Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Býflugur og blóm þrífast þar sem ekki er notaður áburður.
Býflugur og blóm þrífast þar sem ekki er notaður áburður.
Mynd / Rebekah Vos
Fréttir 3. febrúar 2025

Áburður fækkar frjóberum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Samkvæmt rannsóknum vísindamanna í Bretlandi hefur notkun tilbúins áburðar fækkað frjóberum og blómum.

Með því að auka magn köfnunarefnis, kalíums og fosfórs í jarðvegi fækkar blómum fimmfalt og frjóberum um helming. Býflugur verða fyrir mestum áhrifum, en þær geta verið allt að níu sinnum algengari á svæðum þar sem ekki hefur verið borinn á áburður í samanburði við þau svæði sem fengu hæstu áburðarskammtana.

Framkvæmd rannsóknarinnar var í höndum Sussex- og Rothamsted Research-háskólanna og birtist grein um hana í tímariti á vegum Nature. Jarðræktartilraunin sem gögnin byggja á hefur verið í gangi á sama stað á Englandi frá árinu 1856.

Helstu áhrifin eru þau að áburður skapar kjöraðstæður fyrir fljótsprottin grös sem kemur í veg fyrir aðgang blóma og annarra grastegunda. Talið er að með fjölbreyttara úrvali af blómum fjölgi frjóberum þar sem sumir hverjir hafa mjög sérhæfðar þarfir og geta ekki nærst á öllum blómum.

Áhrifin eru greinilegust á þeim svæðum þar sem notaður er köfnunarefnisáburður, sem er mikilvægasta áburðarefnið. Þegar notaður er tilbúinn áburður án köfnunarefnis helst fjöldi blóma og frjóbera hlutfallslega hár.

Rannsakendurnir segja niðurstöðurnar sýna ákveðinn vanda sem bændur glími við, en frjósemi ræktarlands byggi á notkun tilbúins áburðar. The Guardian greinir frá.

Skylt efni: áburður

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...