Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
32 þúsund tonnum ráðstafað til sérstakra aðgerða í fiskveiðistjórnunarkerfinu
Fréttir 17. júlí 2018

32 þúsund tonnum ráðstafað til sérstakra aðgerða í fiskveiðistjórnunarkerfinu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða er 5,3% af heildarafla í hverri fisktegund dregið af leyfilegum heildarafla til að mæta áföllum, til stuðnings byggðalögum, til línuívilnunar, til strandveiða, til rækju- og skelbóta, frístundaveiðar og til annarra tímabundinna ráðstafana til að auka byggðafestu.

 

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, úthlutar nú 32.380 tonnum upp úr sjó eða alls 25.456 þorskígildistonnum vegna þessa á fiskveiðiárinu 2018/2019. Til samanburðar var á fiskveiðiárinu 2017/2018 úthlutað 33.145 tonnum upp úr sjó eða alls 26.362 þorskígildistonnum.

Ástæða þessarar lækkunar er fyrst og fremst vegna innbyrðis breytinga á þorskígildum milli tegunda sem skýrist af því að meðalverð á þorski hefur hækkað meira en meðalverð flestra annarra tegunda. Auk þessa er byggt á varfærinni spá um uppsjávarafla 2019.

Þrátt fyrir þessa lítillegu lækkun á heildarmagni mun magn í flestar aðgerðir verða nær óbreytt á milli ára. Eina undantekningin er magn í línuívilnun, en lækkun þess magns tekur mið af nýtingu línuívilnunar á þessu fiskveiðiári.
 

Skylt efni: sjávarútvegur

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...