Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Íslenska geitin var nýlega skráð inn í verkefni Slow Food-hreyfingarinnar sem er ætlað að styðja við búfjárkyn í útrýmingarhættu.
Íslenska geitin var nýlega skráð inn í verkefni Slow Food-hreyfingarinnar sem er ætlað að styðja við búfjárkyn í útrýmingarhættu.
Mynd / smh
Fréttir 4. mars 2016

Að lágmarki 17 prósent búfjárkynja í útrýmingarhættu

Höfundur: smh
Samkvæmt nýlegri skýrslu FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, eru 17 prósent af búfjárkynjum heimsins í útrýmingarhættu. Önnur 58 prósent er óvissa með, þar sem ekki eru til nýlegar tölur um fjölda gripa. Því er talið að enn fleiri búfjárkyn geti verið í hættu.
 
Í skýrslunni, sem fjallar einkum um stöðu og horfur fyrir búfjárkyn heimsins, kemur fram að frá árinu 2005 til 2014 hækkaði hlutfall þeirra búfjárkynja sem eru í hættu um heil tvö prósent. Leiddar eru líkur að því að þessa tilhneigingu megi að nokkru leyti rekja til sérhæfingar verksmiðjubúa þar sem markaðslegum kröfum er svarað með hámarksframleiðslu, sem er haldið gangandi með til þess bærum en tiltölulega fáum búfjárkynjum. 
 
Fjölbreytni búfjárkynja lífsnauðsyn
 
José Graziano da Silva, framkvæmdastjóri FAO, segir í formála skýrslunnar að 70 prósent af fátæku sveitafólki í heiminum hafi lífsviðurværi sitt af búfjárrækt. Þess vegna sé fjölbreytni búfjárkynja lífsnauðsyn fyrir heimsbyggðina; landbúnað, byggðaþróun í dreifbýli og fæðuöryggi.
 
Alþjóðlega Slow Food-hreyfingin hefur látið sig þessi mál varða og hluti af þeirra starfsemi er að reka sérstaka stofnun um líffræðilegan fjölbreytileika. Einn þáttur í þeirri starfsemi er stuðningur við búfjárkyn sem eru í hættu, í gegnum verkefni sín sem heita Presidia og Bragðörkin (Ark of Taste). Presidia miðar til dæmis að varðveislu framleiðsluaðferða, vistkerfa og búfjárkynja – og íslenska geitin var einmitt skráð þar inn fyrir skemmstu fyrir tilstuðlan Slow Food-deildarinnar sem er starfandi á Íslandi. Bragðörkin miðar til dæmis að því að varðveita afurðir og þar innanborðs eru íslenska landnámshænan, íslenska mjólkurkýrin, íslenska sauðféð, íslenska forystuféð, auk geitfjárins íslenska. 
 
Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið
Fréttir 25. nóvember 2022

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið

Grænbók stjórnvalda um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa var birt í S...

Nytjaréttur viðurkenndur
Fréttir 24. nóvember 2022

Nytjaréttur viðurkenndur

Í nýrri skýrslu um stöðu og áskoranir þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða segi...

Átak í sálrænni líðan
Fréttir 24. nóvember 2022

Átak í sálrænni líðan

Í Skotlandi hefur verkefni verið hleypt af stokkunum sem á að gæta að geðrænni h...

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun
Fréttir 24. nóvember 2022

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun

Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsbreytinga, orkuskipta og nýsköp...

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar
Fréttir 23. nóvember 2022

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar

Hinir árlegu hrútafundir, þar sem hrútaskráin er kynnt og ræktunarmálin rædd, er...

Greiddu 465 milljónir kr.
Fréttir 23. nóvember 2022

Greiddu 465 milljónir kr.

Í lok október greiddi matvælaráðuneytið 465 milljónir króna til bænda sem álag á...

Mikil fjölgun íbúa
Fréttir 22. nóvember 2022

Mikil fjölgun íbúa

Íbúar Hvalfjarðarsveitar eru nú orðnir 750 og hefur þeim fjölgað um 63 íbúa frá ...