Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Endurheimt votlendis reynist skilvirkasta aðgerðin samkvæmt niðurstöðum greiningar á kostnaði og ábata af landnotkunaraðgerðum stjórnvalda.
Endurheimt votlendis reynist skilvirkasta aðgerðin samkvæmt niðurstöðum greiningar á kostnaði og ábata af landnotkunaraðgerðum stjórnvalda.
Mynd / ghp
Fréttir 28. febrúar 2025

Aðgerðir í landnotkun reynast ábatasamar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Mörg hundruð milljarða ábati er af landnotkunaraðgerðum stjórnvalda samkvæmt kostnaðar- og ábatamati Hagfræðistofnunar.

Svokallaður núvirtur nettóábati af aðgerðum við endurheimt votlendis, landgræðslu og skógrækt á árunum 2022 til 2040 er um 265 milljarðar króna samkvæmt niðurstöðunum.

Stór hluti aðgerða stjórnvalda til að fylgja eftir langtímastefnu Íslands í landnotkun felur í sér beina uppbyggingu á kolefnisforða vistkerfa og má skipta þeim í fjóra þætti; endurheimt votlendis, landgræðslu, nytjaskógrækt og endurheimt náttúruskóga. Í skýrslu Hagfræðistofnunar, sem samin er af Kára Kristjánssyni hagfræðingi, eru aðgerðirnar metnar til fjár. Í greiningunni eru notaðar leiðbeiningar um kostnað við kolefni frá Alþjóðabankanum sem komu út á síðasta ári og er matið byggt á áætlunum Lands og skógar og umhverfisráðuneytisins um umfang aðgerða. Niðurstaða matsins er að aðgerðirnar séu afar ábatasamar. Núvirtur nettóábati af landaðgerðum á árunum 2022 til 2040 er mestur í landgræðslu, 103 milljarðar króna, en 74 milljarðar króna í nytjaskógrækt, 67 milljarðar króna í endurheimt votlendis og 22 milljarðar króna í náttúruskógrækt.

„Allt í allt munu aðgerðirnar nota samtals 113 þúsund hektara af landi, 269 þúsund ef haldið er áfram til 2040. Þetta mun leiða til bindingar á 279 þúsund tonnum af kolefni á ári, eða 888 þúsund ef haldið er áfram til 2040. Samtals verður núvirtur kostnaður aðgerðanna 27 milljarðar króna til 2030 eða 53 milljarðar til 2040,“ segir í samantekt greiningarinnar.

Allar aðgerðirnar eru hagkvæmar og veita meiri ábata en þær kosta, samkvæmt skýrslunni. Hins vegar eru þær ekki allar jafnskilvirkar hvað varðar fjárfestingu og notkun á landi. Þar reynist endurheimt votlendis skilvirkasta aðgerðin er varðar bæði landnotkun og fjárfestingu, en endurheimt þurrlendis (landgræðsla) hvað varðar landnotkun og náttúruskógrækt er þar talin óskilvirkasta fjárfestingin.

Kostnaðar- og ábatagreining aðgerða í landnotkun var framkvæmd að beiðni umhverfisráðuneytisins og verður hún notuð í skýrslugjöf til ESA, Eftirlitstofnunar EFTA.

Skylt efni: endurheimt votlendis

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...