Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
32 þúsund tonnum ráðstafað til sérstakra aðgerða í fiskveiðistjórnunarkerfinu
Fréttir 17. júlí 2018

32 þúsund tonnum ráðstafað til sérstakra aðgerða í fiskveiðistjórnunarkerfinu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða er 5,3% af heildarafla í hverri fisktegund dregið af leyfilegum heildarafla til að mæta áföllum, til stuðnings byggðalögum, til línuívilnunar, til strandveiða, til rækju- og skelbóta, frístundaveiðar og til annarra tímabundinna ráðstafana til að auka byggðafestu.

 

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, úthlutar nú 32.380 tonnum upp úr sjó eða alls 25.456 þorskígildistonnum vegna þessa á fiskveiðiárinu 2018/2019. Til samanburðar var á fiskveiðiárinu 2017/2018 úthlutað 33.145 tonnum upp úr sjó eða alls 26.362 þorskígildistonnum.

Ástæða þessarar lækkunar er fyrst og fremst vegna innbyrðis breytinga á þorskígildum milli tegunda sem skýrist af því að meðalverð á þorski hefur hækkað meira en meðalverð flestra annarra tegunda. Auk þessa er byggt á varfærinni spá um uppsjávarafla 2019.

Þrátt fyrir þessa lítillegu lækkun á heildarmagni mun magn í flestar aðgerðir verða nær óbreytt á milli ára. Eina undantekningin er magn í línuívilnun, en lækkun þess magns tekur mið af nýtingu línuívilnunar á þessu fiskveiðiári.
 

Skylt efni: sjávarútvegur

Bláskógabyggð fremst í flokki
Fréttir 12. nóvember 2025

Bláskógabyggð fremst í flokki

Bláskógabyggð hefur verið útnefnd í fyrsta sæti af fjórum „Sveitarfélögum ársins...

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi
Fréttir 11. nóvember 2025

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi

Á dögunum voru kynnt áform um opnun þjónustumiðstöðvar, sem Drangar ehf. ætla að...

Nýr verslunarstjóri í Hrísey
Fréttir 11. nóvember 2025

Nýr verslunarstjóri í Hrísey

Ásrún Ýr Gestsdóttir tók í haust við sem verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar. He...

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings
Fréttir 11. nóvember 2025

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings

Dalabyggð og Húnaþing vestra eru nú á fullu í sameiningarviðræðum en ákveðið hef...

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi
Fréttir 10. nóvember 2025

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi

Veðurstofan hefur vaktað ýmis efni í úrkomu og lofti á Stórhöfða í Vestmannaeyju...

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt
Fréttir 10. nóvember 2025

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt

Umsagnarferli um umdeild frumvarpsdrög þar sem breyta á búvörulögum, lauk 24. ok...

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...