Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Færeyskar blómarósir. Færeyingar kunna greinilega sitthvað fyrir sér í saumaskap og ber einstaklega fallegur þjóðbúningur þeirra þess glöggt vitni.
Færeyskar blómarósir. Færeyingar kunna greinilega sitthvað fyrir sér í saumaskap og ber einstaklega fallegur þjóðbúningur þeirra þess glöggt vitni.
Lesendarýni 2. desember 2016

„Ull er Föroyja gull“

Í framhaldi af grein í Bænda­blaðinu 3. nóvember  um ullar­vinnslu og prjón sendi Niels J. Erlingsson blaðinu stutta grein um ullarvinnslu í Færeyjum. Hann segir að í Færeyjum hafi á árum áður verið sagt: „Ull er Föroyja gull“, en hér er greinin:
 
Á átjándu og nítjándu og fram á tuttugustu öldina var útflutningur Færeyinga nær eingöngu ull og prjónavara. 
 
Á tuttugustu öldinni eignuðust Færeyingar fyrstu úthafsveiðiskipin er stunduðu úthafsveiðar. Á vorin við Suður-Ísland og þegar kom fram á sumar fluttu skúturnar sig vestur með landinu. Á haustin voru þau komin að Austurlandinu. Á úthafsveiðiskipunum var aflin saltaður. Er heim var komið var fiskinum landað og konur tóku til við að vaska hann. Var stærsti fiskurinn breiddur út á steinflatir til þurrkunar. Þar sem fiskvinnslan kallaði á mikinn vinnukraft og þá helst vinnu kvenna, minnkaði ullarvinnan og prjónaskapurinn mikið í Færeyjum. 
 
Á myndinni sem hér fylgir má sjá hóp karla og kvenna sitja  við ullarvinnu og prjón. Eins og þar sést sitja tvær konur hvor á móti annarri við að prjóna sama bolinn. Þetta hefur verið erfitt, en það var algengt í Færeyjum. Þurftu konurnar að vera mjög samstiga í prjónaskapnum, þótt bolurinn væri mynstraður.
 
Bolurinn gekk í hringi eftir því sem verkið vannst og voru konurnar um einn dag að klára bolinn. Ekki er vitað með vissu hvaðan þessi prjónatækni er komin. Helst er álitið að hún komi frá Hollandi, en samt ekki öruggt. Gaman væri að vita ef einhver á Íslandi kannast við slíkt prjón. 
 
Hópur færeyskra karla og kvenna við ullarvinnu og prjónaskap. Athyglisvert er að konurnar tvær fremst á myndinni sitja gegnt hvor annarri við að prjóna bol í sömu peysuna. Þetta verklag mun hafa verið algengt í Færeyjum og tók það um einn dag að prjóna bolinn með þessum hætti. Greinarhöfundur leitar eftir upplýsingum um hvort þessi prjónatækni hafi líka verið þekkt á Íslandi
 
Kær kveðja, 
Niel J. Erlingsson
Kjarnagata 12 – 511
600 Akureyri
Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...