Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Áburðarframleiðsla á döfinni
Fréttir 23. mars 2023

Áburðarframleiðsla á döfinni

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Á Búnaðarþingi mun Þorvaldur Arnarsson, verkefnastjóri hjá Landeldi hf., kynna væntanlega áburðarframleiðslu fyrirtækisins.

Þorvaldur Arnarsson.

Landeldi sótti í október sl. um styrk til Evrópusambandsins fyrir verkefnið en það verður unnið í samvinnu við Bændasamtök Íslands, Ölfus Cluster, Orkídeu, færeysku verkfræðistofuna SMJ og Blue Ocean Technology frá Noregi. Verkefnið heitir Terraforming LIFE og sótt var um styrk að upphæð fimm milljón evra, sem samsvarar um 750 milljónum íslenskra króna.

„Markmið verkefnisins er að safna úrgangi úr landeldi og blanda við búfjárúrgang til að framleiða áburð til nota í landbúnaði, skógrækt og uppgræðslu lands. Verkefnið hefur hlotið brautargengi hinna ýmsu sjóða innanlands og má þar nefna styrki Tækniþróunarsjóðs, Matvælasjóðs og styrk umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins til eflingar hringrásarhagkerfisins. Þótt Landeldi hf. sé aðalumsækjandi í verkefninu hefur hver og einn meðumsækjandi sínu hlutverki að gegna í því og kemur þannig hver þeirra með sína sérfræðiþekkingu og reynslu að borðinu,“ segir Þorvaldur.

Hann bendir á að gríðarleg tækifæri felist í endurnýtingu úrgangs úr bæði landbúnaði og landeldi. „Innlend framleiðsla áburðar teljum við geta eflt hringrásarhagkerfið til mikilla muna, auk þess sem slíkt myndi auka bæði innlent fæðuöryggi og styrkja áfallaþol íslensks samfélags.“

Svars við styrkumsókninni má vænta á vormánuðum. „Spennan í hópnum er áþreifanleg. Í það minnsta er undirritaður farinn að standa sig að því að sofna með alla putta krossaða og vakna að morgni með greipar kirfilega spenntar.“

Skylt efni: áburðarframleiðsla

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...