Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Býflugur og blóm þrífast þar sem ekki er notaður áburður.
Býflugur og blóm þrífast þar sem ekki er notaður áburður.
Mynd / Rebekah Vos
Fréttir 3. febrúar 2025

Áburður fækkar frjóberum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Samkvæmt rannsóknum vísindamanna í Bretlandi hefur notkun tilbúins áburðar fækkað frjóberum og blómum.

Með því að auka magn köfnunarefnis, kalíums og fosfórs í jarðvegi fækkar blómum fimmfalt og frjóberum um helming. Býflugur verða fyrir mestum áhrifum, en þær geta verið allt að níu sinnum algengari á svæðum þar sem ekki hefur verið borinn á áburður í samanburði við þau svæði sem fengu hæstu áburðarskammtana.

Framkvæmd rannsóknarinnar var í höndum Sussex- og Rothamsted Research-háskólanna og birtist grein um hana í tímariti á vegum Nature. Jarðræktartilraunin sem gögnin byggja á hefur verið í gangi á sama stað á Englandi frá árinu 1856.

Helstu áhrifin eru þau að áburður skapar kjöraðstæður fyrir fljótsprottin grös sem kemur í veg fyrir aðgang blóma og annarra grastegunda. Talið er að með fjölbreyttara úrvali af blómum fjölgi frjóberum þar sem sumir hverjir hafa mjög sérhæfðar þarfir og geta ekki nærst á öllum blómum.

Áhrifin eru greinilegust á þeim svæðum þar sem notaður er köfnunarefnisáburður, sem er mikilvægasta áburðarefnið. Þegar notaður er tilbúinn áburður án köfnunarefnis helst fjöldi blóma og frjóbera hlutfallslega hár.

Rannsakendurnir segja niðurstöðurnar sýna ákveðinn vanda sem bændur glími við, en frjósemi ræktarlands byggi á notkun tilbúins áburðar. The Guardian greinir frá.

Skylt efni: áburður

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...