Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Áburðarframleiðsla á döfinni
Fréttir 23. mars 2023

Áburðarframleiðsla á döfinni

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Á Búnaðarþingi mun Þorvaldur Arnarsson, verkefnastjóri hjá Landeldi hf., kynna væntanlega áburðarframleiðslu fyrirtækisins.

Þorvaldur Arnarsson.

Landeldi sótti í október sl. um styrk til Evrópusambandsins fyrir verkefnið en það verður unnið í samvinnu við Bændasamtök Íslands, Ölfus Cluster, Orkídeu, færeysku verkfræðistofuna SMJ og Blue Ocean Technology frá Noregi. Verkefnið heitir Terraforming LIFE og sótt var um styrk að upphæð fimm milljón evra, sem samsvarar um 750 milljónum íslenskra króna.

„Markmið verkefnisins er að safna úrgangi úr landeldi og blanda við búfjárúrgang til að framleiða áburð til nota í landbúnaði, skógrækt og uppgræðslu lands. Verkefnið hefur hlotið brautargengi hinna ýmsu sjóða innanlands og má þar nefna styrki Tækniþróunarsjóðs, Matvælasjóðs og styrk umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins til eflingar hringrásarhagkerfisins. Þótt Landeldi hf. sé aðalumsækjandi í verkefninu hefur hver og einn meðumsækjandi sínu hlutverki að gegna í því og kemur þannig hver þeirra með sína sérfræðiþekkingu og reynslu að borðinu,“ segir Þorvaldur.

Hann bendir á að gríðarleg tækifæri felist í endurnýtingu úrgangs úr bæði landbúnaði og landeldi. „Innlend framleiðsla áburðar teljum við geta eflt hringrásarhagkerfið til mikilla muna, auk þess sem slíkt myndi auka bæði innlent fæðuöryggi og styrkja áfallaþol íslensks samfélags.“

Svars við styrkumsókninni má vænta á vormánuðum. „Spennan í hópnum er áþreifanleg. Í það minnsta er undirritaður farinn að standa sig að því að sofna með alla putta krossaða og vakna að morgni með greipar kirfilega spenntar.“

Skylt efni: áburðarframleiðsla

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...