Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Aukin fræðsla til almennings, dýralækna og matvælaframleiðenda er meðal helstu aðgerða sem snúa að landbúnaði og matvælaframleiðslu.
Aukin fræðsla til almennings, dýralækna og matvælaframleiðenda er meðal helstu aðgerða sem snúa að landbúnaði og matvælaframleiðslu.
Mynd / smh
Fréttir 20. ágúst 2024

Aðgerðaáætlun staðfest

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Nú í byrjun ágúst staðfestu íslensk stjórnvöld aðgerðaáætlun gegn sýklalyfjaónæmi, sem talin er vera ein helsta heilbrigðisógn samtímans.

Hingað til hefur sýklalyfjaónæmi ekki verið jafnstórt vandamál á Íslandi og víða annars staðar, en samkvæmt aðgerðaáætluninni hefur það farið vaxandi hér á undanförnum árum.

Talið er að aukið sýklalyfjaónæmi muni valda erfiðleikum við meðhöndlun ýmissa sjúkdóma og sýkinga, auka dánartíðni og kostnað í heilbrigðiskerfinu. Sú hætta er metin raunveruleg að í náinni framtíð verði ekki hægt að meðhöndla einfaldar og alvarlegar sýkingar með sýklalyfjum.

Regluleg vöktun

Undir aðgerðaáætlunina skrifuðu Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra. Aðgerðaáætluninni var skilað til Willums í byrjun árs en að vinnu hennar kom þverfaglegur starfshópur.

Eitt af markmiðum áætlunarinnar er að bæta yfirsýn og þekkingu á útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería og sýklalyfjaleifa í umhverfinu, hjá mönnum, dýrum og í matvælum. Það verður gert með því að koma á reglulegri vöktun en til þess þarf Umhverfisstofnun úrræði eins og mannafla og fjármagn – en fyrir því er gert ráð fyrir í kostnaðaráætlun aðgerðaáætlunarinnar.

Meira eftirlit og aukin fræðsla

Helstu aðgerðir sem snúa að landbúnaði og matvælaframleiðslu snúa að meira eftirliti með notkun sýklalyfja í dýrum, auka fræðslu til almennings, dýralækna og matvælaframleiðenda.

Áætlunin nær til áranna 2025–2029 og inniheldur sex aðgerðir sem fela í sér 24 markmið og 75 verkefni sem nauðsynlegt er að hrinda í framkvæmd.

Skylt efni: sýklalyfjaónæmi

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f