Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Færeyskar blómarósir. Færeyingar kunna greinilega sitthvað fyrir sér í saumaskap og ber einstaklega fallegur þjóðbúningur þeirra þess glöggt vitni.
Færeyskar blómarósir. Færeyingar kunna greinilega sitthvað fyrir sér í saumaskap og ber einstaklega fallegur þjóðbúningur þeirra þess glöggt vitni.
Lesendarýni 2. desember 2016

„Ull er Föroyja gull“

Í framhaldi af grein í Bænda­blaðinu 3. nóvember  um ullar­vinnslu og prjón sendi Niels J. Erlingsson blaðinu stutta grein um ullarvinnslu í Færeyjum. Hann segir að í Færeyjum hafi á árum áður verið sagt: „Ull er Föroyja gull“, en hér er greinin:
 
Á átjándu og nítjándu og fram á tuttugustu öldina var útflutningur Færeyinga nær eingöngu ull og prjónavara. 
 
Á tuttugustu öldinni eignuðust Færeyingar fyrstu úthafsveiðiskipin er stunduðu úthafsveiðar. Á vorin við Suður-Ísland og þegar kom fram á sumar fluttu skúturnar sig vestur með landinu. Á haustin voru þau komin að Austurlandinu. Á úthafsveiðiskipunum var aflin saltaður. Er heim var komið var fiskinum landað og konur tóku til við að vaska hann. Var stærsti fiskurinn breiddur út á steinflatir til þurrkunar. Þar sem fiskvinnslan kallaði á mikinn vinnukraft og þá helst vinnu kvenna, minnkaði ullarvinnan og prjónaskapurinn mikið í Færeyjum. 
 
Á myndinni sem hér fylgir má sjá hóp karla og kvenna sitja  við ullarvinnu og prjón. Eins og þar sést sitja tvær konur hvor á móti annarri við að prjóna sama bolinn. Þetta hefur verið erfitt, en það var algengt í Færeyjum. Þurftu konurnar að vera mjög samstiga í prjónaskapnum, þótt bolurinn væri mynstraður.
 
Bolurinn gekk í hringi eftir því sem verkið vannst og voru konurnar um einn dag að klára bolinn. Ekki er vitað með vissu hvaðan þessi prjónatækni er komin. Helst er álitið að hún komi frá Hollandi, en samt ekki öruggt. Gaman væri að vita ef einhver á Íslandi kannast við slíkt prjón. 
 
Hópur færeyskra karla og kvenna við ullarvinnu og prjónaskap. Athyglisvert er að konurnar tvær fremst á myndinni sitja gegnt hvor annarri við að prjóna bol í sömu peysuna. Þetta verklag mun hafa verið algengt í Færeyjum og tók það um einn dag að prjóna bolinn með þessum hætti. Greinarhöfundur leitar eftir upplýsingum um hvort þessi prjónatækni hafi líka verið þekkt á Íslandi
 
Kær kveðja, 
Niel J. Erlingsson
Kjarnagata 12 – 511
600 Akureyri
Hver á Ísland?
Fréttir 7. febrúar 2025

Hver á Ísland?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun stendur að átaksverkefni við að áætla eignarmörk ...

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni
Fréttir 7. febrúar 2025

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni

Meirihluti bænda telur stuðningskerfi landbúnaðar flókið en aðeins tæp 14% telja...

Ratcliffe er fjórði stærsti landeigandi Íslands
Fréttir 6. febrúar 2025

Ratcliffe er fjórði stærsti landeigandi Íslands

Hægt er að fá vísbendingar um eignasöfnun einstakra aðila á landi út frá landeig...

Garðyrkjubændur bíða eftir útspili stjórnvalda
Fréttir 6. febrúar 2025

Garðyrkjubændur bíða eftir útspili stjórnvalda

Miklar raforkuverðshækkanir á garðyrkjubændur í ylrækt nú um áramótin koma illa ...

Fundir og þing á næsta leiti
Fréttir 6. febrúar 2025

Fundir og þing á næsta leiti

Allar búgreinar innan Bænda­samtaka Íslands halda sína deildafundi 27. febrúar á...

Eigendur Íslands útmældir
Fréttir 6. febrúar 2025

Eigendur Íslands útmældir

Tuttugu og fjórir aðilar eiga eignarhluti í fimm eða fleiri jörðum á Íslandi. Fé...

Sátt í ullargreiðslumálinu
Fréttir 6. febrúar 2025

Sátt í ullargreiðslumálinu

Sátt var gerð í máli Bjarna Sigurjónssonar, sauðfjárbónda á Fornustekkum í Horna...

Útburður á hræjum er leyfisskyldur
Fréttir 5. febrúar 2025

Útburður á hræjum er leyfisskyldur

Matvælastofnun birti á dögunum tilkynningu um útburð á hræjum vegna refaveiða.