Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Áætlað er að 6,3 milljarðar tonna af plasti séu í dag rusl.
Áætlað er að 6,3 milljarðar tonna af plasti séu í dag rusl.
Mynd / iStockphotos
Fréttir 22. ágúst 2017

8,3 milljarðar ­tonna af plasti

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Um 8,3 milljarðar tonna af plasti hafa verið framleiddir frá því fjöldaframleiðsla hófst upp úr 1950. Um 60% af plasti sem nú er framleitt endar sem landfylling á urðunarstöðum. 
 
Það er niðurstaða viðamikilla rannsókna á kortlagningu alls plasts sem framleitt hefur verið og birtist í tímaritinu Science Advance. Í rannsókninni voru allar upplýsingar um plastframleiðslu í heiminum safnað saman og samtvinnuð við upplýsingar um fjölbreytta nýtingu plasts og mismunandi líftíma þess. Dæmigerð nýting plasts getur verið í allt frá nokkrum dögum, sem umbúðir, til meira en 30 ára, sem byggingarefni.
 
Höfundar rannsóknarinnar hyggja að 2,5 milljarðir tonna af plasti sé í notkun í dag um allan heim, mest af því í formi umbúða. Af þeim 8,3 milljörðum tonna sem framleiddir hafa verið er áætlað að 6,3 milljarðar tonna sé í dag rusl. Af því er áætlað að 12% hafi verið brennt en 79% sé nú í landfyllingum urðunarstaða. Aðeins 9% hefur verið endurunnið.
 
Plast er gerviefni sem unnið úr olíu og er nær ónæmt fyrir flestum náttúrulegum ferlum niðurbrots. Það hefur mikil áhrif á okkar nánasta umhverfi, en hægt er að leiða að því líkur að nær hver einasti einstaklingur noti plast á einhvern hátt til daglegra athafna þar sem það er t.a.m. að finna í umbúðum, húsgögnum, fötum og ílátum af ýmsu tagi.
Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið
Fréttir 25. nóvember 2022

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið

Grænbók stjórnvalda um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa var birt í S...

Nytjaréttur viðurkenndur
Fréttir 24. nóvember 2022

Nytjaréttur viðurkenndur

Í nýrri skýrslu um stöðu og áskoranir þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða segi...

Átak í sálrænni líðan
Fréttir 24. nóvember 2022

Átak í sálrænni líðan

Í Skotlandi hefur verkefni verið hleypt af stokkunum sem á að gæta að geðrænni h...

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun
Fréttir 24. nóvember 2022

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun

Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsbreytinga, orkuskipta og nýsköp...

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar
Fréttir 23. nóvember 2022

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar

Hinir árlegu hrútafundir, þar sem hrútaskráin er kynnt og ræktunarmálin rædd, er...

Greiddu 465 milljónir kr.
Fréttir 23. nóvember 2022

Greiddu 465 milljónir kr.

Í lok október greiddi matvælaráðuneytið 465 milljónir króna til bænda sem álag á...

Mikil fjölgun íbúa
Fréttir 22. nóvember 2022

Mikil fjölgun íbúa

Íbúar Hvalfjarðarsveitar eru nú orðnir 750 og hefur þeim fjölgað um 63 íbúa frá ...