Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
2,3% starfa í landbúnaði og 2,6% við fiskveiða
Fréttir 6. mars 2015

2,3% starfa í landbúnaði og 2,6% við fiskveiða

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt vinnumarkaðs­rannsókn Hagstofunnar voru að jafnaði um 177.700 manns starfandi á vinnumarkaði árið 2014. Karlar voru 52,2% af starfandi fólki og konur 47,8%.  2,3% fólks á vinnumarkaði starfa við landbúnað.

Hlutfall starfandi fólks eftir atvinnugreinum í aðal- og aukastarfi árið 2014 skiptist þannig að við heild- og smásöluverslun starfa 13,6%, við fræðslustarfsemi 13,3%, við heilbrigðis- og félagsþjónustu 12,2%, við framleiðsla ýmiskonar 11,5%. 6,8% starfa við rekstur gisti- og veitingastaða en 6,5% við sérfræði-, vísinda- og tæknileg starfsemi, í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð 6,1% og flutninga og geymslu 6,1%.  Einungis 2,3% starfa við landbúna.

Kynskiptur vinnumarkaður

Séu atvinnugreinar eru skoðaðar eftir kyni sést að vinnumarkaðurinn er talsvert kynskiptur. Rúmlega 42% kvenna á vinnumarkaði starfa hjá hjá fyrirtækjum eða stofnunum sem heyra undir fræðslustarfsemi og heilbrigðis- og félagsþjónustu.

Árið 2014 unnu 21,3% af öllum starfandi konum hjá fyrirtækjum eða stofnunum tengdum fræðslustarfsemi. Af þeim sem starfa í greininni voru konur 76,8% en hlutfall karla var 23,2%.

Við heilbrigðis- og félags­þjónustu störfuðu 20,9% kvenna árið 2014 sem er 81,8% af öllu starfandi fólki í greininni. Flestir karlar, eða 15,2%, starfa við framleiðslu sem er 68,8% af öllum í greininni.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...