Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Aðeins sótt um hluta af tollkvóta fyrir nautakjöt
Fréttir 18. júní 2014

Aðeins sótt um hluta af tollkvóta fyrir nautakjöt

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur úthlutað svonefndum WTO-tollkvótum fyrir tímabilið júlí 2014 til júní 2015. Ekki kom til útboðs á tollkvótum fyrir nautakjöt þar eð umsóknir náðu ekki því magni sem í boði var og fengu þeir aðilar sem sóttu um tollkvóta honum því úthlutað án þess að þurfa að greiða fyrir. Það vekur athygli í ljósi þess að viðvarandi skortur hefur verið á nautakjöti á íslenskum markaði.

Skýringin á því er talin vera sú að frá 28. febrúar síðastliðnum hefur tollkvóti fyrir nautakjöt verið opinn og gildir sú heimild til loka september næstkomandi. Sú ákvörðun var tekinn af ráðherra að fenginni tillögu ráðgjafarnefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara en nefndin gerði þá tillögu vegna skorts á nautakjöti. Einungis var úthlutað tollkvóta sem gildir fyrir rúm 37 tonn en í boði voru 95 tonn. Þess ber að geta að tollar á nautakjöt sem flutt er inn með umræddum opnum tollkvótum eru lægri en þeir tollar sem greiða þarf þegar það er flutt inn á WTO-tollkvótum.

Auk nautkjöts var úthlutað tollkvótum vegna innflutnings á svína-, kinda-, geita- og alifuglakjöti, unnum kjötvörum, smjöri og ostum. Ekki kom heldur til útboðs á tollkvótum á svína-, kinda- eða geitakjöti þar eð umsóknir náðu ekki því magni sem í boði var. Samtals bárust umsóknir frá sextán aðilum og töldust þrettán þeirra gild. Umsvifamest þeirra aðila sem óskuðu eftir tollkvótum að þessu sinni var fyrirtækið Innnes, sem fékk úthlutað tollkvótum í öllum vöruflokkum.

Samtals var úthlutað tollkvóta fyrir rúm 58 tonn af svínakjöti og 70 tonnum af kinda- eða geitakjöti. Þá var úthlutað tollkvóta fyrir 59 tonn af alifuglakjöti á meðalverðinu 357 krónur kílóið, fyrir 86 tonn af unnum kjötvörum á 99 krónur kílóið, fyrir 119 tonn af ostum á 206 krónur kílóið og 53 tonn af smjöri á 1 krónu kílóið.

Nóg af sæði í hafrastöðinni
Fréttir 8. nóvember 2024

Nóg af sæði í hafrastöðinni

Nóg er til af frystu hafrasæði og geitabændur hvattir til að nýta sér það til að...

Eggjaskortur vegna dýravelferðar
Fréttir 8. nóvember 2024

Eggjaskortur vegna dýravelferðar

Litlar birgðir á eggjum í verslunum má rekja til umfangsmikilla breytinga sem bæ...

Hveitikynbætur alger nýlunda
Fréttir 8. nóvember 2024

Hveitikynbætur alger nýlunda

Á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands er verið að hefja vinnu að hveitikynbótum í f...

Japanir ætla sér mikla hluti í ræktun á Íslandi
Fréttir 7. nóvember 2024

Japanir ætla sér mikla hluti í ræktun á Íslandi

Japanskt fyrirtæki hyggst bæta hrísgrjónarækt við jarðarberjaframleiðslu sína á ...

Nýr verðlagsgrunnur og ný verðlagsnefnd
Fréttir 7. nóvember 2024

Nýr verðlagsgrunnur og ný verðlagsnefnd

Drög að nýjum verðlagsgrunni kúabús liggja fyrir, sem er uppfærsla á grunninum f...

Jafnvægisverð lækkar áfram
Fréttir 7. nóvember 2024

Jafnvægisverð lækkar áfram

Á markaði með greiðslumark í mjólk, haldinn 1. nóvember, myndaðist jafnvægisverð...

Áframhaldandi vöxtur í neyslu og framleiðslu á kjúklingi
Fréttir 7. nóvember 2024

Áframhaldandi vöxtur í neyslu og framleiðslu á kjúklingi

Nýtt kjúklingframleiðsluhús er á teikniborðinu á Miðskógi í Dölum, sem verður sö...

Framleiðslan dregst saman um 340 tonn
Fréttir 7. nóvember 2024

Framleiðslan dregst saman um 340 tonn

Áfram heldur þeim lömbum að fækka sem koma til slátrunar ár hvert. Í liðinni slá...