Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
„Viðhaldinu“ þarf að sinna og helst með ást og umhyggju
Fréttir 25. júní 2018

„Viðhaldinu“ þarf að sinna og helst með ást og umhyggju

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Nú eru margir byrjaðir í heyskap eða að byrja. Á hverju ári hafa komið fréttir af bruna dráttarvéla og tækja sem við þær eru tengd. Samkvæmt rannsóknum sem dráttarvélaframleiðandinn John Deere gerði í USA þar sem dráttarvélar brunnu þá var orsökin í 75% tilfella að eldur kviknaði og náði að magnast upp vegna óhreininda (þurrt gras, lauf og olíulekaóhreinindi).
 
Þá kom einnig í ljós að fyrsti neistinn sem læsti sig í óhreinindin var oftast frá legum sem voru þurrar, brotnar og ofhitnuðu.
 
Við nánari lestur á þessari rannsókn sem vitnað er til, þá hafði gleymst að smyrja í legur (koppa). Koppar voru stíflaðir og tóku ekki smurningu.
 
Svona afsakanir á enginn að láta frá sér, það þarf að smyrja reglulega í alla koppa og ef koppur er stíflaður er í 99% tilfella mjög auðvelt að skipta út smurkoppum. Víða eru til sölu litlir kassar með mismunandi koppum sem gott er að eiga. 
 
Auðvelt að þrífa flestar vélar
 
Glussatengi vilja oft smita olíu og í olíusmitið vill safnast ryk, drulla og sandur. Að halda tengjakistunni aftan á vélinni hreinni er afar auðvelt með því að nota olíuhreinsi og heitt vatn. 
 
Mér hefur reynst það vel að vera með steinolíu í lítilli rauðkálskrukku og lítinn málningarpensil sem ég notaði til að þrífa sand og mold úr hraðtengjunum áður en tengin eru notuð.
 
Reglulega þarf að hreinsa gras og hey sem oft vill festast hvort sínum megin við vatnkassann og olíukælinn á vélum. Þetta er svo vel vindþurrkað að þessi óhreinindi eru í raun jafn eldfim og bensín.
 
Það hefur komið fram hér áður í þessum pistlum að fáar dráttarvélar eru með slökkvitæki, en samkvæmt úttekt og rannsóknum er best að festa slökkvitæki aftan á vinstra afturbrettið á hefðbundinni dráttarvél.
 
Rétt loftmagn í dekkjum getur sparað allt að 20% eldsneytisnotkun
 
Það skiptir afar miklu máli að vera með rétt loftmagn í hjólbörðum. Mjög algengt er að menn séu að keyra bæði dráttarvélar og tæki sem tengd eru við þær á allt of lágum loftþrýstingi. 
 
Á flestum vélum eru upplýsingar um loftmagn í hjólbörðum. Með réttu loftmagni í hjólbörðum má spara allt að 20% eldsneyti, en að keyra á allt of lágum loftþrýstingi fer ekki vel með dekkin. Þá erfiðar vélin meira, hitnar og mun meiri hætta er á að skemma dekkin á mjúkum þunnum hliðunum. 
 
Michelin hefur verið að hanna dekk sem mega vera með aðeins lægri loftþrýsting en önnur dekk almennt. Mitt ráð er þó að fara alltaf eftir leiðbeiningum frá framleiðanda hverrar vélar um rétt loftmagn í dekkjum.
 
Smá vinna sem skilarsvo miklu til baka
 
Það eitt að vera með vel smurt í alla koppa á dráttarvélum og þeim tækjum sem við dráttarvélina eru tengd sparar eldsneyti og að öllu jöfnu ætti að lengja endingu tækja. Þegar ég ek gröfum eða dráttarvélum legg ég mikla áherslu á að allir gluggar séu hreinir og helst bónaðir að utan til að kasta rigningardropum af. Munurinn á að vera með hreinar eða skítugar rúður er einfaldur. Ég verð þreyttur og syfjaður að keyra með skítugar rúður, en minnist þess aldrei að þreyta og syfja hafi verið að plaga mig með hreinar rúður.
Listeríusýkingar vaxandi vandamál
Fréttir 27. maí 2024

Listeríusýkingar vaxandi vandamál

Tíðni listeríusýkinga í Evrópu fer vaxandi og samkvæmt greiningum á fyrstu þremu...

Göngustígar hjá Geysi
Fréttir 27. maí 2024

Göngustígar hjá Geysi

Framkvæmdir við nýtt gönguleiðakerfi á Geysissvæðinu í Haukadal í Bláskógabyggð ...

Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár
Fréttir 27. maí 2024

Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár

Alþjóðlegu vínsamtökin International Organisation of Vine and Wine (OIV) segja í...

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...