Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
2,4 milljarða króna halli á vöruskiptunum við útlönd á fyrri helmingi ársins
Fréttir 31. júlí 2014

2,4 milljarða króna halli á vöruskiptunum við útlönd á fyrri helmingi ársins

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í júnímánuði voru fluttar út vörur fyrir 40,7 milljarða króna og inn fyrir 48,3 milljarða króna fob (51,8 milljarða króna cif). Vöruskiptin í júní, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 7,7 milljarða króna. Í júní 2013 voru vöruskiptin hagstæð um 1,1 milljarð króna á gengi hvors árs samkvæmt því sem segir á vef Hagstofu Íslands.

Fyrstu sex mánuði ársins 2014 voru fluttar út vörur fyrir 265,4 milljarða króna en inn fyrir 267,8 milljarða króna fob (288,1 milljarð króna cif). Vöruskiptin við útlönd voru því óhagstæð um 2,4 milljarða króna, reiknað á fob verðmæti, en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 25,1 milljarð á gengi hvors árs. Vöruskiptajöfnuðurinn var því  27,5 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður.
 
Útflutningur
Fyrstu sex mánuði ársins 2014 var verðmæti vöruútflutnings 31,3 milljörðum eða 10,6% lægra á gengi hvors árs en á sama tíma árið áður. Iðnaðarvörur voru 52% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 10,7% lægra en á sama tíma árið áður, aðallega vegna áls. Sjávarafurðir voru 42,5% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 13,3% lægra en á sama tíma árið áður.

Innflutningur
Fyrstu sex mánuði ársins 2014 var verðmæti vöruinnflutnings 3,8 milljörðum eða 1,4% lægra á gengi hvors árs en á sama tíma árið áður, aðallega vegna hrá- og rekstrarvöru, eldsneytis, fjárfestingavöru og flugvéla. Á móti kom aukinn innflutningur á fólksbílum og skipum.

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi
Fréttir 5. desember 2022

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi

Þrír starfsmenn Matvælastofnunar vekja athygli á nýjum lögum um dýralyf, í grein...

Fögur framtíðarsýn
Fréttir 5. desember 2022

Fögur framtíðarsýn

Svandís Svavarsdóttir matvæla­ráðherra kynnti á Matvælaþinginu drög að matvælast...

Þreifingar hafnar um útflutning
Fréttir 5. desember 2022

Þreifingar hafnar um útflutning

Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hóf nýlega framleiðslu á hafrajógúrt og hafra...

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...