Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
371 sauðfjárbú fær svæðisbundinn stuðning
Mynd / BBL
Fréttir 19. janúar 2018

371 sauðfjárbú fær svæðisbundinn stuðning

Matvælastofnun tilkynnti í dag að sauðfjárbændur, sem voru rétthafar svæðisbundins stuðnings árið 2017, hafi fengið greidda viðbótargreiðslu vegna svæðisbundins stuðnings. Það er í samræmi við ákvörðun stjórnvalda um stuðning við sauðfjárbændur.

Um er að ræða annan hluta aðgerða stjórnvalda af tveimur í samræmi við bráðabirgðaákvæði reglugerðar nr. 1183/2017 um stuðning við sauðfjárrækt.

Til þessa verkefnisins er varið 150 milljónum króna samkvæmt fjáraukalögum 2017.

Greiðsla til hvers sauðfjárbús sem uppfyllir skilyrði fyrir greiðslu svæðisbundins stuðnings er 402.684 kr. og til bænda í Árneshreppi, Strandahreppi, er 503.355 kr. (25% álag).

Alls nutu 371 sauðfjárbú þessa stuðnings.

Matvælastofnun stefnir að því í næstu viku að greiða síðari hluta þessa stuðnings stjórnvalda að upphæð 400 milljónir kr. sem snýr að greiðslu fyrir innlagt dilkakjöt á framleiðsluárinu 2017 til að draga úr kjaraskerðingu sauðfjárbænda.

/mast.is greindi frá

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...