Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Eliza Reid forsetafrú afhenti verðlaun fyrir þjóðlega rétti. Hér afhendir hún Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur verðlaun fyrir vinsælasta réttinn í netkosningu.
Eliza Reid forsetafrú afhenti verðlaun fyrir þjóðlega rétti. Hér afhendir hún Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur verðlaun fyrir vinsælasta réttinn í netkosningu.
Mynd / TB
Fréttir 30. maí 2018

107 uppskriftir bárust í keppni um þjóðlega rétti

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Harðfisksúpa var hlutskörpust í vali í hugmyndasamkeppninni „Þjóðlegir réttir á okkar veg“ sem Matarauður Íslands stóð fyrir á dögunum. Eliza Reid forsetafrú afhenti verðlaun til þátttakenda á uppskeruhátíð sem haldin var í nýjum húsakynnum Mathallarinnar á Granda á mánudaginn var. Gestum bauðst að smakka á réttunum sem voru hver öðrum betri. Veitingastaðir um allt land munu á næstunni velja einn rétt til þess að setja á matseðilinn hjá sér.

Alls bárust 107 hugmyndir og uppskriftir af þjóðlegum réttum en keppnin var opin og öllum frjálst að senda inn tillögur. Það gætti ýmissa grasa, allt frá njólasúpu, grasystingi og grjúpáni í skemmtilega útfærða samtímarétti. Algengustu hugmyndirnar án uppskriftar voru kótelettur í raspi, plokkfiskur og útgáfur af lúxuspylsum, ýmist með fiski eða kjöti.

Nemendur í Hótel- og veitingaskólanum útfærðu hugmyndirnar í samvinnu við sína kennara. Dómnefnd mat svo árangurinn en efstu 5 vinningshafarnir fengu veglegar matarkörfur ásamt því sem vinsælasti rétturinn í netkosningu fékk verðlaun.

Vinningshafar í hugmyndasamkeppninni Þjóðlegir réttir á okkar veg voru:

1. sæti. Harðfisksúpa. Baldur Garðarsson

2. sæti. Íslenskt ramen, rófunúðlukjötsúpa. Hafliði Sævarsson.

3. sæti. Brauðsúpa. Anna Lára Pálsdóttir.

4. sæti. Rófugrautur. Helga Jóna Þorkelsdóttir.

5. sæti. Nesti smaladrengsins. Hafsteinn Hjartarson.

Vinsælasti rétturinn samkvæmt netkosningu var Fjallagrasa-brulee sem kúabóndinn og fyrrum þingmaðurinn, Jóhanna María Sigmundsdóttir, átti heiðurinn af.

Vinningar voru ekki af verri endanum, stútfullar gjafakörfur af matvörum frá Beint frá býli, Mjólkursamsölunni og flugmiði frá Air Iceland Connect fyrir fyrsta sætið.

Samhliða söfnun uppskrifta óskaði Matarauður Íslands eftir skriflegum matarminningum. Þær er hægt að senda áfram inn í gegnum vefsíðuna mataraudur.is.

24 myndir:

Bláskógabyggð fremst í flokki
Fréttir 12. nóvember 2025

Bláskógabyggð fremst í flokki

Bláskógabyggð hefur verið útnefnd í fyrsta sæti af fjórum „Sveitarfélögum ársins...

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi
Fréttir 11. nóvember 2025

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi

Á dögunum voru kynnt áform um opnun þjónustumiðstöðvar, sem Drangar ehf. ætla að...

Nýr verslunarstjóri í Hrísey
Fréttir 11. nóvember 2025

Nýr verslunarstjóri í Hrísey

Ásrún Ýr Gestsdóttir tók í haust við sem verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar. He...

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings
Fréttir 11. nóvember 2025

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings

Dalabyggð og Húnaþing vestra eru nú á fullu í sameiningarviðræðum en ákveðið hef...

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi
Fréttir 10. nóvember 2025

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi

Veðurstofan hefur vaktað ýmis efni í úrkomu og lofti á Stórhöfða í Vestmannaeyju...

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt
Fréttir 10. nóvember 2025

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt

Umsagnarferli um umdeild frumvarpsdrög þar sem breyta á búvörulögum, lauk 24. ok...

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...