Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
„Súkkulaði og bíltúrar“
Skoðun 6. september 2018

„Súkkulaði og bíltúrar“

„Lífið er ekki bara súkkulaði og bíltúrar“ var amma mín vön að segja þegar samferðafólk hennar vildi komast á þægilegri hátt í gegnum amstur dagsins og kvartaði yfir aðstæðum sínum. Gamla konan hafði nokkuð til síns máls og var í raun að segja: „Hættu að kvarta og haltu áfram!“
 
Arnar Árnason.
Það er svo sannarlega þannig að menn eiga alltaf að halda áfram, sækja fram, í hverju því sem þeir taka sér fyrir hendur. Þannig næst árangur og þannig þróum við og bætum aðstæður okkar og umhverfi.
 
Íslenskur landbúnaður hefur verið í gríðarlegri þróun síðastliðna áratugi, afurðir hafa aukist, ræktun batnað og ekki síst hefur aðbúnaður og velferð tekið miklum framförum. Rannsóknir og nýsköpun eru tveir lykilþættir þróunar og það er full ástæða til að hafa áhyggjur af rannsóknarþættinum í landbúnaði hér á landi. Hratt hefur dregið úr landbúnaðartengdum rannsóknum undanfarna áratugi. Tilraunastöðvar sem áður iðuðu af lífi heyra nánast sögunni til og búvélaprófanir, stórar búfjártilraunir og vinnurannsóknir eru einnig hverfandi. 
 
Nú er ég ekki að segja að það starf sem hér var áður unnið ætti að vera enn í sömu skorðum og áður var, alls ekki, en fyrr má rota en dauðrota. Það sama virðist eiga við í allri stjórnsýslu tengdri landbúnaðarmálum hér á landi. Stjórnsýslan öll hefur dregist saman undanfarna áratugi og nú er svo komið að landbúnaðarhluti atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins telur tvo til þrjá fasta starfsmenn.
 
Landbúnaður á tímamótum
 
Á sama tíma stendur íslenskur landbúnaður á miklum tímamótum sem kallar á að vel sé haldið á málum. Afleiðingar niðurstöðu EFTA-dómstólsins varðandi hráa kjötið liggja ekki fyrir og samningur Íslands og ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur hefur öðlast gildi og munu innflutningskvótar stigvaxa næstu þrjú ár til viðbótar. Einnig hafa miklir þurrkar sett sitt mark á landbúnað í Evrópu í sumar og mun það að öllum líkindum endurspeglast í offramboði á kjöti með tilheyrandi verðlækkunum á innfluttum vörum sem og hærra fóðurverði um einhvern tíma. Þá er endurskoðun búvörusamninga handan við hornið. Það má því segja að það séu mjög margir boltar sem þarf að halda á lofti og mikilvægt að allir sem að landbúnaði koma séu vel í stakk búnir til að sinna því. Hagsmunafélög bænda eru því nú sem áður gríðarlega mikilvæg fyrir greinina í heild.
 
Nýtt erfðaefni í holdanaut og erfðamengisúrval handan við hornið
 
Ef litið er til nautgriparæktarinnar er vert að nefna þá baráttu sem við sjáum nú glitta í árangur af er varðar holdanautaræktun. Á einangrunarstöð Nautís að Stóra-Ármóti hafa nú fæðst tveir kálfar úr innfluttum fósturvísum af Aberdeen Angus kyni frá Noregi og von er á níu í viðbót á næstunni. Þá verða settir upp þeir 42 fósturvísar sem til eru nú í septembermánuði. Er þetta í fyrsta sinn í 20 ár sem nýtt erfðaefni er flutt til landsins og frá fyrsta fundi með stjórnvöldum til fyrsta kálfs liðu tæp níu ár.
 
Á síðasta ári hófst vinna við undirbúning að mögulegri innleiðingu á erfðamengisúrvali í íslenskri nautgriparækt. Markmiðið er að gera okkur kleift að spá fyrir um kynbótagildi gripa á grundvelli arfgerðar þeirra, fljótlega eftir að þeir koma í heiminn. Um er að ræða eina mestu byltingu í kynbótastarfi nautgriparæktarinnar frá því sæðingar komu til sögunnar en með þessari aðferð er vonast til að stytta megi ættliðabilið í nautgriparæktinni verulega og auka þannig árlegar erfðaframfarir sem því nemur. Sýnasöfnun er lokið og nú í september hóf doktorsnemi nám við háskólann í Árósum og gert er ráð fyrir því að doktorsverkefnið standi næstu fjögur ár. Í kjölfarið verður hægt að innleiða erfðamengisúrval í íslenska nautgriparækt.
 
Önnur nærtækari dæmi eru störf verðlagsnefndar en nú 1. september hækkaði lágmarksverð mjólkur til bænda um 3,52%, úr 87,40 kr. í 90,48 kr.
 
Endurskoðun á næsta leiti
 
Fram undan eru stór verkefni. Atkvæða­greiðsla meðal mjólkurframleiðenda um framtíð kvótakerfis í mjólkurframleiðslu mun eiga sér stað á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Til þess að bændur geti tekið upplýsta ákvörðun um framtíðina þarf að liggja fyrir og greina hvaða leiðir eru í boði og hvað þær þýða fyrir greinina. Vinna við slíka greiningu er komin af stað og verður kynnt fyrir bændum áður en að atkvæðagreiðslu kemur. Á næsta ári verða búvörusamningar endurskoðaðir og þá m.a. horft til þess hvernig framleiðslan hefur þro´ast, bæði i´ mjo´lk og nautakjo¨ti, hvaða a´rangur hefur na´ðst og hvernig markmið samningsins hafi gengið eftir. Ljóst er að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar mun hafa mikið um breytingar á samningnum að segja. Eins er þörf á að bæta nokkur ákvæði, meðal þess sem LK hefur bent á er að fjárfestingarstuðningur þarf að vera skilvirkari, t.d. með því að vera bundinn við uppfyllingu aðbúnaðarreglugerða. Allt verður þetta rætt á haustfundum LK sem stefnt er á að hefjist um miðjan október.
 
Samstaðan hvað mikilvægust
 
Sá tími sem nú er liðinn frá því að ég tók við sem formaður LK hefur verið reynslumikill og áhugaverður. Miklar sviptingar hafa verið í kringum landbúnaðinn og hagsmunagæslan hefur bæði snúist um vörn og sókn. Það er gott að sjá þegar bændur taka þátt og leggjast á árarnar með þeim sem í framlínunni standa. Ég hvet bændur til að hafa samband við sín hagsmunafélög þegar spurningar vakna. Skiptar skoðanir eru í nautgriparækt eins og öðrum greinum og skoðanaskipti um hin ýmsu mál eru jákvæð og eðlileg. Þannig ræðir fólk sig til niðurstöðu sem endurspeglar hvað flestar raddir. Það er gömul saga og ný að saman erum við ávallt sterkari. 
 
Höldum haus og sækjum fram, því megum við aldrei hætta, lífið er ekki bara súkkulaði og bíltúrar!
Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...