Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Stefán Gíslason frá Environice og Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra við undirritum samnings um eflingu á lífrænni framleiðslu.
Stefán Gíslason frá Environice og Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra við undirritum samnings um eflingu á lífrænni framleiðslu.
Mynd / Matvælaráðuneytið
Fréttir 4. október 2022

Aðgerðaáætlun til eflingar lífrænnar framleiðslu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra undirritaði fyrir skömmu samning við ráðgjafarfyrirtækið Environice um gerð tillagna að aðgerðaáætlun fyrir eflingu lífrænnar framleiðslu.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu vegna samningsins segir að áætlunin sé unnin í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem áhersla er lögð á öfluga íslenska matvælaframleiðslu.

Meðal verkefna sem þar eru tilgreind er tímasett áætlun til eflingar lífrænnar framleiðslu sem er lykilþáttur í að auka sjálfbærni íslensks landbúnaðar. Lífræn framleiðsla getur varðveitt líffræðilegan fjölbreytileika, auk þess sem eftirspurn eftir vottaðri lífrænni framleiðslu fer vaxandi.

Í aðgerðaáætlun verða skilgreindir hvatar til aukinnar lífrænnar ræktunar. Áhersla verður lögð á fræðslu til framleiðenda og neytenda og eflingu rannsókna á áhrifum lífrænnar framleiðslu. Aðgerðaáætlunin verður unnin í samráði við helstu haghafa og jafnframt verður leitað hentugra fyrirmynda í nágrannalöndum.

Meðal markmiða er að í áætluninni komi fram tillögur sem geti aukið lífræna framleiðslu og taki mið af þeim áskorunum sem framleiðslan glímir við í dag.

Tillögum að aðgerðaáætlun verður skilað til matvælaráðherra í ársbyrjun 2023.

Ný og endurbætt vorbók
Fréttir 18. mars 2024

Ný og endurbætt vorbók

Á vordögum tökum við í notkun endurbætta útgáfu að hinni góðu gulu vorbók sem er...

Fræðasamfélag í uppbyggingu
Fréttir 18. mars 2024

Fræðasamfélag í uppbyggingu

Í Mývatnssveit er verið að byggja upp svokallaða vettvangsakademíu fyrir kennslu...

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora
Fréttir 18. mars 2024

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora

Magne Kvam hefur tekið upp á sitt einsdæmi að leggja spor fyrir skíðagöngu á höf...

Íbúum utan borgarinnar fjölgar
Fréttir 15. mars 2024

Íbúum utan borgarinnar fjölgar

Yfirlit yfir þróun byggðar hérlendis er eitt verkefna Byggðastofnunar, en nýveri...

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum
Fréttir 15. mars 2024

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum

Oddný Steina Valsdóttir og Ágúst Jensson, bændur á Butru í Fljótshlíð, eru fyrst...

Fimm tegundir teknar af skrá
Fréttir 15. mars 2024

Fimm tegundir teknar af skrá

Samkvæmt niðurstöðum áburðareftirlits Matvælastofnunar fyrir innfluttan tilbúinn...

Loftslag
Fréttir 15. mars 2024

Loftslag

Gagnvirkur loftslagsatlas sýnir fortíð og spáir fyrir um framtíð.

Bændavakt á Búnaðarþingi
Fréttir 14. mars 2024

Bændavakt á Búnaðarþingi

Búnaðarþing er nú haldið á Hótel Reykjavík Natura. Á Bændavakt á vef Bændasamtak...