Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands.
Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands.
Mynd / HKr.
Lesendarýni 15. maí 2019

„Að draga rangar ályktanir“

Höfundur: Steinþór Skúlason
Talsmaður heildsala, Ólafur Stephensen, framkvæmda­stjóri Félags atvinnurekenda (FA), sakar afurðastöðvar um tvískinnung í afstöðu gegn innflutningi á kjöti þar sem þær flytji inn kjöt og því geti innflutt kjöt ekki verið hættulegt eins og haldið er fram. Þessi ályktun er röng.
 
Fullyrða má að það sé hagur afurðastöðva og innlends landbúnaðar að Ísland sé sjálfu sér nægt og ekki sé flutt inn kjöt. En svona er staðan ekki. Ísland hefur gert tollasamninga við Evrópusambandið sem leyfir verulegan innflutning á kjöti. Þetta kjöt verður flutt inn hvort sem mönnum líkar betur eða verr.
 
Afurðastöðvar, margar hverjar, hafa því ákveðið að bjóða í tollkvótana þar sem þær eru í þessum rekstri og hafa kerfi til að meðhöndla innflutt kjöt. En innflutt kjöt er ekki allt eins. Það er mikill munur á lyfjanotkun og aðstæðum til kjötframleiðslu innan Evrópusambandsins, en tollasamningur Íslands við ESB gerir engan greinarmun á því hvaðan kjötið kemur.
 
Þær afurðastöðvar sem undir­ritaður þekkir til, stunda ábyrgan innflutning og velja að flytja inn kjöt frá löndum þar sem lyfjanotkun er í lágmarki og því heilnæmara kjöt en hægt væri að kaupa annars staðar innan ESB á lægra verði.
 
Það er staðreynd sem ekki verður haggað að sýklalyfjaónæmi er ein helsta heilsufarsógnun mannkyns. Átakinu „Öruggur matur“, sem margir innlendir aðilar standa að, er ætlað öðru fremur að vekja athygli á þessari staðreynd og hvetja fólk til að setja matvælaöryggi í fyrsta sæti þegar það kaupir inn. Á næstu árum er mikilvægt að innlend stjórnvöld móti stefnu á þessu sviði og gerðar verði kröfur um hámark lyfjanotkunar gagnvart erlendum aðilum sem hingað vilja flytja kjöt.
 
Eftir því sem fólk neytir meira af kjöti eða annarri matvöru sem inniheldur sýklalyfjaónæmar bakteríur, þeim mun líklegra er að viðkomandi þrói með sér slíkt ónæmi. Það er því ástæða til að hafa áhyggjur af auknum innflutningi kjöts.
 
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...