Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
2,4 milljarða króna halli á vöruskiptunum við útlönd á fyrri helmingi ársins
Fréttir 31. júlí 2014

2,4 milljarða króna halli á vöruskiptunum við útlönd á fyrri helmingi ársins

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í júnímánuði voru fluttar út vörur fyrir 40,7 milljarða króna og inn fyrir 48,3 milljarða króna fob (51,8 milljarða króna cif). Vöruskiptin í júní, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 7,7 milljarða króna. Í júní 2013 voru vöruskiptin hagstæð um 1,1 milljarð króna á gengi hvors árs samkvæmt því sem segir á vef Hagstofu Íslands.

Fyrstu sex mánuði ársins 2014 voru fluttar út vörur fyrir 265,4 milljarða króna en inn fyrir 267,8 milljarða króna fob (288,1 milljarð króna cif). Vöruskiptin við útlönd voru því óhagstæð um 2,4 milljarða króna, reiknað á fob verðmæti, en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 25,1 milljarð á gengi hvors árs. Vöruskiptajöfnuðurinn var því  27,5 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður.
 
Útflutningur
Fyrstu sex mánuði ársins 2014 var verðmæti vöruútflutnings 31,3 milljörðum eða 10,6% lægra á gengi hvors árs en á sama tíma árið áður. Iðnaðarvörur voru 52% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 10,7% lægra en á sama tíma árið áður, aðallega vegna áls. Sjávarafurðir voru 42,5% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 13,3% lægra en á sama tíma árið áður.

Innflutningur
Fyrstu sex mánuði ársins 2014 var verðmæti vöruinnflutnings 3,8 milljörðum eða 1,4% lægra á gengi hvors árs en á sama tíma árið áður, aðallega vegna hrá- og rekstrarvöru, eldsneytis, fjárfestingavöru og flugvéla. Á móti kom aukinn innflutningur á fólksbílum og skipum.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...