2015 Alþjóðlegt ár jarðvegs
Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur lýst árið 2015 Alþjóðlegt ár jarðvegs. Einkunnarorð ársins eru: Heilbrigður jarðvegur heilbrigt líf.
Víða í heiminum á sér stað gríðarleg jarðvegaseyðing af völdum uppblásturs, eins og á Íslandi, skógareyðinga, mengunar, loftlagsbreytinga og annar ástæðna.
Drottning lífsins
Í kvæðinu Mold kallar Steinn Steinarr þann hluta jarðvegsins sem í daglegu tali nefnist mold Drottningu lífsins, móður og lífgjafa allra lifandi. Lýsing Steins gæti ekki verið betri því að við eru háðari jarðveginum en marga grunar. Jarðvegur er undirstað stórs hluta matvælaframleiðslu í heiminum hvort sem það er ræktun matjurta eða búfjár.
Mikilvægi jarðvegs í forgrunni
Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna mun á næsta ári stefna að því að auka vitund almennings á mikilvægi jarðvegs fyrir lífið á jörðinni. Gefið verður út fræðsluefni, stutt við verkefni sem fela í sér betri nýtingu og viðhaldi á jarðvegi