Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Aðilaskipti að greiðslumarki sauðfjár óheimil frá 1. júní
Mynd / BBL
Fréttir 23. maí 2019

Aðilaskipti að greiðslumarki sauðfjár óheimil frá 1. júní

Höfundur: smh

Samkvæmt tilkynningu sem Matvælastofnun hefur gefið út, verða aðilaskipti að greiðslumarki sauðfjár óheimil frá og með 1. júní 2019. Er það í samræmi við breytingu á búvörulögum sem samþykkt var á Alþingi 15. maí síðastliðinn.

„Þó verður heimil tilfærsla greiðslumarks milli lögbýla í eigu sama aðila og við ábúendaskipti eða breytingu skráningar ef um hjón eða sambúðarfólk er að ræða. Aðilaskipti taka gildi 1. janúar ár hvert og beingreiðslur greiðast nýjum handhafa frá sama tíma. Síðasti dagur til að tilkynna um aðilaskipti er 31. maí 2019.

Rétt er að taka fram að skv. stjórnarfrumvarpinu sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lagði upphaflega fram var gert ráð fyrir að aðilaskipti að greiðslumarki yrðu óheimil frá og með 1. september 2019, en dagsetningin var færð til 1. júní í meðförum Alþingis.

Við tekur síðan innlausnarfyrirkomulag, sem búnaðarstofa Matvælastofnunar mun annast, í samræmi við endurskoðun á sauðfjársamningi sem var samþykktur af stjórnvöldum og sauðfjárbændum í upphafi ársins. Innlausnarfyrirkomulagið verður nánar útfært í reglugerð ráðherra, sem verður gefin út í sumar.

Ráðherra hefur nú skrifað undir breytingu á reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt í dag 23. maí 2019 í samræmi við fyrrgreinda breytingu á búvörulögum.,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...