Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
2,3% starfa í landbúnaði og 2,6% við fiskveiða
Fréttir 6. mars 2015

2,3% starfa í landbúnaði og 2,6% við fiskveiða

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt vinnumarkaðs­rannsókn Hagstofunnar voru að jafnaði um 177.700 manns starfandi á vinnumarkaði árið 2014. Karlar voru 52,2% af starfandi fólki og konur 47,8%.  2,3% fólks á vinnumarkaði starfa við landbúnað.

Hlutfall starfandi fólks eftir atvinnugreinum í aðal- og aukastarfi árið 2014 skiptist þannig að við heild- og smásöluverslun starfa 13,6%, við fræðslustarfsemi 13,3%, við heilbrigðis- og félagsþjónustu 12,2%, við framleiðsla ýmiskonar 11,5%. 6,8% starfa við rekstur gisti- og veitingastaða en 6,5% við sérfræði-, vísinda- og tæknileg starfsemi, í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð 6,1% og flutninga og geymslu 6,1%.  Einungis 2,3% starfa við landbúna.

Kynskiptur vinnumarkaður

Séu atvinnugreinar eru skoðaðar eftir kyni sést að vinnumarkaðurinn er talsvert kynskiptur. Rúmlega 42% kvenna á vinnumarkaði starfa hjá hjá fyrirtækjum eða stofnunum sem heyra undir fræðslustarfsemi og heilbrigðis- og félagsþjónustu.

Árið 2014 unnu 21,3% af öllum starfandi konum hjá fyrirtækjum eða stofnunum tengdum fræðslustarfsemi. Af þeim sem starfa í greininni voru konur 76,8% en hlutfall karla var 23,2%.

Við heilbrigðis- og félags­þjónustu störfuðu 20,9% kvenna árið 2014 sem er 81,8% af öllu starfandi fólki í greininni. Flestir karlar, eða 15,2%, starfa við framleiðslu sem er 68,8% af öllum í greininni.

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...