Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda leggst alfarið gegn stofnun miðhálendisþjóðgarðs
Mynd / HKr.
Fréttir 11. apríl 2019

Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda leggst alfarið gegn stofnun miðhálendisþjóðgarðs

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda, sem haldinn var í Bændahöllinni 4.–5. apríl 2019, leggst alfarið gegn fyrirhugaðri stofnun miðhálendisþjóðgarðs. Tilgangur og þörf stofnunar þjóðgarðsins sé  óljós en fyrir liggi að hún getur ógnað nytjarétti landeigenda. 

Þá er þess krafist að eignarréttarákvæði stjórnarskrár Íslands séu virt þegar kemur að gerð frumvarpa um þjóðgarða, eða breytingum á náttúruverndarlögum sem kunna að ganga í berhögg við eðlileg réttindi landeigenda. 

Í greinargerð með samþykkt fundarins segir:

„Fyrirhugaðar breytingar á náttúruverndarlögum þar sem almannaréttur er útvíkkaður, þannig að landeigendum eru enn frekar settar hömlur á að stjórna umferð um sitt land, ganga í berhögg við eignarréttarákvæði stjórnarskrár Íslands. Allar slíkar tillögur og líka þær er varða þjóðgarða verður að kynna vel og vinna í samráði við hagsmunaaðila. Bændur eru þar stærsti hópurinn og eðlilegt að sérstaklega sé horft til þeirra í þessu samhengi.“  

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...