Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
„Allt of fáar messur“
Mynd / mhh
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyrir skelegga frammistöðu, sem meðhjálpari í Saurbæjarkirkju á Rauðasandi í Vesturbyggð.

Tryggvi, sem er fæddur á Selfossi en uppalinn á Patreksfirði, er nú í Menntaskólanum á Akureyri á félagsfræðibraut.

„Ég gerðist meðhjálpari árið 2022 en þá kom Kristján Arason prestur að máli við mig og spurði hvort ég hefði áhuga á því að taka við gömlu stöðu föður míns í Saurbæjarkirkju og ég var fljótur að segja já. Meðhjálpari hefur það hlutverk að kveikja á kertum, hringja kirkjubjöllum, klæða prestinn í kyrtilinn og fara með bænir. Þetta er mjög skemmtilegt og gefandi starf og gaman að vinna með séra Kristjáni, sem er frábær prestur og félagi,“ segir Tryggvi Sveinn.

En hvað segja sóknarbörnin um hinn unga meðhjálpara? „Fyrst voru allir mjög hissa að sjá mig í þessu hlutverki en í dag eru allir búnir að venjast því, enda oftast sama fólkið sem mætir í kirkjuna. Ég myndi bara vilja hafa messurnar fleiri, þær eru allt of fáar að mínu mati,“ segir Tryggvi Sveinn hlæjandi, alsæll í starfi meðhjálparans.

Þess má geta að í Saurbæ á Rauðasandi hefur staðið guðshús frá því fyrir miðja 17. öld.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...