Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Stefán Gíslason frá Environice og Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra við undirritum samnings um eflingu á lífrænni framleiðslu.
Stefán Gíslason frá Environice og Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra við undirritum samnings um eflingu á lífrænni framleiðslu.
Mynd / Matvælaráðuneytið
Fréttir 4. október 2022

Aðgerðaáætlun til eflingar lífrænnar framleiðslu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra undirritaði fyrir skömmu samning við ráðgjafarfyrirtækið Environice um gerð tillagna að aðgerðaáætlun fyrir eflingu lífrænnar framleiðslu.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu vegna samningsins segir að áætlunin sé unnin í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem áhersla er lögð á öfluga íslenska matvælaframleiðslu.

Meðal verkefna sem þar eru tilgreind er tímasett áætlun til eflingar lífrænnar framleiðslu sem er lykilþáttur í að auka sjálfbærni íslensks landbúnaðar. Lífræn framleiðsla getur varðveitt líffræðilegan fjölbreytileika, auk þess sem eftirspurn eftir vottaðri lífrænni framleiðslu fer vaxandi.

Í aðgerðaáætlun verða skilgreindir hvatar til aukinnar lífrænnar ræktunar. Áhersla verður lögð á fræðslu til framleiðenda og neytenda og eflingu rannsókna á áhrifum lífrænnar framleiðslu. Aðgerðaáætlunin verður unnin í samráði við helstu haghafa og jafnframt verður leitað hentugra fyrirmynda í nágrannalöndum.

Meðal markmiða er að í áætluninni komi fram tillögur sem geti aukið lífræna framleiðslu og taki mið af þeim áskorunum sem framleiðslan glímir við í dag.

Tillögum að aðgerðaáætlun verður skilað til matvælaráðherra í ársbyrjun 2023.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f