Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Moltugerðin á Syðra-Holti er nú í uppnámi eftir að stopp var sett á notkun fiskimjöls.
Moltugerðin á Syðra-Holti er nú í uppnámi eftir að stopp var sett á notkun fiskimjöls.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsamfélaginu, hefur verið sett í uppnám eftir að bann var sett á fiskislóg sem hráefni til áburðargerðarinnar.

Í Syðra-Holti í Svarfaðardal er stunduð lífrænt vottuð ræktun og undanfarin tvö ár hefur þetta verkefni verið í gangi – og hlotið stuðning úr Matvælasjóði – sem hefur það að markmiði að framleiða áburð fyrir búreksturinn.

Nýlega bárust fréttir af því að garðyrkjustöðin Sunna á Sólheimum hefði hætt ræktun á lífrænt vottuðum garðyrkjuafurðum með því að taka í notkun sveppamassa frá Flúðasveppum sem áburðargjafa.

Af því tilefni sagði Elínborg Erla Ásgeirsdóttir, formaður VOR, félags framleiðenda í lífrænum búskap, að eitt af brýnu málunum í framtíðinni sé að aðgengi að nauðsynlegum aðföngum líkt og áburðarefnum sé eins gott og hægt er, til að tryggja framtíð lífræns landbúnaðar.

Um árabil var sveppamassinn víða notaður meðal garðyrkjubænda með lífræna vottun, enda mjög ákjósanlegur og nærtækur áburður. Vottunarstofan Tún bannaði hins vegar notkun á honum fyrir um átta til tíu árum, en hann samanstendur meðal annars af efnum sem falla til við ræktun á Flúðasveppum og hænsnaskít frá kjúklingabúi á Suðurlandi. Til að nota áburð í lífrænt vottaðri ræktun sem ekki sé vottaður lífrænt, verður að vera hægt að sýna fram á að aðföngin innihaldi leyfileg efni – og hefur það átt við um sveppamassann.

Moltugerðin starfsleyfisskyld

Eiríkur Knútur Gunnarsson segir að áburðarverkefnið hafi að ýmsu leyti verið þyrnum stráð. Það hafi ekki verið flókið í framkvæmd og gefið af sér góða moltu, en reglugerðarbáknið sé flókið og það sé verið að vinna í því að finna flöt á þessu gagnvart Túni og Matvælastofnun svo hægt sé að halda áfram með það. „Við fengum meldingar um það að fiskislóg væri ekki leyfilegt áburðarefni, en ekki beint sagt að það mætti ekki nota það sem hráefni til moltugerðar.

Svo gerði Matvælastofnun skyndilega kröfu um það hjá okkur að moltugerðin yrði starfsleyfisskyld. Það er dálítið undarlegt, þar sem við erum bara að framleiða fyrir okkur sjálf og erlendis tíðkast það víðast hvar að bændur moltugera bara án nokkurrar aðkomu stjórnvalda.

Það sem vantar dálítið hérna á Íslandi er sérstök ráðgjöf fyrir lífræna ræktendur og það kemur vonandi þegar aðgerðaáætluninni verður fylgt eftir,“ segir Eiríkur, en eitt af markmiðum áburðarverkefnisins á Syðra-Holti var einmitt að afla þekkingar sem aðrir ræktendur gætu sótt í.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...