Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra hefur úthlutað alls 100 milljónum króna til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar á starfssvæði Eyþings.
Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra hefur úthlutað alls 100 milljónum króna til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar á starfssvæði Eyþings.
Líf og starf 15. febrúar 2018

100 milljónir í styrki vegna margvíslegra verkefna

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra hefur úthlutað alls 100 milljónum króna til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar á starfssvæði Eyþings. 
 
Sjóðurinn er samkeppnissjóður og veitir verkefnastyrki til menningarverkefna, atvinnuþróunar og nýsköpunar auk stofn- og rekstrarstyrkja til menningarmála. Hann er hluti af samningi milli Eyþings og ríkisins um Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015–2019. 
 
Uppbyggingarsjóði bárust samtals 133 umsóknir, þar af 51 til atvinnuþróunar og nýsköpunar og 82 til menningar. Uppbyggingarsjóður samþykkti að veita 85 verkefnum styrkvilyrði að upphæð 100 milljónir króna.  Samtals var sótt um rúmlega 271 milljón í sjóðinn að þessu sinni.
 
Meðal verkefna má nefna að Ágúst Marinó Ágústsson hlaut eina milljón króna til að vinna að spænisframleiðslu. Búnaðarsamband S-Þingeyjarsýslu fékk hálfa milljón vegna verkefnis sem nefnist Matarauður Þingeyjarsýslu, Fræðasetur um forystufé hlaut þrjá styrki, ríflega 2 milljónir í allt, vegna þriggja verkefna, m.a. að koma upp útilistaverki við setrið og annars verkefnis sem ber nafnið Fjalla Bensi. Þá hlaut Hafsteinn Hjálmarsson 750 þúsund krónur til að setja upp kjötvinnslu á Gilsbakka, Heimskautagerðið á Raufarhöfn fékk eina milljón króna og Hjörleifur Hjartarson sömu upphæð til að vinna að hljóðleiðsögn um Dalvík. 
 
Verksmiðjan á Hjalteyri fékk 4 milljónir króna. Kvenfélagið Baugur í Grímsey hlaut styrk til að vinna að atvinnuskapandi hönnun í eynni. Vistorka hlaut tvo styrki, annan vegna verkefnis sem heitir Jarðefnalaus Hrísey og hitt vegna nýtingar á lífrænum úrgangi. Skjálftasetrið á Kópaskeri hlaut styrk og einnig Könnunarsetrið á Húsavík. Þróunarverkefni vegna grænþörunga hlaut sömuleiðis styrk og sjónvarpsstöðin N4 fékk 3,3 milljónir króna vegna verkefnis sem heitir „Uppskrift að góðum degi“. 
Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...