkju

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson er yngsti meðhjálpari landsins því hann er aðeins 14 á...

Uppbygging hringrásarhagkerfis Mývatnssveitar
Fréttir 17. maí 2022

Uppbygging hringrásarhagkerfis Mývatnssveitar

Fyrir nokkru var undirrituð samstarfsyfirlýsing á milli Skútu­staða­hrepps og Pl...

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla
Fréttir 16. maí 2022

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla

Nesbú á Vatnsleysuströnd er þessa dagana að taka í notkun nýtt og glæsilegt lífr...

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur
Fréttir 16. maí 2022

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur

Nýverið kom á markað kartaflan Queen Anne frá Þórustaða Kartöflum sem hefur mun ...

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni
Fréttir 16. maí 2022

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni

Arfgerðar­greiningar á príon­próteini (PrP) kinda eru nú í fullum gangi. Að sögn...

„Ég hef lagt niður vopnin“
Fréttir 13. maí 2022

„Ég hef lagt niður vopnin“

Sigríður Jónsdóttir bóndi og fjölskyldan í Arnarholti í Biskups­tungum ætla að h...

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum
Fréttir 13. maí 2022

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum

Herdís Magna Gunnarsdóttir, bóndi á Egilsstöðum á Fljóts­dalshéraði, var kjörin ...