Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Áætlað er að 6,3 milljarðar tonna af plasti séu í dag rusl.
Áætlað er að 6,3 milljarðar tonna af plasti séu í dag rusl.
Mynd / iStockphotos
Fréttir 22. ágúst 2017

8,3 milljarðar ­tonna af plasti

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Um 8,3 milljarðar tonna af plasti hafa verið framleiddir frá því fjöldaframleiðsla hófst upp úr 1950. Um 60% af plasti sem nú er framleitt endar sem landfylling á urðunarstöðum. 
 
Það er niðurstaða viðamikilla rannsókna á kortlagningu alls plasts sem framleitt hefur verið og birtist í tímaritinu Science Advance. Í rannsókninni voru allar upplýsingar um plastframleiðslu í heiminum safnað saman og samtvinnuð við upplýsingar um fjölbreytta nýtingu plasts og mismunandi líftíma þess. Dæmigerð nýting plasts getur verið í allt frá nokkrum dögum, sem umbúðir, til meira en 30 ára, sem byggingarefni.
 
Höfundar rannsóknarinnar hyggja að 2,5 milljarðir tonna af plasti sé í notkun í dag um allan heim, mest af því í formi umbúða. Af þeim 8,3 milljörðum tonna sem framleiddir hafa verið er áætlað að 6,3 milljarðar tonna sé í dag rusl. Af því er áætlað að 12% hafi verið brennt en 79% sé nú í landfyllingum urðunarstaða. Aðeins 9% hefur verið endurunnið.
 
Plast er gerviefni sem unnið úr olíu og er nær ónæmt fyrir flestum náttúrulegum ferlum niðurbrots. Það hefur mikil áhrif á okkar nánasta umhverfi, en hægt er að leiða að því líkur að nær hver einasti einstaklingur noti plast á einhvern hátt til daglegra athafna þar sem það er t.a.m. að finna í umbúðum, húsgögnum, fötum og ílátum af ýmsu tagi.
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...