Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra hefur úthlutað alls 100 milljónum króna til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar á starfssvæði Eyþings.
Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra hefur úthlutað alls 100 milljónum króna til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar á starfssvæði Eyþings.
Líf og starf 15. febrúar 2018

100 milljónir í styrki vegna margvíslegra verkefna

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra hefur úthlutað alls 100 milljónum króna til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar á starfssvæði Eyþings. 
 
Sjóðurinn er samkeppnissjóður og veitir verkefnastyrki til menningarverkefna, atvinnuþróunar og nýsköpunar auk stofn- og rekstrarstyrkja til menningarmála. Hann er hluti af samningi milli Eyþings og ríkisins um Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015–2019. 
 
Uppbyggingarsjóði bárust samtals 133 umsóknir, þar af 51 til atvinnuþróunar og nýsköpunar og 82 til menningar. Uppbyggingarsjóður samþykkti að veita 85 verkefnum styrkvilyrði að upphæð 100 milljónir króna.  Samtals var sótt um rúmlega 271 milljón í sjóðinn að þessu sinni.
 
Meðal verkefna má nefna að Ágúst Marinó Ágústsson hlaut eina milljón króna til að vinna að spænisframleiðslu. Búnaðarsamband S-Þingeyjarsýslu fékk hálfa milljón vegna verkefnis sem nefnist Matarauður Þingeyjarsýslu, Fræðasetur um forystufé hlaut þrjá styrki, ríflega 2 milljónir í allt, vegna þriggja verkefna, m.a. að koma upp útilistaverki við setrið og annars verkefnis sem ber nafnið Fjalla Bensi. Þá hlaut Hafsteinn Hjálmarsson 750 þúsund krónur til að setja upp kjötvinnslu á Gilsbakka, Heimskautagerðið á Raufarhöfn fékk eina milljón króna og Hjörleifur Hjartarson sömu upphæð til að vinna að hljóðleiðsögn um Dalvík. 
 
Verksmiðjan á Hjalteyri fékk 4 milljónir króna. Kvenfélagið Baugur í Grímsey hlaut styrk til að vinna að atvinnuskapandi hönnun í eynni. Vistorka hlaut tvo styrki, annan vegna verkefnis sem heitir Jarðefnalaus Hrísey og hitt vegna nýtingar á lífrænum úrgangi. Skjálftasetrið á Kópaskeri hlaut styrk og einnig Könnunarsetrið á Húsavík. Þróunarverkefni vegna grænþörunga hlaut sömuleiðis styrk og sjónvarpsstöðin N4 fékk 3,3 milljónir króna vegna verkefnis sem heitir „Uppskrift að góðum degi“. 
Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...