Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Endurheimt votlendis reynist skilvirkasta aðgerðin samkvæmt niðurstöðum greiningar á kostnaði og ábata af landnotkunaraðgerðum stjórnvalda.
Endurheimt votlendis reynist skilvirkasta aðgerðin samkvæmt niðurstöðum greiningar á kostnaði og ábata af landnotkunaraðgerðum stjórnvalda.
Mynd / ghp
Fréttir 28. febrúar 2025

Aðgerðir í landnotkun reynast ábatasamar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Mörg hundruð milljarða ábati er af landnotkunaraðgerðum stjórnvalda samkvæmt kostnaðar- og ábatamati Hagfræðistofnunar.

Svokallaður núvirtur nettóábati af aðgerðum við endurheimt votlendis, landgræðslu og skógrækt á árunum 2022 til 2040 er um 265 milljarðar króna samkvæmt niðurstöðunum.

Stór hluti aðgerða stjórnvalda til að fylgja eftir langtímastefnu Íslands í landnotkun felur í sér beina uppbyggingu á kolefnisforða vistkerfa og má skipta þeim í fjóra þætti; endurheimt votlendis, landgræðslu, nytjaskógrækt og endurheimt náttúruskóga. Í skýrslu Hagfræðistofnunar, sem samin er af Kára Kristjánssyni hagfræðingi, eru aðgerðirnar metnar til fjár. Í greiningunni eru notaðar leiðbeiningar um kostnað við kolefni frá Alþjóðabankanum sem komu út á síðasta ári og er matið byggt á áætlunum Lands og skógar og umhverfisráðuneytisins um umfang aðgerða. Niðurstaða matsins er að aðgerðirnar séu afar ábatasamar. Núvirtur nettóábati af landaðgerðum á árunum 2022 til 2040 er mestur í landgræðslu, 103 milljarðar króna, en 74 milljarðar króna í nytjaskógrækt, 67 milljarðar króna í endurheimt votlendis og 22 milljarðar króna í náttúruskógrækt.

„Allt í allt munu aðgerðirnar nota samtals 113 þúsund hektara af landi, 269 þúsund ef haldið er áfram til 2040. Þetta mun leiða til bindingar á 279 þúsund tonnum af kolefni á ári, eða 888 þúsund ef haldið er áfram til 2040. Samtals verður núvirtur kostnaður aðgerðanna 27 milljarðar króna til 2030 eða 53 milljarðar til 2040,“ segir í samantekt greiningarinnar.

Allar aðgerðirnar eru hagkvæmar og veita meiri ábata en þær kosta, samkvæmt skýrslunni. Hins vegar eru þær ekki allar jafnskilvirkar hvað varðar fjárfestingu og notkun á landi. Þar reynist endurheimt votlendis skilvirkasta aðgerðin er varðar bæði landnotkun og fjárfestingu, en endurheimt þurrlendis (landgræðsla) hvað varðar landnotkun og náttúruskógrækt er þar talin óskilvirkasta fjárfestingin.

Kostnaðar- og ábatagreining aðgerða í landnotkun var framkvæmd að beiðni umhverfisráðuneytisins og verður hún notuð í skýrslugjöf til ESA, Eftirlitstofnunar EFTA.

Skylt efni: endurheimt votlendis

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.