Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Aðeins 7% ferðamanna gera sér grein fyrir að Blöndulón sé uppistöðulón raforkuvers og að hluta manngert.
Aðeins 7% ferðamanna gera sér grein fyrir að Blöndulón sé uppistöðulón raforkuvers og að hluta manngert.
Mynd / Landsvirkjun
Fréttir 31. mars 2017

87% ferðamanna tóku ekki eftir Blönduvirkjun í umhverfinu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Mikilvægt er að nýjar byggingar og önnur mannvirki utan þéttbýlis hér á landi taki mið af verndun náttúru og falli vel að landslaginu á hverjum stað. Þetta er á meðal ályktana sem draga má af svörum ferðamanna sem birt eru í nýrri skýrslu Háskóla Íslands og unnin var fyrir Landsvirkjun. 
 
Í ljós kom að 87% þeirra sögðust ekki hafa tekið eftir virkjuninni við Blöndu eða tengdum mannvirkjum. Bróðurpartur þeirra sem þátt tóku, 92%, telja ósnortin víðerni hluta af aðdráttarafli svæðisins, þó þar megi sjá ýmis virkjunarmannvirki. Flestir, 89%, telja svæðið í kringum Blönduvirkjun náttúrulegt en um 7% telja það manngert.
 
Könnunin var gerð meðal ferðamanna síðastliðið sumar í nágrenni Blönduvirkjunar og gefur til kynna að langflestir ferðamenn í og við Blönduvirkjun eru ánægðir með dvöl sína á svæðinu, aðeins 8%  voru óánægð, að því er fram kemur á vef Landsvirkjunar. Þar segir einnig að meirihluta ferðamanna finnist svæðið náttúrulegt og telur ósnortin víðerni vera hluta af aðdráttarafli svæðisins, þrátt fyrir að þar megi sjá virkjunarmannvirki á borð við lón, stíflur, veituskurði, vegi og raflínur. Þess má geta að meðal ferðamanna voru flestir Þjóðverjar, eða 35%, Frakkar um 11% og Íslendingar rúm 9%.
 
Mannvirkin falli vel að landslaginu
 
Könnunin leiddi m.a. í ljós að 87% sögðust ekki hafa tekið eftir virkjuninni og tengdum mannvirkjum og meirihluti sagði tilvist virkjunarinnar ekki hafa áhrif á áhuga sinn á því að ferðast um svæðið. Í skýrslunni segir að í ljósi þess að virkjunarmannvirkin á Blöndusvæðinu trufli upplifun ferðamanna lítið megi draga þá ályktun að hönnun þeirra sé góð og þau falli vel að landslaginu.
 
Anna Dóra Sæþórsdóttir, prófessor í ferðamálafræði við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, er aðalhöfundur skýrslunnar. Markmiðið með rannsókninni var að kanna áhrifin af mannvirkjum á upplifun ferðamanna af náttúru landsins. Ákveðið var að skoða dæmi um virkjun í rekstri, bæði lón og stöðvarhús, sem er í nágrenni við fjölsótta ferðamannaleið yfir hálendið.
 
Meðal þess sem var kannað var hvort munur væri á viðhorfi ferðamanna til svæða þar sem þegar væri búið að reisa virkjun og á svæðum þar sem uppi eru hugmyndir um að reisa virkjun. Niðurstöður könnunarinnar voru bornar saman við niðurstöður sambærilegra kannana sem gerðar voru sumarið 2015 á sjö svæðum á landinu í tengslum við  þriðja áfanga rammaáætlunar.
 
 
Blönduvirkjun raskar ekki um of ímynd um ósnortið hálendi
 
Í ljós kom að um 92% ferðamannanna telja ósnortið víðerni vera hluta af aðdráttarafli Blöndusvæðisins og er þar um að ræða litlu lægra hlutfall en á þeim stöðum þar sem ekki hefur verið virkjað, en þar var hlutfallið á bilinu 93–98%. Það virðist því sem að Blönduvirkjun raski ekki um of þeirri ímynd sem hálendið hefur sem ósnortið víðerni í augum ferðamannanna sem þar fara um.
 
Á vef Landsvirkjunar er haft eftir Herði Arnarssyni forstjóra að þetta sé í fyrsta sinn sem svo viðamikil könnun sé gerð meðal ferðamanna á upplifun þeirra af virkjun í rekstri á Íslandi. „Ljóst er að ef vel er staðið að hönnun geta virkjanir og ferðamennska farið vel saman. Mikilvægt er að nýjar byggingar og önnur mannvirki utan þéttbýlis hér á landi taki mið af verndun náttúru og falli vel að landslaginu á hverjum stað.“ 

Skylt efni: Blönduvirkjun

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...