Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
2,4 milljarða króna halli á vöruskiptunum við útlönd á fyrri helmingi ársins
Fréttir 31. júlí 2014

2,4 milljarða króna halli á vöruskiptunum við útlönd á fyrri helmingi ársins

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í júnímánuði voru fluttar út vörur fyrir 40,7 milljarða króna og inn fyrir 48,3 milljarða króna fob (51,8 milljarða króna cif). Vöruskiptin í júní, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 7,7 milljarða króna. Í júní 2013 voru vöruskiptin hagstæð um 1,1 milljarð króna á gengi hvors árs samkvæmt því sem segir á vef Hagstofu Íslands.

Fyrstu sex mánuði ársins 2014 voru fluttar út vörur fyrir 265,4 milljarða króna en inn fyrir 267,8 milljarða króna fob (288,1 milljarð króna cif). Vöruskiptin við útlönd voru því óhagstæð um 2,4 milljarða króna, reiknað á fob verðmæti, en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 25,1 milljarð á gengi hvors árs. Vöruskiptajöfnuðurinn var því  27,5 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður.
 
Útflutningur
Fyrstu sex mánuði ársins 2014 var verðmæti vöruútflutnings 31,3 milljörðum eða 10,6% lægra á gengi hvors árs en á sama tíma árið áður. Iðnaðarvörur voru 52% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 10,7% lægra en á sama tíma árið áður, aðallega vegna áls. Sjávarafurðir voru 42,5% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 13,3% lægra en á sama tíma árið áður.

Innflutningur
Fyrstu sex mánuði ársins 2014 var verðmæti vöruinnflutnings 3,8 milljörðum eða 1,4% lægra á gengi hvors árs en á sama tíma árið áður, aðallega vegna hrá- og rekstrarvöru, eldsneytis, fjárfestingavöru og flugvéla. Á móti kom aukinn innflutningur á fólksbílum og skipum.

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri
Fréttir 27. janúar 2023

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri

Samkvæmt niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) úr skýrsluhaldi na...

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar
Fréttir 27. janúar 2023

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar

Skeljungur og Fóðurblandan hafa birt verðskrá fyrir þær tegundir af áburði sem f...

Ekkert veiðibann á döfinni
Fréttir 26. janúar 2023

Ekkert veiðibann á döfinni

Veiðibann á grágæs hefur ekki tekið gildi á Íslandi og ekki stendur til að banna...

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt
Fréttir 26. janúar 2023

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt

Stakkhamar 2 í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi hefur skotist á toppinn ...

Niðurtröppun greiðslumarks að hefjast
Fréttir 25. janúar 2023

Niðurtröppun greiðslumarks að hefjast

Niðurtröppun á greiðslumarki í sauðfjárrækt hefst á þessu ári, samkvæmt núgildan...

Úrræði sem eigi að nýtast ungum bændum
Fréttir 24. janúar 2023

Úrræði sem eigi að nýtast ungum bændum

Ungir bændur hafa verið að kalla eftir því að þeir geti nýtt öll fasteignakaupsú...

Útgáfa fyrstu vottuðu kolefniseininganna
Fréttir 23. janúar 2023

Útgáfa fyrstu vottuðu kolefniseininganna

Yggdrasill Carbon hefur fengið útgefnar fyrstu íslensku vottuðu kolefniseiningar...

Vinnsla á próteini úr grasi
Fréttir 20. janúar 2023

Vinnsla á próteini úr grasi

Þörf heimsins fyrir prótein er alltaf að aukast og sífellt er leitað leiða til a...