Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Aukin fræðsla til almennings, dýralækna og matvælaframleiðenda er meðal helstu aðgerða sem snúa að landbúnaði og matvælaframleiðslu.
Aukin fræðsla til almennings, dýralækna og matvælaframleiðenda er meðal helstu aðgerða sem snúa að landbúnaði og matvælaframleiðslu.
Mynd / smh
Fréttir 20. ágúst 2024

Aðgerðaáætlun staðfest

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Nú í byrjun ágúst staðfestu íslensk stjórnvöld aðgerðaáætlun gegn sýklalyfjaónæmi, sem talin er vera ein helsta heilbrigðisógn samtímans.

Hingað til hefur sýklalyfjaónæmi ekki verið jafnstórt vandamál á Íslandi og víða annars staðar, en samkvæmt aðgerðaáætluninni hefur það farið vaxandi hér á undanförnum árum.

Talið er að aukið sýklalyfjaónæmi muni valda erfiðleikum við meðhöndlun ýmissa sjúkdóma og sýkinga, auka dánartíðni og kostnað í heilbrigðiskerfinu. Sú hætta er metin raunveruleg að í náinni framtíð verði ekki hægt að meðhöndla einfaldar og alvarlegar sýkingar með sýklalyfjum.

Regluleg vöktun

Undir aðgerðaáætlunina skrifuðu Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra. Aðgerðaáætluninni var skilað til Willums í byrjun árs en að vinnu hennar kom þverfaglegur starfshópur.

Eitt af markmiðum áætlunarinnar er að bæta yfirsýn og þekkingu á útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería og sýklalyfjaleifa í umhverfinu, hjá mönnum, dýrum og í matvælum. Það verður gert með því að koma á reglulegri vöktun en til þess þarf Umhverfisstofnun úrræði eins og mannafla og fjármagn – en fyrir því er gert ráð fyrir í kostnaðaráætlun aðgerðaáætlunarinnar.

Meira eftirlit og aukin fræðsla

Helstu aðgerðir sem snúa að landbúnaði og matvælaframleiðslu snúa að meira eftirliti með notkun sýklalyfja í dýrum, auka fræðslu til almennings, dýralækna og matvælaframleiðenda.

Áætlunin nær til áranna 2025–2029 og inniheldur sex aðgerðir sem fela í sér 24 markmið og 75 verkefni sem nauðsynlegt er að hrinda í framkvæmd.

Skylt efni: sýklalyfjaónæmi

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...

Mun styrkja félögin verulega
Fréttir 6. nóvember 2025

Mun styrkja félögin verulega

Peder Tuborgh, forstjóri skandinavíska mjólkursamlagsins Arla Foods, segir að me...

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir
Fréttir 6. nóvember 2025

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir

Um 36% þeirra skrokka sem lagðir voru inn frá bændum í Arnarholti í Biskupstungu...

Bændasamtökin funda með bændum
Fréttir 6. nóvember 2025

Bændasamtökin funda með bændum

Fundaröð Bændasamtaka Íslands (BÍ) á landsbyggðinni, Við erum öll úr sömu sveit,...

Lagaumhverfi þarf að styrkja
Fréttir 6. nóvember 2025

Lagaumhverfi þarf að styrkja

Laxey, First Water, Samherji fiskeldi, Thor landeldi og Matorka eru fimm stærstu...

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga
Fréttir 6. nóvember 2025

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga

Á borði Bændasamtaka Íslands er nú tillaga frá stjórnvöldum um að gildandi búvör...