Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
2,3% starfa í landbúnaði og 2,6% við fiskveiða
Fréttir 6. mars 2015

2,3% starfa í landbúnaði og 2,6% við fiskveiða

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt vinnumarkaðs­rannsókn Hagstofunnar voru að jafnaði um 177.700 manns starfandi á vinnumarkaði árið 2014. Karlar voru 52,2% af starfandi fólki og konur 47,8%.  2,3% fólks á vinnumarkaði starfa við landbúnað.

Hlutfall starfandi fólks eftir atvinnugreinum í aðal- og aukastarfi árið 2014 skiptist þannig að við heild- og smásöluverslun starfa 13,6%, við fræðslustarfsemi 13,3%, við heilbrigðis- og félagsþjónustu 12,2%, við framleiðsla ýmiskonar 11,5%. 6,8% starfa við rekstur gisti- og veitingastaða en 6,5% við sérfræði-, vísinda- og tæknileg starfsemi, í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð 6,1% og flutninga og geymslu 6,1%.  Einungis 2,3% starfa við landbúna.

Kynskiptur vinnumarkaður

Séu atvinnugreinar eru skoðaðar eftir kyni sést að vinnumarkaðurinn er talsvert kynskiptur. Rúmlega 42% kvenna á vinnumarkaði starfa hjá hjá fyrirtækjum eða stofnunum sem heyra undir fræðslustarfsemi og heilbrigðis- og félagsþjónustu.

Árið 2014 unnu 21,3% af öllum starfandi konum hjá fyrirtækjum eða stofnunum tengdum fræðslustarfsemi. Af þeim sem starfa í greininni voru konur 76,8% en hlutfall karla var 23,2%.

Við heilbrigðis- og félags­þjónustu störfuðu 20,9% kvenna árið 2014 sem er 81,8% af öllu starfandi fólki í greininni. Flestir karlar, eða 15,2%, starfa við framleiðslu sem er 68,8% af öllum í greininni.

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...