Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Endurheimt votlendis reynist skilvirkasta aðgerðin samkvæmt niðurstöðum greiningar á kostnaði og ábata af landnotkunaraðgerðum stjórnvalda.
Endurheimt votlendis reynist skilvirkasta aðgerðin samkvæmt niðurstöðum greiningar á kostnaði og ábata af landnotkunaraðgerðum stjórnvalda.
Mynd / ghp
Fréttir 28. febrúar 2025

Aðgerðir í landnotkun reynast ábatasamar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Mörg hundruð milljarða ábati er af landnotkunaraðgerðum stjórnvalda samkvæmt kostnaðar- og ábatamati Hagfræðistofnunar.

Svokallaður núvirtur nettóábati af aðgerðum við endurheimt votlendis, landgræðslu og skógrækt á árunum 2022 til 2040 er um 265 milljarðar króna samkvæmt niðurstöðunum.

Stór hluti aðgerða stjórnvalda til að fylgja eftir langtímastefnu Íslands í landnotkun felur í sér beina uppbyggingu á kolefnisforða vistkerfa og má skipta þeim í fjóra þætti; endurheimt votlendis, landgræðslu, nytjaskógrækt og endurheimt náttúruskóga. Í skýrslu Hagfræðistofnunar, sem samin er af Kára Kristjánssyni hagfræðingi, eru aðgerðirnar metnar til fjár. Í greiningunni eru notaðar leiðbeiningar um kostnað við kolefni frá Alþjóðabankanum sem komu út á síðasta ári og er matið byggt á áætlunum Lands og skógar og umhverfisráðuneytisins um umfang aðgerða. Niðurstaða matsins er að aðgerðirnar séu afar ábatasamar. Núvirtur nettóábati af landaðgerðum á árunum 2022 til 2040 er mestur í landgræðslu, 103 milljarðar króna, en 74 milljarðar króna í nytjaskógrækt, 67 milljarðar króna í endurheimt votlendis og 22 milljarðar króna í náttúruskógrækt.

„Allt í allt munu aðgerðirnar nota samtals 113 þúsund hektara af landi, 269 þúsund ef haldið er áfram til 2040. Þetta mun leiða til bindingar á 279 þúsund tonnum af kolefni á ári, eða 888 þúsund ef haldið er áfram til 2040. Samtals verður núvirtur kostnaður aðgerðanna 27 milljarðar króna til 2030 eða 53 milljarðar til 2040,“ segir í samantekt greiningarinnar.

Allar aðgerðirnar eru hagkvæmar og veita meiri ábata en þær kosta, samkvæmt skýrslunni. Hins vegar eru þær ekki allar jafnskilvirkar hvað varðar fjárfestingu og notkun á landi. Þar reynist endurheimt votlendis skilvirkasta aðgerðin er varðar bæði landnotkun og fjárfestingu, en endurheimt þurrlendis (landgræðsla) hvað varðar landnotkun og náttúruskógrækt er þar talin óskilvirkasta fjárfestingin.

Kostnaðar- og ábatagreining aðgerða í landnotkun var framkvæmd að beiðni umhverfisráðuneytisins og verður hún notuð í skýrslugjöf til ESA, Eftirlitstofnunar EFTA.

Skylt efni: endurheimt votlendis

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...