Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Aðilaskipti að greiðslumarki sauðfjár óheimil frá 1. júní
Mynd / BBL
Fréttir 23. maí 2019

Aðilaskipti að greiðslumarki sauðfjár óheimil frá 1. júní

Höfundur: smh

Samkvæmt tilkynningu sem Matvælastofnun hefur gefið út, verða aðilaskipti að greiðslumarki sauðfjár óheimil frá og með 1. júní 2019. Er það í samræmi við breytingu á búvörulögum sem samþykkt var á Alþingi 15. maí síðastliðinn.

„Þó verður heimil tilfærsla greiðslumarks milli lögbýla í eigu sama aðila og við ábúendaskipti eða breytingu skráningar ef um hjón eða sambúðarfólk er að ræða. Aðilaskipti taka gildi 1. janúar ár hvert og beingreiðslur greiðast nýjum handhafa frá sama tíma. Síðasti dagur til að tilkynna um aðilaskipti er 31. maí 2019.

Rétt er að taka fram að skv. stjórnarfrumvarpinu sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lagði upphaflega fram var gert ráð fyrir að aðilaskipti að greiðslumarki yrðu óheimil frá og með 1. september 2019, en dagsetningin var færð til 1. júní í meðförum Alþingis.

Við tekur síðan innlausnarfyrirkomulag, sem búnaðarstofa Matvælastofnunar mun annast, í samræmi við endurskoðun á sauðfjársamningi sem var samþykktur af stjórnvöldum og sauðfjárbændum í upphafi ársins. Innlausnarfyrirkomulagið verður nánar útfært í reglugerð ráðherra, sem verður gefin út í sumar.

Ráðherra hefur nú skrifað undir breytingu á reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt í dag 23. maí 2019 í samræmi við fyrrgreinda breytingu á búvörulögum.,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar.

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu
Fréttir 22. maí 2024

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Ábúendurnir í Hafrafellstungu í Öxarfirði fengu nafnbótina Bændur ársins 2023 í ...

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur
Fréttir 22. maí 2024

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur

Herdís Magna Gunnarsdóttir, nautgripabóndi á Egilsstöðum og stjórnarmaður í Bænd...

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva
Fréttir 22. maí 2024

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva

Starfsemi Kornræktarfélags Suðurlands var endurvakin á fundi kornbænda í Gunnars...