Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Stefán Gíslason frá Environice og Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra við undirritum samnings um eflingu á lífrænni framleiðslu.
Stefán Gíslason frá Environice og Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra við undirritum samnings um eflingu á lífrænni framleiðslu.
Mynd / Matvælaráðuneytið
Fréttir 4. október 2022

Aðgerðaáætlun til eflingar lífrænnar framleiðslu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra undirritaði fyrir skömmu samning við ráðgjafarfyrirtækið Environice um gerð tillagna að aðgerðaáætlun fyrir eflingu lífrænnar framleiðslu.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu vegna samningsins segir að áætlunin sé unnin í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem áhersla er lögð á öfluga íslenska matvælaframleiðslu.

Meðal verkefna sem þar eru tilgreind er tímasett áætlun til eflingar lífrænnar framleiðslu sem er lykilþáttur í að auka sjálfbærni íslensks landbúnaðar. Lífræn framleiðsla getur varðveitt líffræðilegan fjölbreytileika, auk þess sem eftirspurn eftir vottaðri lífrænni framleiðslu fer vaxandi.

Í aðgerðaáætlun verða skilgreindir hvatar til aukinnar lífrænnar ræktunar. Áhersla verður lögð á fræðslu til framleiðenda og neytenda og eflingu rannsókna á áhrifum lífrænnar framleiðslu. Aðgerðaáætlunin verður unnin í samráði við helstu haghafa og jafnframt verður leitað hentugra fyrirmynda í nágrannalöndum.

Meðal markmiða er að í áætluninni komi fram tillögur sem geti aukið lífræna framleiðslu og taki mið af þeim áskorunum sem framleiðslan glímir við í dag.

Tillögum að aðgerðaáætlun verður skilað til matvælaráðherra í ársbyrjun 2023.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...