Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Áburðardreifing í Flóahreppi. Til þess að tryggja hámarks uppskeru fóðurgrasa dreifa bændur tilbúnum áburði á tún. Hann er samsettur úr söltum sem innihalda nauðsynleg plöntunæringarefni í miklu magni.
Áburðardreifing í Flóahreppi. Til þess að tryggja hámarks uppskeru fóðurgrasa dreifa bændur tilbúnum áburði á tún. Hann er samsettur úr söltum sem innihalda nauðsynleg plöntunæringarefni í miklu magni.
Mynd / ál
Fréttir 5. júní 2025

Áburði dreift á tún

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Eitt af verkum bænda á vorin er að dreifa áburði á tún. Hann er ýmist lífrænn búfjáráburður eða svokallaður tilbúinn áburður sem inniheldur nauðsynleg næringarefni fyrir fóðurjurtir.

Reynir Þór Jónsson, bóndi á Hurðarbaki í Flóa, tæmir áburðarsekk í áburðardreifara.

Reynir Þór Jónsson, bóndi á Hurðarbaki í Flóa, dreifir á meðfylgjandi myndum tilbúnum áburði á tún í einmunablíðu þann 20. maí síðastliðinn. Að þessu sinni var borið á leigutún skammt frá Hurðarbaki sem er í kringum fimm hektara að stærð. Reynir segist hafa verið búinn með áburðardreifingu á aðaltúnin í kringum 10. maí, sem er fyrr en vanalega.

Þegar kemur að því að fylla áburðardreifarann hífir Reynir tvo sekki í senn með dráttarvél og sker á hlið pokanna með dúkahníf. „Talandi um sérvisku, þá held ég að það sé enginn nema ég sem opnar pokanna alltaf á hliðinni. Flest allir skera undir þá,“ segir Reynir. Þetta gerir hann til þess að geta brugðist við ef það leynist óæskileg bleyta í botninum. „Svo er þetta líka til þess að geta stjórnað því betur að hafa jafnt í báðum hólfum. Þá get ég leikið mér aðeins betur með það frekar en að láta þetta allt hlunkast niður á einn stað.“

Vinnur eftir áætlun

Í áburðardreifarann getur hann sett allt að 2.400 kílógrömm, sem samsvarar fjórum stórsekkjum, og tekur sjálf dreifingin skamman tíma. „Þetta passar yfirleitt þannig að maður setur fjóra poka fyrst og síðan þrjá. Þá tæmi ég dreifarann ekki alveg í fyrstu ferðinni og bæti við þremur til þess að ná rétta magninu.“

Reynir segist gera áburðaráætlun í samstarfi við Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) þar sem hann gefur upp forsendur varðandi jarðvegsgerð og hversu miklum lífrænum áburði hann ber á ræktarlandið. Þá er hægt að sjá hversu mikið vantar upp á og eru þær þarfir uppfylltar með tilbúnum áburði. Út frá niðurstöðum áætlunarinnar getur hann pantað rétt magn áburðar hvert ár. Áburðarefnin eru að megninu til köfnunarefni, fosfór og kalíum, ásamt einhverju kalki og brennisteini. Til þess að verðmæt áburðarefnin nýtist sem best er miðað við að dreifa á túnin þegar grösin hafa mest not fyrir þau.

Aðspurður hvað taki við næst segir Reynir: „Ég á eftir að bæta á þar sem við erum með sauðfjárbeitina núna. Svo á ég eftir að sá í tún og þá verður þetta búið í bili. Ég grínast með að ég hafi sáð bygginu í fyrravetur, því það var daginn fyrir sumardaginn fyrsta. Svo er áburðardreifing næst milli slátta.“ Í góðri tíð má gera ráð fyrir að heyskapur hefjist í byrjun júní.

Mekaník og GPS

„Þessi dreifari er að mestu mekanískur. Það er tölva sem stjórnar opnuninni á honum og maður slær inn forsendur í app til að fá rétt rennsli. Svo er hraðastýring í honum, sem er öðruvísi en í gömlu mekanísku dreifurunum, en þá stillti maður á ákveðinn hraða sem maður þurfti alltaf að keyra á. Hérna get ég hægt á mér og dreifarinn minnkar skammtinn sjálfur.“ Í dráttarvélinni er GPS-búnaður til þess að Reynir geti séð nákvæmlega á hvaða hluta túnsins hann hefur dreift.

Skylt efni: áburður | jarðrækt

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...