Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
35" breyttur Benz Sprinter
Fræðsluhornið 27. apríl 2016

35" breyttur Benz Sprinter

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Laugardaginn 2. apríl var Askja með stóra sýningu á atvinnubílum frá Benz. Sá bíll sem vakti mesta athygli mína var 35" breyttur fjórhjóladrifinn sjö manna Benz Sprinter með hátt og lágt drif. 
 
Það er Orkubú Vestfjarða sem er að fá bílinn og miðað við breytingarnar og búnað bílsins ætti að vera hægt að bjóða honum ýmsar torfærur á vestfirskum raflínuslóðum. Breytingin var unnin af jeppaþjónustunni Breytir og kostaði undir 2 milljónum. Á bílnum er líka krani sem á að geta híft allt að tveimur tonnum. Í spjalli við Pál Halldór, sölustjóra atvinnubíla hjá Öskju, sagði hann mér að verðið á bílnum eins og hann er afhentur væri nálægt 10 milljónum. Ég fór smá hring á bílnum og fanst í þessum stutta bíltúr ótrúlega gott að keyra bílinn, þrátt fyrir stærð var hann lipur við þröngar aðstæður, krafturinn fínn enda ekki vanþörf á góðum krafti fyrir vestfirska vegi. Ég vil nota tækifærið og óska Orkubúi Vestfjarða til hamingju með vel útbúinn og flottan vinnubíl.
Ísteka riftir samningum við bændur
Fréttir 8. desember 2021

Ísteka riftir samningum við bændur

Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við þá bændur sem sjást beita hry...

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022
Fréttir 8. desember 2021

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022

New Holland dráttar­véla­framleiðandinn heldur áfram að sópa að sér verðlaunum o...

Konur borða meira af laufabrauði en karlar
Fréttir 8. desember 2021

Konur borða meira af laufabrauði en karlar

Um 90% þjóðarinnar borða laufabrauð um jólin samkvæmt könnun sem Gallup gerði fy...

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum
Fréttir 8. desember 2021

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum

Niðurstöður könnunar benda til skorts á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum. Sa...

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...