Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
35" breyttur Benz Sprinter
Á faglegum nótum 27. apríl 2016

35" breyttur Benz Sprinter

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Laugardaginn 2. apríl var Askja með stóra sýningu á atvinnubílum frá Benz. Sá bíll sem vakti mesta athygli mína var 35" breyttur fjórhjóladrifinn sjö manna Benz Sprinter með hátt og lágt drif. 
 
Það er Orkubú Vestfjarða sem er að fá bílinn og miðað við breytingarnar og búnað bílsins ætti að vera hægt að bjóða honum ýmsar torfærur á vestfirskum raflínuslóðum. Breytingin var unnin af jeppaþjónustunni Breytir og kostaði undir 2 milljónum. Á bílnum er líka krani sem á að geta híft allt að tveimur tonnum. Í spjalli við Pál Halldór, sölustjóra atvinnubíla hjá Öskju, sagði hann mér að verðið á bílnum eins og hann er afhentur væri nálægt 10 milljónum. Ég fór smá hring á bílnum og fanst í þessum stutta bíltúr ótrúlega gott að keyra bílinn, þrátt fyrir stærð var hann lipur við þröngar aðstæður, krafturinn fínn enda ekki vanþörf á góðum krafti fyrir vestfirska vegi. Ég vil nota tækifærið og óska Orkubúi Vestfjarða til hamingju með vel útbúinn og flottan vinnubíl.
Styrkja vöruþróun út frá matarhefð
Fréttir 29. maí 2024

Styrkja vöruþróun út frá matarhefð

Tíu milljónum króna var fyrir skemmstu úthlutað af innviðaráðuneytinu til verkef...

Afhending Kuðungsins
Fréttir 28. maí 2024

Afhending Kuðungsins

Sorpa og Bambahús eru handhafar Kuðungsins árið 2024.

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum
Fréttir 28. maí 2024

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum

Matvælastofnun hefur nýlega tilkynnt um að Gas- og jarðgerðarstöð Sorpu (GAJA) h...

Heimaframleiðsla lögleg
Fréttir 28. maí 2024

Heimaframleiðsla lögleg

Heimaframleiðsla nefnist umgjörð sem sköpuð var til að heimila litlum aðilum í F...

Bjórinn Naddi sló í gegn í London
Fréttir 28. maí 2024

Bjórinn Naddi sló í gegn í London

Fjórir íslenskir bjórar frá KHB brugghúsi á Borgarfirði eystra hlutu bresk bjórv...

Listeríusýkingar vaxandi vandamál
Fréttir 27. maí 2024

Listeríusýkingar vaxandi vandamál

Tíðni listeríusýkinga í Evrópu fer vaxandi og samkvæmt greiningum á fyrstu þremu...

Göngustígar hjá Geysi
Fréttir 27. maí 2024

Göngustígar hjá Geysi

Framkvæmdir við nýtt gönguleiðakerfi á Geysissvæðinu í Haukadal í Bláskógabyggð ...

Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár
Fréttir 27. maí 2024

Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár

Alþjóðlegu vínsamtökin International Organisation of Vine and Wine (OIV) segja í...