Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
„Matjurtarækt á Austurlandi“− verkefni um eflingu ræktunar í heimahéraði
Fréttir 2. september 2015

„Matjurtarækt á Austurlandi“− verkefni um eflingu ræktunar í heimahéraði

Verkefninu Matjurtarækt á Austurlandi er ætlað að stuðla að því að sem flestar matjurtir, sem matsölustaði á Austurlandi, einkum veitingastaði og mötuneyti, vanhagar um, verði ræktaðar í heimahéraði. Auk þess að stuðla að aukinni heimaræktun matjurta almennt á svæðinu.

Markmiðinu verði náð með samstilltu átaki umsækjanda og hlutaðeigandi samstarfsaðila (gjarna í kasasamstarfi) um matjurtaræktina, auk þess, sem stefnt er að stofnun samsölu- eða samvinnufyrirtækis (sala, pökkun og dreifing).

Samstarfsaðilar umsækjenda: Gróðrarstöðin Barri ehf. í Fellabæ,  Búnaðarsamband Austurlands, Sólskógar á Kaldá á Völlum og Hitaveita Egilsstaða og Fella, auk þess sem fleiri aðilar á Austurlandi gætu bæst við síðar og gjarna fjárfestar einnig.

Verkefnið byggist að verulegu leyti á nýtingu náttúrugæða í landsfjórðungnum með ræktun, fullvinnslu og markaðssetningu afurða úr héraði í samkeppni við hliðstæð aðflutt aðföng. Verkefnið hlaut þakkarverðan styrk úr Uppbyggingarsjóði Austurbrúar.

Mikilvægt er að undirbyggja vel slíkt frumkvöðlaverkefni, meðal annars í ljósi vaxandi fjölda erlendra ferðamanna. Í því sambandi má nefna að sjóleiðin (Norræna) er opin, auk þess sem beint flug í Egilsstaði erlendis frá,  gæti einnig styrkt samkeppnisaðstöðu á þessu sviði hér eystra. 

Verkefni þetta útheimtir góðan undirbúning, þar sem eftirtalin atriði eru meðal þeirra, sem einna mestu máli skipta: 

Gera þarf a.m.k. grófa áætlun yfir matjurtaþörf matsölustaða í fjórðungnum, til að átta sig á tegundum og magni matjurta, sem þá vanhagar helst um. Segja má að þessi forvinna liggi að miklu leyti fyrir nú þegar, sem staðfestir mikla vöntun á frumkvæði í héraði á þessu sviði, þrátt fyrir verulegan flutningskostnað af höfuðborgarsvæðinu, þaðan, sem helftin af vörum þessum er fengin. Einnig má búast við að meiri ferskleiki jurta, beint úr héraði, styrki samkeppnisstöðu heimaræktunar. 

Ráða þarf reynsluríkan kunnáttumann um þessa ræktun, til að leiðbeina væntanlegum framleiðendum um sem flestar hliðar ræktunarinnar og,  eftir atvikum, meðferð og markaðssetningu framleiðslunnar.  

Öflug kynning þarf að fara fram á verkefninu í fjórðungnum, bæði meðal væntanlegra kaupenda og framleiðenda, til að kanna áhuga fólks á þátttöku í því og til að gera sér sem best grein fyrir þeim áherslum, sem mestu máli skipta fyrir farsælum framgangi verkefnisins.

Nauðsynlegt er að efla áhuga væntanlegra ræktenda með heimsóknum, fundum og námskeiðahaldi,  m. a. í lífrænni ræktun. Í leiðinni mætti vekja áhuga manna á stofnun sérstaks samsölu- eða samvinnufélags, sem væri miðstöð fyrir sölu, vinnslu, pökkun og dreifingu á framleiðslunni til viðskiptavina, sem og félagi framleiðenda matjurta. Einnig mætti skoða landshlutabundið samstarf við hliðstæð félagasamtök.

Miðað við að undirbúningsverkefni þetta stefni í  jákvæða átt, þarf tímanlega að huga að allnákvæmri verk-áætlun framleiðslu- og söluárið 2016–17, þannig að ræktunin sé í takt við vel áætlaða markaðsþörf, enda hafi fyrrnefnt samsölufyrirtæki þá vonandi séð dagsins ljós.

Í viðræðu við væntanlega kaupendur heimaræktaðra matjurta er óhætt að segja að verkefninu var undantekningarlaust afar vel tekið. Sömu sögu er að segja af forstöðufólki á þessum vettvangi í Landbúnaðarháskóla Íslands og umbeðin fagleg liðveisla auðsótt. Í samræmi við forgangsatriði hér að framan er ákveðið að efna til tveggja kynningarfunda um verkefnið, þriðjudaginn 15. september, nánar þannig:

Hótel Tærgesen á Reyðarfirði, kl. 16 og á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum kl. 20.

Eftirfarandi dagskrá fundanna er áætluð á þessa leið:

Inngangsorð verkefnisstjóra Matjurtaverkefnisins.

Kynning á verkefninu út frá eigin hugmyndum og fagþekkingu og kortlagning á fyrirhuguðum námskeiðum í matjurtarækt á Austurlandi. Guðríður Helgadóttir, forstöðumaður starfs-og endurmenntunardeildar LBHÍ, Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi.

Viðhorf fulltrúa úr hópi veitingastaða á Austurlandi og væntingar þeirra til verkefnisins. 

Umræður

Nánari dagskrá verður kynnt þegar nær dregur.

Fundurinn er opinn öllu áhugafólki á Austurlandi, sem er hvatt til að taka daginn frá.

Framfarafélag Fljótsdalshéraðs og samstarfsaðilar

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri
Fréttir 27. janúar 2023

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri

Samkvæmt niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) úr skýrsluhaldi na...

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar
Fréttir 27. janúar 2023

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar

Skeljungur og Fóðurblandan hafa birt verðskrá fyrir þær tegundir af áburði sem f...

Ekkert veiðibann á döfinni
Fréttir 26. janúar 2023

Ekkert veiðibann á döfinni

Veiðibann á grágæs hefur ekki tekið gildi á Íslandi og ekki stendur til að banna...

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt
Fréttir 26. janúar 2023

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt

Stakkhamar 2 í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi hefur skotist á toppinn ...

Niðurtröppun greiðslumarks að hefjast
Fréttir 25. janúar 2023

Niðurtröppun greiðslumarks að hefjast

Niðurtröppun á greiðslumarki í sauðfjárrækt hefst á þessu ári, samkvæmt núgildan...

Úrræði sem eigi að nýtast ungum bændum
Fréttir 24. janúar 2023

Úrræði sem eigi að nýtast ungum bændum

Ungir bændur hafa verið að kalla eftir því að þeir geti nýtt öll fasteignakaupsú...

Útgáfa fyrstu vottuðu kolefniseininganna
Fréttir 23. janúar 2023

Útgáfa fyrstu vottuðu kolefniseininganna

Yggdrasill Carbon hefur fengið útgefnar fyrstu íslensku vottuðu kolefniseiningar...

Vinnsla á próteini úr grasi
Fréttir 20. janúar 2023

Vinnsla á próteini úr grasi

Þörf heimsins fyrir prótein er alltaf að aukast og sífellt er leitað leiða til a...