Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
35" breyttur Benz Sprinter
Á faglegum nótum 27. apríl 2016

35" breyttur Benz Sprinter

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Laugardaginn 2. apríl var Askja með stóra sýningu á atvinnubílum frá Benz. Sá bíll sem vakti mesta athygli mína var 35" breyttur fjórhjóladrifinn sjö manna Benz Sprinter með hátt og lágt drif. 
 
Það er Orkubú Vestfjarða sem er að fá bílinn og miðað við breytingarnar og búnað bílsins ætti að vera hægt að bjóða honum ýmsar torfærur á vestfirskum raflínuslóðum. Breytingin var unnin af jeppaþjónustunni Breytir og kostaði undir 2 milljónum. Á bílnum er líka krani sem á að geta híft allt að tveimur tonnum. Í spjalli við Pál Halldór, sölustjóra atvinnubíla hjá Öskju, sagði hann mér að verðið á bílnum eins og hann er afhentur væri nálægt 10 milljónum. Ég fór smá hring á bílnum og fanst í þessum stutta bíltúr ótrúlega gott að keyra bílinn, þrátt fyrir stærð var hann lipur við þröngar aðstæður, krafturinn fínn enda ekki vanþörf á góðum krafti fyrir vestfirska vegi. Ég vil nota tækifærið og óska Orkubúi Vestfjarða til hamingju með vel útbúinn og flottan vinnubíl.
Nýir liðsmenn Bændablaðsins
Fréttir 21. júní 2024

Nýir liðsmenn Bændablaðsins

Lesendur hafa kannski tekið eftir nýjum efnisþáttum í blaðinu í vor. Hugarleikfi...

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun
Fréttir 21. júní 2024

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun

Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aðgengi að 3,2 milljarða króna fjármög...

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...