Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Áætlað er að 6,3 milljarðar tonna af plasti séu í dag rusl.
Áætlað er að 6,3 milljarðar tonna af plasti séu í dag rusl.
Mynd / iStockphotos
Fréttir 22. ágúst 2017

8,3 milljarðar ­tonna af plasti

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Um 8,3 milljarðar tonna af plasti hafa verið framleiddir frá því fjöldaframleiðsla hófst upp úr 1950. Um 60% af plasti sem nú er framleitt endar sem landfylling á urðunarstöðum. 
 
Það er niðurstaða viðamikilla rannsókna á kortlagningu alls plasts sem framleitt hefur verið og birtist í tímaritinu Science Advance. Í rannsókninni voru allar upplýsingar um plastframleiðslu í heiminum safnað saman og samtvinnuð við upplýsingar um fjölbreytta nýtingu plasts og mismunandi líftíma þess. Dæmigerð nýting plasts getur verið í allt frá nokkrum dögum, sem umbúðir, til meira en 30 ára, sem byggingarefni.
 
Höfundar rannsóknarinnar hyggja að 2,5 milljarðir tonna af plasti sé í notkun í dag um allan heim, mest af því í formi umbúða. Af þeim 8,3 milljörðum tonna sem framleiddir hafa verið er áætlað að 6,3 milljarðar tonna sé í dag rusl. Af því er áætlað að 12% hafi verið brennt en 79% sé nú í landfyllingum urðunarstaða. Aðeins 9% hefur verið endurunnið.
 
Plast er gerviefni sem unnið úr olíu og er nær ónæmt fyrir flestum náttúrulegum ferlum niðurbrots. Það hefur mikil áhrif á okkar nánasta umhverfi, en hægt er að leiða að því líkur að nær hver einasti einstaklingur noti plast á einhvern hátt til daglegra athafna þar sem það er t.a.m. að finna í umbúðum, húsgögnum, fötum og ílátum af ýmsu tagi.
Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...