Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda leggst alfarið gegn stofnun miðhálendisþjóðgarðs
Mynd / HKr.
Fréttir 11. apríl 2019

Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda leggst alfarið gegn stofnun miðhálendisþjóðgarðs

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda, sem haldinn var í Bændahöllinni 4.–5. apríl 2019, leggst alfarið gegn fyrirhugaðri stofnun miðhálendisþjóðgarðs. Tilgangur og þörf stofnunar þjóðgarðsins sé  óljós en fyrir liggi að hún getur ógnað nytjarétti landeigenda. 

Þá er þess krafist að eignarréttarákvæði stjórnarskrár Íslands séu virt þegar kemur að gerð frumvarpa um þjóðgarða, eða breytingum á náttúruverndarlögum sem kunna að ganga í berhögg við eðlileg réttindi landeigenda. 

Í greinargerð með samþykkt fundarins segir:

„Fyrirhugaðar breytingar á náttúruverndarlögum þar sem almannaréttur er útvíkkaður, þannig að landeigendum eru enn frekar settar hömlur á að stjórna umferð um sitt land, ganga í berhögg við eignarréttarákvæði stjórnarskrár Íslands. Allar slíkar tillögur og líka þær er varða þjóðgarða verður að kynna vel og vinna í samráði við hagsmunaaðila. Bændur eru þar stærsti hópurinn og eðlilegt að sérstaklega sé horft til þeirra í þessu samhengi.“  

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...