Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra.
Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra.
Fréttaskýring 21. ágúst 2019

„Við eigum aldrei að flytja inn lambakjöt“

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Guðna Ágústssyni, fyrrverandi land­búnaðarráðherra, rann blóðið til skyldunnar þegar umræðan um innflutning á lambahryggjum stóð sem hæst. Hann sagði frá því í viðtölum að það hefði verið fyrir atbeina ráðherra í ríkisstjórn að ekkert varð að heimild til þess að hleypa inn í landið innfluttu lambakjöti á lágum tollum.

„Það munaði ekki dögum heldur klukkutímum að Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra yrði við uppspuna og einhliða áróðri þeirra Ólafs Stephensen og Andrésar Magnússonar sem alltaf láta eins og þeir séu „landshöfðingjar“, og hafa ein­beittan brotavilja gagnvart land­búnaðinum. Þeir fara offari gegn bændunum okkar. Að ráðherra skuli hafa ætlað að verða við röngum fullyrðingum þessara manna að leyfa takmarkalausan innflutning á lambahryggjum allan ágústmánuð er dæmalaust. Við eigum aldrei að flytja inn lambakjöt eða vatn, ferskt eða frosið,“ segir Guðni sem þakkar Lilju Alfreðs­dóttur menntamálaráðherra að hafa tekið málið upp meðal samráðherra sinna.

„Hún stakk niður hælum og gerði kröfu um ríkisstjórnarfund um málið þar sem það væri grundvallar stefnubreyting gagnvart bændum og þar með strandaði vitleysan. Ég efast svo sem ekki um að mikið hafi gengið á á ríkisstjórnarheimilinu og þeir Ólafur og Andrés barið á landbúnaðarráðherra að standa við ætlunarverkið. En ég held eftir á að allir andi léttar og ekki síst ráðherrar ríkisstjórnarinnar.“

Auðvelt að hefja slátrun í júlí

Guðni segir að neytendur hefðu ekki beðið um nýsjálenska lambahryggi sem væru fluttir rúmlega 17 þúsund kílómetra leið yfir hnöttinn. „Tveggja til þriggja ára gamalt kjöt þegar talsvert magn var enn til í landinu eins og kom á daginn og haustvæn sumarlömb í högum. Það hefði verið auðvelt að hefja slátrun um miðjan júlí á svona sumri. Ráðherrann hefði nú verið meiri maður hefði hann krafist sumarslátrunar og boðist til að skjóta fyrsta lambhrútinn, þá væri hann hetja bæði bænda og neytenda.“

Guðni dregur í efa að verslunin hafi áhuga á að selja erlenda hryggi. „Ég talaði við marga verslunarmenn sem kærðu sig ekkert um þetta og frábiðja sér málflutning þeirra kumpána gagnvart landbúnaðinum og lambakjötinu. Sumir sögðust aldrei hleypa því inn í sína verslun, þeir vilja bara selja íslenska lambið. Það var líka mikið lán að Krónan, ein stærsta verslunarkeðjan, sá að sér og hætti við að taka nýsjálenska hryggi í sölu.“

Spyrjum um upprunann

Guðni segir upprunamerkingar mikilvægar við þessar aðstæður og að það sé skýlaus réttur neytenda að fá réttar upplýsingar. „Það ríður mikið á því fyrir neytendur að allt kjöt og allar matvörur séu merktar frá hvaða landi þær eru, bæði í verslunum, veitingastöðum og hótelum. Fánalitirnir hjá grænmetisbændum segja satt. Nú hóta þeir Ólafur Stephensen og Andrés Magnússon að keyra kjötið inn í landið á fullum tollum. Ætla þeir að umpakka því og kannski selja það sem íslenskt lambakjöt og hvaða innflytjandi vill leggja nafn sitt við svona vinnubrögð?“

Guðni segir að það eigi ekki af bændum að ganga. „Eftir tvö mjög erfið ár hjá sauðfjárbændum stóð til að keyra þá norður og niður nánast í heimaslátrun.

Það er gríðarlegt verkefni fram undan hjá bændum að snúa vörn í sókn. Fólkið í landinu stendur með þeim. Lambakjötið okkar er heilög vara á heimilum landsmanna. Og ferða­menn eru ekki hingað komnir til að borða lambakjöt frá Nýja-Sjálandi,“ segir Guðni Ágústsson.

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu
Fréttir 22. maí 2024

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Ábúendurnir í Hafrafellstungu í Öxarfirði fengu nafnbótina Bændur ársins 2023 í ...

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur
Fréttir 22. maí 2024

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur

Herdís Magna Gunnarsdóttir, nautgripabóndi á Egilsstöðum og stjórnarmaður í Bænd...

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva
Fréttir 22. maí 2024

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva

Starfsemi Kornræktarfélags Suðurlands var endurvakin á fundi kornbænda í Gunnars...