Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Jóhannes Geir Sigurgeirsson.
Jóhannes Geir Sigurgeirsson.
Fréttir 25. október 2018

„Hin gömlu kynni gleymast ei“

„Hin gömlu kynni gleymast ei“ er yfirskrift samveru sem efnt verður til hjá Lamb Inn, ferðaþjónustu á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit dagana 16. til 18. nóvember næstkomandi. Tilgangurinn er að skapa vettvang fyrir þá sem voru virkir í félags­málum bænda, afurðastöðva og stofnana landbúnaðarins á árunum 1980 til 2010 og gefa þeim sem áður stóðu í framlínunni færi á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.
 
„Það er tvennt sem fyrst og fremst vakir fyrir okkur með þessari samkomu,“ segir Jóhannes Geir Sigurgeirsson hjá ferðaþjónustunni á Öngulsstöðum, „í fyrsta lagi að gefa fólki sem var virkt á þessum vettvangi áður tækifæri til að hittast og í öðru lagi að búa til vettvang þar sem þeim gefst kostur á að viðra hugmyndir sínar og sjónarmið hvað varðar stöðu landbúnaðarins um þessar mundir.“
 
Ramminn er rúmur
 
Jóhannes Geir segir að öllu því sem fram komi á fundinum muni verða haldið til haga og komið á framfæri við Bændasamtök Íslands. Hann segir þann ramma sem settur er um þátttak­endur, þ.e. að þeir hafi verið virkir í félags­málum bænda og afurðastöðva yfir 30 ára tímabil, frá 1980 til 2010, nokkuð rúman og hann verði að auki túlkaður vítt. 
 
„Það eru æði margir sem hafa setið í stjórnum og ráðum, allt frá búnaðarfélögum til landssamtaka og ef út í það er farið þá er það líka virkni að hafa tekið þátt og látið að sér kveða á fundum sem tengjast landbúnaði,“ segir hann. Hann nefndi einnig að þeir sem starfað hafi í fyrirtækjum, stofnunum og skólum land­bún­aða­rins væru einnig aufúsa­gestir.
 
Fundurinn á Lamb Inn hefst  eftir hádegi föstudaginn 16. nóvember næstkomandi og að lokinni dagskrárkynningu verður haldið í  heimsóknir til bænda í Eyjafjarðarsveit. Um kvöldið verður boðið upp á hefðbundið jólahlaðborð hjá Lamb Inn þar sem gamli góði andi fyrri ára svífur yfir vötnum.
 
Fróðlegar framsögur
 
Fundur um málefni landbúnaðarins verður á laugardeginum.  Framsögu hafa þau Baldur Helgi Benjamínsson búfjárerfðafræðingur, sem fjallar um búfjárrækt árið 2050, Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, fagstjóri búfjárræktar hjá RML og fulltrúi í háskólaráði Lbhí, erindi hennar nefnist „Enginn er eyland“ – hugleiðingar um gildi menntunar í landbúnaði. Finnbogi Magnússon, stjórnarformaður Landbúnaðarklasanna, flytur erindi þar sem hann fjallar um stöðu og tækifæri í íslenskum landbúnaði.
Að framsögum loknum gefst fundargestum færi á að koma sjónarmiðum sínum um stöðu og horfur í landbúnaði á framfæri. ,,Það er einnig von okkar að Bændablaðið sjái sér hag í að fylgjast með fundinum,“ segir hann. 
 
Síðdegis er móttaka hjá afurðastöðvum á svæðinu þar sem forsvarsmenn taka á móti hópnum og fara yfir stöðu mála. 
 
Dagskrá lýkur á sunnudegi, 18. nóvember, með því að fundar­lóðsinn, Daði Már Kristófersson, prófessor við HÍ, dregur saman það helsta sem fram kom í fundar­höldum helgarinnar. ,,Þá verður í lokin kannað hvort vilji er til að stofna ,,Öldungaráð landbúnaðarins“ sem væri þá formlegur vettvangur fyrir gamla jaxla, af báðum kynjum, til þess að viðra skoðanir sínar og eftir atvikum hafa áhrif með því að koma þeim á framfæri: Hvað ungur nemur gamall temur“ segir Jóhannes.
 
Gist verður á Lamb Inn Öngulsstöðum og heimagistingu í nágrenninu ef á þarf að halda. Allar frekari upplýsingar um fyrirkomulag og verð er hægt að finna á www.lambinn.is.  
John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022
Fréttir 24. janúar 2022

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022

John Deere 7R 350 AutoPowr er dráttarvél ársins 2022 í opnum flokki að mati evró...

KFC fékk mest úthlutað
Fréttir 24. janúar 2022

KFC fékk mest úthlutað

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið hefur birt niðurstöðu úthlutunar á tollkvó...

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna
Fréttir 24. janúar 2022

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna

Kostnaður við að setja upp nýjar neyðarstöðvar í Vaðlaheiða­r­göng­um nemur 10 t...

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...