Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
„Allt of fáar messur“
Mynd / mhh
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyrir skelegga frammistöðu, sem meðhjálpari í Saurbæjarkirkju á Rauðasandi í Vesturbyggð.

Tryggvi, sem er fæddur á Selfossi en uppalinn á Patreksfirði, er nú í Menntaskólanum á Akureyri á félagsfræðibraut.

„Ég gerðist meðhjálpari árið 2022 en þá kom Kristján Arason prestur að máli við mig og spurði hvort ég hefði áhuga á því að taka við gömlu stöðu föður míns í Saurbæjarkirkju og ég var fljótur að segja já. Meðhjálpari hefur það hlutverk að kveikja á kertum, hringja kirkjubjöllum, klæða prestinn í kyrtilinn og fara með bænir. Þetta er mjög skemmtilegt og gefandi starf og gaman að vinna með séra Kristjáni, sem er frábær prestur og félagi,“ segir Tryggvi Sveinn.

En hvað segja sóknarbörnin um hinn unga meðhjálpara? „Fyrst voru allir mjög hissa að sjá mig í þessu hlutverki en í dag eru allir búnir að venjast því, enda oftast sama fólkið sem mætir í kirkjuna. Ég myndi bara vilja hafa messurnar fleiri, þær eru allt of fáar að mínu mati,“ segir Tryggvi Sveinn hlæjandi, alsæll í starfi meðhjálparans.

Þess má geta að í Saurbæ á Rauðasandi hefur staðið guðshús frá því fyrir miðja 17. öld.

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu
Fréttir 22. maí 2024

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Ábúendurnir í Hafrafellstungu í Öxarfirði fengu nafnbótina Bændur ársins 2023 í ...

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur
Fréttir 22. maí 2024

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur

Herdís Magna Gunnarsdóttir, nautgripabóndi á Egilsstöðum og stjórnarmaður í Bænd...

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva
Fréttir 22. maí 2024

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva

Starfsemi Kornræktarfélags Suðurlands var endurvakin á fundi kornbænda í Gunnars...