Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Jóhannes Geir Sigurgeirsson.
Jóhannes Geir Sigurgeirsson.
Fréttir 25. október 2018

„Hin gömlu kynni gleymast ei“

„Hin gömlu kynni gleymast ei“ er yfirskrift samveru sem efnt verður til hjá Lamb Inn, ferðaþjónustu á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit dagana 16. til 18. nóvember næstkomandi. Tilgangurinn er að skapa vettvang fyrir þá sem voru virkir í félags­málum bænda, afurðastöðva og stofnana landbúnaðarins á árunum 1980 til 2010 og gefa þeim sem áður stóðu í framlínunni færi á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.
 
„Það er tvennt sem fyrst og fremst vakir fyrir okkur með þessari samkomu,“ segir Jóhannes Geir Sigurgeirsson hjá ferðaþjónustunni á Öngulsstöðum, „í fyrsta lagi að gefa fólki sem var virkt á þessum vettvangi áður tækifæri til að hittast og í öðru lagi að búa til vettvang þar sem þeim gefst kostur á að viðra hugmyndir sínar og sjónarmið hvað varðar stöðu landbúnaðarins um þessar mundir.“
 
Ramminn er rúmur
 
Jóhannes Geir segir að öllu því sem fram komi á fundinum muni verða haldið til haga og komið á framfæri við Bændasamtök Íslands. Hann segir þann ramma sem settur er um þátttak­endur, þ.e. að þeir hafi verið virkir í félags­málum bænda og afurðastöðva yfir 30 ára tímabil, frá 1980 til 2010, nokkuð rúman og hann verði að auki túlkaður vítt. 
 
„Það eru æði margir sem hafa setið í stjórnum og ráðum, allt frá búnaðarfélögum til landssamtaka og ef út í það er farið þá er það líka virkni að hafa tekið þátt og látið að sér kveða á fundum sem tengjast landbúnaði,“ segir hann. Hann nefndi einnig að þeir sem starfað hafi í fyrirtækjum, stofnunum og skólum land­bún­aða­rins væru einnig aufúsa­gestir.
 
Fundurinn á Lamb Inn hefst  eftir hádegi föstudaginn 16. nóvember næstkomandi og að lokinni dagskrárkynningu verður haldið í  heimsóknir til bænda í Eyjafjarðarsveit. Um kvöldið verður boðið upp á hefðbundið jólahlaðborð hjá Lamb Inn þar sem gamli góði andi fyrri ára svífur yfir vötnum.
 
Fróðlegar framsögur
 
Fundur um málefni landbúnaðarins verður á laugardeginum.  Framsögu hafa þau Baldur Helgi Benjamínsson búfjárerfðafræðingur, sem fjallar um búfjárrækt árið 2050, Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, fagstjóri búfjárræktar hjá RML og fulltrúi í háskólaráði Lbhí, erindi hennar nefnist „Enginn er eyland“ – hugleiðingar um gildi menntunar í landbúnaði. Finnbogi Magnússon, stjórnarformaður Landbúnaðarklasanna, flytur erindi þar sem hann fjallar um stöðu og tækifæri í íslenskum landbúnaði.
Að framsögum loknum gefst fundargestum færi á að koma sjónarmiðum sínum um stöðu og horfur í landbúnaði á framfæri. ,,Það er einnig von okkar að Bændablaðið sjái sér hag í að fylgjast með fundinum,“ segir hann. 
 
Síðdegis er móttaka hjá afurðastöðvum á svæðinu þar sem forsvarsmenn taka á móti hópnum og fara yfir stöðu mála. 
 
Dagskrá lýkur á sunnudegi, 18. nóvember, með því að fundar­lóðsinn, Daði Már Kristófersson, prófessor við HÍ, dregur saman það helsta sem fram kom í fundar­höldum helgarinnar. ,,Þá verður í lokin kannað hvort vilji er til að stofna ,,Öldungaráð landbúnaðarins“ sem væri þá formlegur vettvangur fyrir gamla jaxla, af báðum kynjum, til þess að viðra skoðanir sínar og eftir atvikum hafa áhrif með því að koma þeim á framfæri: Hvað ungur nemur gamall temur“ segir Jóhannes.
 
Gist verður á Lamb Inn Öngulsstöðum og heimagistingu í nágrenninu ef á þarf að halda. Allar frekari upplýsingar um fyrirkomulag og verð er hægt að finna á www.lambinn.is.  
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...