Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Skógarfoss.
Skógarfoss.
Mynd / Hörður Kristjánsson
Fréttir 8. janúar 2015

66,9 milljarðar á þriðja ársfjórðungi 2014

Höfundur: Vilmundur Hansen

Heildarútflutningur á þjónustu á þriðja ársfjórðungi 2014 var, samkvæmt bráðabirgðatölum, 173,3 milljarðar króna en innflutningur á þjónustu 93,1 milljarður.

Þjónustujöfnuður við útlönd var því jákvæður um 80,2 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi en var jákvæður um 69,9 milljarða á sama tíma árið 2013 á gengi hvors árs.

Ferðaþjónusta er í fyrsta skipti stærsti þjónustuliður í bæði inn- og útflutningi og var afgangur af henni 37,4 milljarðar. Útflutningur hennar nam 66,9 milljörðum og innflutningur 29,5 milljörðum. Afgangur vegna ferðaþjónustu voru rúmir 27 milljarðar á sama ársfjórðungi árið 2013.

Mestur afgangur var hinsvegar af samgöngu- og flutningaþjónustu eða 47,4 milljarðar. Útflutningur þeirra nam 64,9 milljörðum og innflutningur 17,5 milljörðum.

Önnur innflutt viðskiptaþjónusta nam 27,5 milljörðum og útflutningur 10,3 milljörðum á þriðja ársfjórðungi. Halli var því mestur af þeirri þjónustu eða 17,3 milljarðar.

Samhliða þessari útgáfu hefur brúartafla verið uppfærð. Taflan sýnir breytingar á útgefnum tölum á vöru- og þjónustuviðskiptum og tölum um viðskipti eins og þau birtast í greiðslujöfnuði. Breytingar hafa verið gerðar á niðurstöðum fyrir fyrsta ársfjórðung 2010.
 

Skylt efni: Ferðamenn | hagtölur

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...